Digraneskirkja í Kópavogi er listaverk.
Kirkjan var vígð 25. september 1994. Fyrstu skóflustunguna tók dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, í mars 1993 og sr. Þorbergur Kristjánsson, sóknarprestur, flutti ritningarorð og bæn. Benjamín Magnússon, arkitekt, teiknaði kirkjuna.
Kirkjan rís sem bjarg aldanna upp úr suðurhlíðum Kópavogs. Sviphreint hús og sterkt. Sómir sér með miklum glæsibrag í umhverfinu.
Gefum arkitektinum orðið:
Benjamín segir að hann hafi séð kirkjur fyrri alda fyrir sér sem griðastað og skjól þar sem fólk leitaði hælis þegar hætta steðjaði að. „Gömlu kirkjubyggingarnar og klaustrin stóðu hátt þar sem þær sæjust víða að, gjarna á kletti sem var góð undirstaða fyrir öfluga miðaldabyggingu. Önnur byggð dreifðist síðan út frá þessum voldugu byggingum. Kirkjurnar voru háar og áberandi, en klaustrin voru aftur á móti lágar en traustar byggingar með litlum og mjóum gluggum sem hleyptu lítilli birtu inn. Ég vildi flétta þetta tvennt saman, traustvekjandi lága umgjörð sem túlka mátti sem hið ytra og sýnilega, en þar fyrir innan væri fíngerðari bygging, kirkjuskipið sjálft. Þessi hugmynd þróaðist svo hjá mér í þá átt að ég sá fyrir mér bát á hvolfi – Örkina hans Nóa. Þá vildi ég sjá upp í böndin og þannig var hugmyndin að þakinu komin. Skip, fiskur og veiðimaður eru þekkt tákn í kristinni trú og ég nota þau sem þak yfir kirkjuna. Bylgjurnar í þakinu eiga að tákna öldur hafsins og þær mynda klæðningu neðan í kirkjuloftinu. Ég risti upp kjölinn, sýni böndin áfram í gegnum gluggann og bjó til þakglugga eftir endilögnum kilinum til að kalla niður birtu. Grunnlögun kirkjuskipsins varð því eins og bátsskel í laginu með gleri í mæni og stafni. Þjónustubyggingar sá ég fyrir mér eins og varnarmúr utan um kirkjuskipið sjálft og höfðaði til gömlu íslensku kirknanna með sínum þykku torfveggjum, en þar fyrir innan kom nett og fíngert þak kirkjunnar. Með þessu fannst mér ég tvinna saman tvo heima, þann gamla og hinn nýja.“
Hér sést varnarveggurinn og böndin sem arkitektinn með biblíunafnið nefnir í viðtalinu
Digraneskirkja í Kópavogi er listaverk.
Kirkjan var vígð 25. september 1994. Fyrstu skóflustunguna tók dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, í mars 1993 og sr. Þorbergur Kristjánsson, sóknarprestur, flutti ritningarorð og bæn. Benjamín Magnússon, arkitekt, teiknaði kirkjuna.
Kirkjan rís sem bjarg aldanna upp úr suðurhlíðum Kópavogs. Sviphreint hús og sterkt. Sómir sér með miklum glæsibrag í umhverfinu.
Gefum arkitektinum orðið:
Benjamín segir að hann hafi séð kirkjur fyrri alda fyrir sér sem griðastað og skjól þar sem fólk leitaði hælis þegar hætta steðjaði að. „Gömlu kirkjubyggingarnar og klaustrin stóðu hátt þar sem þær sæjust víða að, gjarna á kletti sem var góð undirstaða fyrir öfluga miðaldabyggingu. Önnur byggð dreifðist síðan út frá þessum voldugu byggingum. Kirkjurnar voru háar og áberandi, en klaustrin voru aftur á móti lágar en traustar byggingar með litlum og mjóum gluggum sem hleyptu lítilli birtu inn. Ég vildi flétta þetta tvennt saman, traustvekjandi lága umgjörð sem túlka mátti sem hið ytra og sýnilega, en þar fyrir innan væri fíngerðari bygging, kirkjuskipið sjálft. Þessi hugmynd þróaðist svo hjá mér í þá átt að ég sá fyrir mér bát á hvolfi – Örkina hans Nóa. Þá vildi ég sjá upp í böndin og þannig var hugmyndin að þakinu komin. Skip, fiskur og veiðimaður eru þekkt tákn í kristinni trú og ég nota þau sem þak yfir kirkjuna. Bylgjurnar í þakinu eiga að tákna öldur hafsins og þær mynda klæðningu neðan í kirkjuloftinu. Ég risti upp kjölinn, sýni böndin áfram í gegnum gluggann og bjó til þakglugga eftir endilögnum kilinum til að kalla niður birtu. Grunnlögun kirkjuskipsins varð því eins og bátsskel í laginu með gleri í mæni og stafni. Þjónustubyggingar sá ég fyrir mér eins og varnarmúr utan um kirkjuskipið sjálft og höfðaði til gömlu íslensku kirknanna með sínum þykku torfveggjum, en þar fyrir innan kom nett og fíngert þak kirkjunnar. Með þessu fannst mér ég tvinna saman tvo heima, þann gamla og hinn nýja.“
Hér sést varnarveggurinn og böndin sem arkitektinn með biblíunafnið nefnir í viðtalinu