Garpsdalskirkja er í Vestfjarðaprófastsdæmi.
Kirkju í Garpsdal er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Kirkjan var vígð 16. júlí 1935. Dr. Jón Helgason (1866-1942), biskup, vígði. Við vígsluna voru fermd nokkur ungmenni.
Til stóð að kirkjan yrði steinsteypt en það var erfiðleikum bundið að ná í steypuefni. Hún var því reist úr timbri samkvæmt teikningu húsameistara ríkisins, Einars Erlendssonar (1883-1968). Yfirsmiður kirkjunnar var Björn Jónsson frá Skógum (1903-1977). Sumarliði Guðmundsson (1906-1974), bóndi og smiður á Gróustöðum, kom einnig að smíðinni.
Kirkjan tekur allt að 100 manns í sæti. Á vígsludegi voru taldir út úr kirkjunni 205 fullorðnir og má því ætla að þröngt hafi verið setið.
Í kirkjunni er eftirmynd listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938), af verki Carls H. Bloch (1834-1890), Cristus Consolator, (Kristur huggar), frá 1875. Olía á striga. Stærð: 80 x 107 sm. Í vinstra horni stendur: BÞ Copi. Frummyndin er í Hörupskirkju í Hörup í Svíþjóð. Þess má geta að eldri altaristaflan var seld þegar kirkjan var endurnýjuð og er í einkaeigu. Talin vera eftir sr. Hjalta Þorsteinsson (1665-1754) í Vatnsfirði.
Gott orgel barst kirkjunni að gjöf nú í sumar.
Kirkjan á tvær kirkjuklukkur og á þeim stendur ANNO 1724. Á vef Kirkjuklukkna Íslands má heyra hljóm þeirra.
Rauður hökull er í eigu kirkjunnar, listasaumur kirkjulistakonunnar Unnar Ólafsdóttur, og var færður kirkjunni að gjöf 1955.
Garpsdalskirkja á gamlan róðukross sem er á suðurvegg. Hann er úr eik en hefur einhvern tíma verið málaður. Ljóst er að sá er skar myndina út var ekki mjög hagur því að hlutföllin í henni eru röng. „En myndin er samt gerð af nógu mikilli leikni til þess að verða talin allgott tréskurðarverk, og heildarsvipurinn er sterkur,“ sagði Matthías Þórðarson (1877-1961), þjóðminjavörður um hann. Krossinn gæti verið frá 16. eða 17. öld.
Heimildir
Kirkjuritið 4. tbl. 1955, bls. 187.
Morgunblaðið 7. júlí 1985.
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1. janúar 1966, 123-126.
Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, (Þjóðminjasafn Íslands og JPV-útgáfa: Reykjavík 2005), bls. 93-94.
ÞÍ. Bps. AA/6. Vísitasía í Garpsdal 20. ágúst 1948, bls. 98.
Peter Nørgaard Larsen o.fl., Carl Bloch: Forført, (SMK: Kaupmannahöfn 2023), bls. 144.
Garpsdalskirkja er í Vestfjarðaprófastsdæmi.
Kirkju í Garpsdal er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Kirkjan var vígð 16. júlí 1935. Dr. Jón Helgason (1866-1942), biskup, vígði. Við vígsluna voru fermd nokkur ungmenni.
Til stóð að kirkjan yrði steinsteypt en það var erfiðleikum bundið að ná í steypuefni. Hún var því reist úr timbri samkvæmt teikningu húsameistara ríkisins, Einars Erlendssonar (1883-1968). Yfirsmiður kirkjunnar var Björn Jónsson frá Skógum (1903-1977). Sumarliði Guðmundsson (1906-1974), bóndi og smiður á Gróustöðum, kom einnig að smíðinni.
Kirkjan tekur allt að 100 manns í sæti. Á vígsludegi voru taldir út úr kirkjunni 205 fullorðnir og má því ætla að þröngt hafi verið setið.
Í kirkjunni er eftirmynd listmálarans Brynjólfs Þórðarsonar (1896-1938), af verki Carls H. Bloch (1834-1890), Cristus Consolator, (Kristur huggar), frá 1875. Olía á striga. Stærð: 80 x 107 sm. Í vinstra horni stendur: BÞ Copi. Frummyndin er í Hörupskirkju í Hörup í Svíþjóð. Þess má geta að eldri altaristaflan var seld þegar kirkjan var endurnýjuð og er í einkaeigu. Talin vera eftir sr. Hjalta Þorsteinsson (1665-1754) í Vatnsfirði.
Gott orgel barst kirkjunni að gjöf nú í sumar.
Kirkjan á tvær kirkjuklukkur og á þeim stendur ANNO 1724. Á vef Kirkjuklukkna Íslands má heyra hljóm þeirra.
Rauður hökull er í eigu kirkjunnar, listasaumur kirkjulistakonunnar Unnar Ólafsdóttur, og var færður kirkjunni að gjöf 1955.
Garpsdalskirkja á gamlan róðukross sem er á suðurvegg. Hann er úr eik en hefur einhvern tíma verið málaður. Ljóst er að sá er skar myndina út var ekki mjög hagur því að hlutföllin í henni eru röng. „En myndin er samt gerð af nógu mikilli leikni til þess að verða talin allgott tréskurðarverk, og heildarsvipurinn er sterkur,“ sagði Matthías Þórðarson (1877-1961), þjóðminjavörður um hann. Krossinn gæti verið frá 16. eða 17. öld.
Heimildir
Kirkjuritið 4. tbl. 1955, bls. 187.
Morgunblaðið 7. júlí 1985.
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1. janúar 1966, 123-126.
Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld, (Þjóðminjasafn Íslands og JPV-útgáfa: Reykjavík 2005), bls. 93-94.
ÞÍ. Bps. AA/6. Vísitasía í Garpsdal 20. ágúst 1948, bls. 98.
Peter Nørgaard Larsen o.fl., Carl Bloch: Forført, (SMK: Kaupmannahöfn 2023), bls. 144.