Garpsdalskirkja er í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Kirkju í Garpsdal er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Kirkjan var vígð 16. júlí 1935. Dr. Jón Helgason (1866-1942), biskup, vígði. Við vígsluna voru fermd nokkur ungmenni.

Til stóð að kirkjan yrði steinsteypt en það var erfiðleikum bundið að ná í steypuefni. Hún var því reist úr timbri samkvæmt teikningu húsameistara ríkisins, Einars Erlendssonar (1883-1968). Yfirsmiður kirkjunnar var Björn Jónsson frá Skógum (1903-1977). Sumarliði Guðmundsson (1906-1974), bóndi og smiður á Gróustöðum, kom einnig að smíðinni.

Kirkjan tekur allt að 100 manns í sæti. Á vígsludegi voru taldir út úr kirkjunni 205 fullorðnir og má því ætla að þröngt hafi verið setið.

Í kirkjunni er eftirmynd listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938), af verki Carls H. Bloch (1834-1890), Cristus Consolator, (Kristur huggar), frá 1875. Olía á striga. Stærð: 80 x 107 sm. Í vinstra horni stendur: BÞ Copi. Frummyndin er í Hörupskirkju í Hörup í Svíþjóð. Þess má geta að eldri altaristaflan var seld þegar kirkjan var endurnýjuð og er í einkaeigu. Talin vera eftir sr. Hjalta Þorsteinsson (1665-1754) í Vatnsfirði.

Gott orgel barst kirkjunni að gjöf nú í sumar.

Kirkjan á tvær kirkjuklukkur og á þeim stendur ANNO 1724. Á vef Kirkjuklukkna Íslands má heyra hljóm þeirra.

Rauður hökull er í eigu kirkjunnar, listasaumur kirkjulistakonunnar Unnar Ólafsdóttur, og var færður kirkjunni að gjöf 1955.

Garpsdalskirkja á gamlan róðukross sem er á suðurvegg. Hann er úr eik en hefur einhvern tíma verið málaður. Ljóst er að sá er skar myndina út var ekki mjög hagur því að hlutföllin í henni eru röng. „En myndin er samt gerð af nógu mikilli leikni til þess að verða talin allgott tréskurðarverk, og heildarsvipurinn er sterkur,“ sagði Matthías Þórðarson (1877-1961), þjóðminjavörður um hann. Krossinn gæti verið frá 16. eða 17. öld.

 

Horft til altaris

 

Altaristaflan – eftirmynd sem Brynjólfur Þórðarson gerði af verki danska listmálarans Carls H. Bloch. Finna má eftirmyndir af þessu verki Blochs í nokkrum kirkjum hér á landi

 

Kirkjan er vel hirt

 

Horft út kirkjuna – Kvenfélag Geirdælinga gaf sessur á bekki og bök 

 

Þetta orgel kom í kirkjuna á þessu ári

 

Róðukrosinn talinn vera frá 16 eða 17. öld. Hann er úr eik.

 

Hökull sem kirkjulistakonan Unnur Ólafsdóttir saumaði

 

Fagurt er að líta norður yfir fjörðinn

 

Minningarsteinn utan við kirkjuna – um vígsluna og þau er í garðinum hvíla

 

Garpsdalskirkja er falleg timburkirkja

 

Heimildir

Kirkjuritið 4. tbl. 1955, bls. 187.

Morgunblaðið 7. júlí 1985.

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1. janúar 1966, 123-126.

Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, (Þjóðminjasafn Íslands og JPV-útgáfa: Reykjavík 2005), bls. 93-94.

ÞÍ. Bps. AA/6. Vísitasía í Garpsdal 20. ágúst 1948, bls. 98.

Peter Nørgaard Larsen o.fl., Carl Bloch: Forført, (SMK: Kaupmannahöfn 2023), bls. 144.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Garpsdalskirkja er í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Kirkju í Garpsdal er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Kirkjan var vígð 16. júlí 1935. Dr. Jón Helgason (1866-1942), biskup, vígði. Við vígsluna voru fermd nokkur ungmenni.

Til stóð að kirkjan yrði steinsteypt en það var erfiðleikum bundið að ná í steypuefni. Hún var því reist úr timbri samkvæmt teikningu húsameistara ríkisins, Einars Erlendssonar (1883-1968). Yfirsmiður kirkjunnar var Björn Jónsson frá Skógum (1903-1977). Sumarliði Guðmundsson (1906-1974), bóndi og smiður á Gróustöðum, kom einnig að smíðinni.

Kirkjan tekur allt að 100 manns í sæti. Á vígsludegi voru taldir út úr kirkjunni 205 fullorðnir og má því ætla að þröngt hafi verið setið.

Í kirkjunni er eftirmynd listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938), af verki Carls H. Bloch (1834-1890), Cristus Consolator, (Kristur huggar), frá 1875. Olía á striga. Stærð: 80 x 107 sm. Í vinstra horni stendur: BÞ Copi. Frummyndin er í Hörupskirkju í Hörup í Svíþjóð. Þess má geta að eldri altaristaflan var seld þegar kirkjan var endurnýjuð og er í einkaeigu. Talin vera eftir sr. Hjalta Þorsteinsson (1665-1754) í Vatnsfirði.

Gott orgel barst kirkjunni að gjöf nú í sumar.

Kirkjan á tvær kirkjuklukkur og á þeim stendur ANNO 1724. Á vef Kirkjuklukkna Íslands má heyra hljóm þeirra.

Rauður hökull er í eigu kirkjunnar, listasaumur kirkjulistakonunnar Unnar Ólafsdóttur, og var færður kirkjunni að gjöf 1955.

Garpsdalskirkja á gamlan róðukross sem er á suðurvegg. Hann er úr eik en hefur einhvern tíma verið málaður. Ljóst er að sá er skar myndina út var ekki mjög hagur því að hlutföllin í henni eru röng. „En myndin er samt gerð af nógu mikilli leikni til þess að verða talin allgott tréskurðarverk, og heildarsvipurinn er sterkur,“ sagði Matthías Þórðarson (1877-1961), þjóðminjavörður um hann. Krossinn gæti verið frá 16. eða 17. öld.

 

Horft til altaris

 

Altaristaflan – eftirmynd sem Brynjólfur Þórðarson gerði af verki danska listmálarans Carls H. Bloch. Finna má eftirmyndir af þessu verki Blochs í nokkrum kirkjum hér á landi

 

Kirkjan er vel hirt

 

Horft út kirkjuna – Kvenfélag Geirdælinga gaf sessur á bekki og bök 

 

Þetta orgel kom í kirkjuna á þessu ári

 

Róðukrosinn talinn vera frá 16 eða 17. öld. Hann er úr eik.

 

Hökull sem kirkjulistakonan Unnur Ólafsdóttir saumaði

 

Fagurt er að líta norður yfir fjörðinn

 

Minningarsteinn utan við kirkjuna – um vígsluna og þau er í garðinum hvíla

 

Garpsdalskirkja er falleg timburkirkja

 

Heimildir

Kirkjuritið 4. tbl. 1955, bls. 187.

Morgunblaðið 7. júlí 1985.

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1. janúar 1966, 123-126.

Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, (Þjóðminjasafn Íslands og JPV-útgáfa: Reykjavík 2005), bls. 93-94.

ÞÍ. Bps. AA/6. Vísitasía í Garpsdal 20. ágúst 1948, bls. 98.

Peter Nørgaard Larsen o.fl., Carl Bloch: Forført, (SMK: Kaupmannahöfn 2023), bls. 144.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir