Bústaðakirkja er í Fossvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Bústaðakirkja var vígð fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember 1971. Það var sr. Sigurbjörn Einarsson (1911-2008), þáverandi biskup Íslands, sem vígði kirkjuna. Helgi Hjálmarsson, arkitekt teiknaði Bústaðakirkju, en byggingameistari var Davíð Kr. Jensson (1926-2005).

Kirkjan er hugsuð sem opinn faðmur. Kirkjubyggingin minnir á örkina hans Nóa sem er eitt af mörgum táknum hins kristna safnaðar. Útlínur kirkjunnar mynda fisk sem var elsta merki kristins fólks.

Prédikunarstóllinn er ekki upphækkaður. Kirkjan er teiknuð með það í huga að nálægð sé milli vígðra þjóna og safnaðarins. Kirkjuskipið er til dæmis nánast jafnbreitt og það er langt.

Yfir altari er glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð. Verkið er abstrakt og byggir á texta úr Opinberunarbókinni. Glugginn er 56 m² og var unninn í áföngum 1982-1989.

Orgel kirkjunnar er frá danska fyrirtækinu Th. Frobenius & Sønner Orgelbyggeri. Það er þriggja borða og 33 radda. Kom í kirkjuna 1990.

Gott safnaðarheimili er sambyggt kirkjunni og hægt að opna inn í það þegar athafnir eru fjölmennar. Bústaðakirkja er fyrsta kirkjan hér á landi með sambyggðu safnaðarheimili.

Klukknaport eða klukknaturn stendur vestan megin við kirkjuna. Þar eru 8 klukkur. Þá er klukknaspil í klukknaportinu. Hægt er að hlýða á klukkurnar á vef Kirkjuklukkna Íslands.

.

 

Horft til altaris frá forkirkju

Horft til altaris frá forkirkju

Prédikunarstóll

Prédikunarstóll

Altari og steindur gluggi Leifs Breiðfjörðs

Altari og steindur gluggi Leifs Breiðfjörðs

Bústaðakirkja séð frá Tunguvegi

Aðalinngangur í kirkjuna

Kross á vegg við inngöngudyr

Kirkjuhurðin – krossar sem lamir og hurðarhúnar

Hurðarhúnar – krossar

 

Helgi Hjálmarsson, arkitekt, teiknaði kirkjuna. Þessi mynd er tekin af vef Teiknistofunnar Óðinstorgi. 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Bústaðakirkja er í Fossvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Bústaðakirkja var vígð fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember 1971. Það var sr. Sigurbjörn Einarsson (1911-2008), þáverandi biskup Íslands, sem vígði kirkjuna. Helgi Hjálmarsson, arkitekt teiknaði Bústaðakirkju, en byggingameistari var Davíð Kr. Jensson (1926-2005).

Kirkjan er hugsuð sem opinn faðmur. Kirkjubyggingin minnir á örkina hans Nóa sem er eitt af mörgum táknum hins kristna safnaðar. Útlínur kirkjunnar mynda fisk sem var elsta merki kristins fólks.

Prédikunarstóllinn er ekki upphækkaður. Kirkjan er teiknuð með það í huga að nálægð sé milli vígðra þjóna og safnaðarins. Kirkjuskipið er til dæmis nánast jafnbreitt og það er langt.

Yfir altari er glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð. Verkið er abstrakt og byggir á texta úr Opinberunarbókinni. Glugginn er 56 m² og var unninn í áföngum 1982-1989.

Orgel kirkjunnar er frá danska fyrirtækinu Th. Frobenius & Sønner Orgelbyggeri. Það er þriggja borða og 33 radda. Kom í kirkjuna 1990.

Gott safnaðarheimili er sambyggt kirkjunni og hægt að opna inn í það þegar athafnir eru fjölmennar. Bústaðakirkja er fyrsta kirkjan hér á landi með sambyggðu safnaðarheimili.

Klukknaport eða klukknaturn stendur vestan megin við kirkjuna. Þar eru 8 klukkur. Þá er klukknaspil í klukknaportinu. Hægt er að hlýða á klukkurnar á vef Kirkjuklukkna Íslands.

.

 

Horft til altaris frá forkirkju

Horft til altaris frá forkirkju

Prédikunarstóll

Prédikunarstóll

Altari og steindur gluggi Leifs Breiðfjörðs

Altari og steindur gluggi Leifs Breiðfjörðs

Bústaðakirkja séð frá Tunguvegi

Aðalinngangur í kirkjuna

Kross á vegg við inngöngudyr

Kirkjuhurðin – krossar sem lamir og hurðarhúnar

Hurðarhúnar – krossar

 

Helgi Hjálmarsson, arkitekt, teiknaði kirkjuna. Þessi mynd er tekin af vef Teiknistofunnar Óðinstorgi. 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir