Búrfellskirkja stendur undir Búrfelli í Grímsnesinu. Hennar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá um 1200. Búrfellskirkju er þjónað frá Skálholti. Kirkjan var endurbyggð árið 1845 en þar var áður torfkirkja. Var fyrst messað í henni á jólum 1845. Söfnuðurinn tók við kirkjunni rúmum hundrað árum eftir byggingu hennar, 1947. Hún er elsta timburkirkja á Suðurlandi.

Í Kirkjum Íslands, 3. bindi, Reykjavík 2002, segir svo á bls. 65-66: „Búrfellskirkja er ekki einungis dæmi um góða byggingarlist heldur hefur hún einnig að geyma byggingar- og menningarsöguleg sérkenni og sem slík er hún mikilvægur hlekkur í þeirri þróun sem hófst um miðja 19. öld þegar torfkirkjur tóku að víkja fyrir timburkirkjum.“

Altaristafla Búrfellskirkju er eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi (1817-1864).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Búrfellskirkja stendur undir Búrfelli í Grímsnesinu. Hennar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá um 1200. Búrfellskirkju er þjónað frá Skálholti. Kirkjan var endurbyggð árið 1845 en þar var áður torfkirkja. Var fyrst messað í henni á jólum 1845. Söfnuðurinn tók við kirkjunni rúmum hundrað árum eftir byggingu hennar, 1947. Hún er elsta timburkirkja á Suðurlandi.

Í Kirkjum Íslands, 3. bindi, Reykjavík 2002, segir svo á bls. 65-66: „Búrfellskirkja er ekki einungis dæmi um góða byggingarlist heldur hefur hún einnig að geyma byggingar- og menningarsöguleg sérkenni og sem slík er hún mikilvægur hlekkur í þeirri þróun sem hófst um miðja 19. öld þegar torfkirkjur tóku að víkja fyrir timburkirkjum.“

Altaristafla Búrfellskirkju er eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi (1817-1864).

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir