Grafarvogskirkja er í Grafarvogsprestakalli í Reykjavík. Arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson, teiknuðu hana.

Kirkjan tekur hátt í þrjú hundruð manns í sæti.

Hinn stóri steindi gluggi yfir altarinu er altaristafla kirkjunnar. Leifur Breiðfjörð gerði gluggann.

Glugginn er gjöf ríkisstjórnarinnar og er tileinkaður æsku landsins. Grafarvogsprestakall var á vígsluárinu barnfjölmennasta hverfi landsins.

Glerlistaverkið sýnir kristnitökuna á Alþingi árið 1000 en kirkjan var einmitt vígð af sr. Karli Sigurbjörnssyni, biskupi, á þúsund ára kristnitökuafmælinu þann 18. júní 2000.

Útlit kirkjunnar er óneitanlega sérstakt og nýstárlegt -já, frumlegt og nútímalegt.

Í því er að finna táknmyndir, sjö eru þökin á hliðarálmum kirkjunnar eins og dagarnir sjö í sköpunarsögu Biblíunnar. Þakið sjálft er hinn heilagi vegur (via sacra). Séð að ofan er kirkjan fisklaga en fiskur er elsta tákn kristninnar. Þá má nefna steinflísarnar á veggjum kirkjuskipsins sem vísa til hinna lifandi steina í andlegu húsi eins og getið er um í 1. Pétursbréfi 2.5. Margar fleiri tilvísanir má finna en þær sem hér eru nefndar.

Rými kirkjunnar er afar opið og sveigjanlegt.

Skírnarfontur í miðju kirkjuskipi

Altaristaflan er eftir Leif Breiðfjörð

Skírnarfontur við kórdyr

Í kór eru fallegir stólar úr birki – með krossmarki á efstu brún

Bekkir eru tilkomumiklir – úr birki

Loftið er í mjúkum bylgjum sem kallast á við hvöss horn byggingarinnar – loftið hækkar eftir því sem nær dregur altarinu

Í kirkjunni er lítil bænakapella

Grafarvogskirka er mjög hagkvæm og rýmið sveigjanlegt – í hliðarskipi er hægt að koma upp veislu eins og erfidrykkju, skírnarveislu o.s.frv.

Kirkjan er afar breytileg frá ýmsum sjónarhornum – eins og skúlptúr

Klukknaportið – þrjár klukkur hljóma þar helgum dögum

Enn eitt sjónarhornið

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Grafarvogskirkja er í Grafarvogsprestakalli í Reykjavík. Arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson, teiknuðu hana.

Kirkjan tekur hátt í þrjú hundruð manns í sæti.

Hinn stóri steindi gluggi yfir altarinu er altaristafla kirkjunnar. Leifur Breiðfjörð gerði gluggann.

Glugginn er gjöf ríkisstjórnarinnar og er tileinkaður æsku landsins. Grafarvogsprestakall var á vígsluárinu barnfjölmennasta hverfi landsins.

Glerlistaverkið sýnir kristnitökuna á Alþingi árið 1000 en kirkjan var einmitt vígð af sr. Karli Sigurbjörnssyni, biskupi, á þúsund ára kristnitökuafmælinu þann 18. júní 2000.

Útlit kirkjunnar er óneitanlega sérstakt og nýstárlegt -já, frumlegt og nútímalegt.

Í því er að finna táknmyndir, sjö eru þökin á hliðarálmum kirkjunnar eins og dagarnir sjö í sköpunarsögu Biblíunnar. Þakið sjálft er hinn heilagi vegur (via sacra). Séð að ofan er kirkjan fisklaga en fiskur er elsta tákn kristninnar. Þá má nefna steinflísarnar á veggjum kirkjuskipsins sem vísa til hinna lifandi steina í andlegu húsi eins og getið er um í 1. Pétursbréfi 2.5. Margar fleiri tilvísanir má finna en þær sem hér eru nefndar.

Rými kirkjunnar er afar opið og sveigjanlegt.

Skírnarfontur í miðju kirkjuskipi

Altaristaflan er eftir Leif Breiðfjörð

Skírnarfontur við kórdyr

Í kór eru fallegir stólar úr birki – með krossmarki á efstu brún

Bekkir eru tilkomumiklir – úr birki

Loftið er í mjúkum bylgjum sem kallast á við hvöss horn byggingarinnar – loftið hækkar eftir því sem nær dregur altarinu

Í kirkjunni er lítil bænakapella

Grafarvogskirka er mjög hagkvæm og rýmið sveigjanlegt – í hliðarskipi er hægt að koma upp veislu eins og erfidrykkju, skírnarveislu o.s.frv.

Kirkjan er afar breytileg frá ýmsum sjónarhornum – eins og skúlptúr

Klukknaportið – þrjár klukkur hljóma þar helgum dögum

Enn eitt sjónarhornið

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir