Hjallakirkju í Kópavogi teiknaði Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt.

Fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin 1991.

Kirkjan var vígð 1993 og tekur hún 200-300 manns í sæti.

Skírnarfontur og prédikunarstóll eru líka eftir Hróbjart.

Gólf kirkjunnar er úr íslenskum grásteini. Safnaðarheimilið er áfast kirkjunni.

Orgel kirkjunnar smíðaði Björgvin Tómasson, og var það tekið í notkun árið 2001.

Dagsljósið fellur inn um stóra glugga ofan við kórinn sem og tólf aðra minni.

Hjallasókn varð til 1987 með því að Digranessókn var skipt. Árið 2020 sameinuðust Hjalla- og Digranesprestaköll í Digranes- og Hjallaprestakall. 

 

Altarið er stílhreint –  hægra megin er prédikunarstóllinn


Horft frá altari 


Skírnarfonturinn 


Kirkjan séð frá suðurhlið

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hjallakirkju í Kópavogi teiknaði Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt.

Fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin 1991.

Kirkjan var vígð 1993 og tekur hún 200-300 manns í sæti.

Skírnarfontur og prédikunarstóll eru líka eftir Hróbjart.

Gólf kirkjunnar er úr íslenskum grásteini. Safnaðarheimilið er áfast kirkjunni.

Orgel kirkjunnar smíðaði Björgvin Tómasson, og var það tekið í notkun árið 2001.

Dagsljósið fellur inn um stóra glugga ofan við kórinn sem og tólf aðra minni.

Hjallasókn varð til 1987 með því að Digranessókn var skipt. Árið 2020 sameinuðust Hjalla- og Digranesprestaköll í Digranes- og Hjallaprestakall. 

 

Altarið er stílhreint –  hægra megin er prédikunarstóllinn


Horft frá altari 


Skírnarfonturinn 


Kirkjan séð frá suðurhlið

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir