Hvanneyrarkirkja er í Reykholtsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Kirkjan er í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands og ríkisins.

Kirkju á Hvanneyri er getið í kirknaskrá Páls Jónssonar, biskups, frá því um 1200.

Það var Rögnvaldur Ólafsson (1847-1917) sem teiknaði núverandi kirkju á Hvanneyri. Hún var vígð 15. október 1905. Kirkjan er úr timbri og klædd bárujárni.

Kirkja var reist á Hvanneyri 1893 en hennar naut ekki lengi við þar sem hún fauk af grunni sínum 1902. Hún stóð á Kirkjuhól sunnan við kirkjugarðinn. Mestur hluti braksins úr kirkjunni hafnaði norð-vestan við kirkjugarðinn og var ákveðið að reisa nýja kirkju þar. Söfnuðurinn treysti sér ekki til að reisa kirkju og tók Suðuramtið það að sér.  Bændaskólinn fékk svo kirkjuna til eignar og varðveislu.

Altaristaflan er eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938) og kom hún í kirkjuna 1924. Hún er olíumálverk á striga og sýnir upprisu Krists – umhverfi og fjallasýn er íslenskt. Taflan var gerð að frumkvæði ungmennafélagsins. Umgjörðina teiknaði Rögnvaldur.

Gluggar eru í nýgotneskum stíl sem og umgjörðin um altaristöfluna.

Gréta (1908-1985) og Jón Björnsson (1903-1980) máluðu kirkjuna að innan og skreytti þau meðal annars prédikunarstól og altari á sjötta áratug síðustu aldar. Prédikunarstóllinn er úr gömlu kirkjunni. Hann er áttstrendur og með táknum guðspjallamannanna.

Tvo hökla á kirkjan eftir kirkjulistakonurnar Unni Ólafsdóttur (1897-1983) og Guðrúnu J. Vigfúsdóttur ((1921-2015).

Orgel Hvanneyrarkirkju er íslensk smíð eftir Björgvin Tómasson og kom í kirkjuna 1997.

Tvær klukkur í turni og eru frá miðri 19. öld.

Hvanneyrarkirkja er snoturt guðshús sem samsvarar sér afar vel.

Safnaðarheimili er steinsnar frá, í Skemmunni, sem er elsta húsið á Hvanneyri, frá 1896. Fallegt gamalt hús sem gert var upp og á sumrin er þar rekið lítið kaffihús.

Kirkjudyr – oddmjór gluggi í nýgotneskum stíl

Horft inn að altari – málaðir burðarbitar ramma rýmið inn og gera það tilkomumeira 

Fallegir oddbogalagaðir gluggar með mörgum smárúðum – og vatnsbláir bekkir

Altaristaflan er eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938) og kom í kirkjuna 1924 – frelsarinn í íslensku landslagi

Altarisklæðið og og hekluð altarisbrún 

Prédikunarstóllinn – skreytingar eftir Grétu og Jón Björnsson

Orgelið fögur íslensk smíð

Söngtaflan er skorin út af  Halldór Sigurðssyni (1923-1997), myndskera

Dimmblá hurð fyrir dyrum út í forkirkju

Gluggar eru þrír á hvorri hlið, hér sjást tveir þeirra 

Hvanneyrarkirkjan er reisuleg og prúð smíð í látleysi sínu 

Skemman var gerð upp af miklum myndarbrag

Safnaðarheimilið, Skemman, er myndarlegt

Grenitréð fer vel við kirkjuna og eflaust eru kveikt ljós á því um jólin

Heimildir:
Kirkjur Íslands, 13. bindi, Reykjavík, 2009, bls. 131-168.
Fyrsti íslenski arkitektinn, Rögnvaldur Ágúst Ólafsson, eftir Björn G. Björnsson, Reykjavík 2016, bls. 34-35.
Altarismyndin í Hvanneyrarkirkju, Bjarni Guðmundsson.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Hvanneyrarkirkja er í Reykholtsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Kirkjan er í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands og ríkisins.

Kirkju á Hvanneyri er getið í kirknaskrá Páls Jónssonar, biskups, frá því um 1200.

Það var Rögnvaldur Ólafsson (1847-1917) sem teiknaði núverandi kirkju á Hvanneyri. Hún var vígð 15. október 1905. Kirkjan er úr timbri og klædd bárujárni.

Kirkja var reist á Hvanneyri 1893 en hennar naut ekki lengi við þar sem hún fauk af grunni sínum 1902. Hún stóð á Kirkjuhól sunnan við kirkjugarðinn. Mestur hluti braksins úr kirkjunni hafnaði norð-vestan við kirkjugarðinn og var ákveðið að reisa nýja kirkju þar. Söfnuðurinn treysti sér ekki til að reisa kirkju og tók Suðuramtið það að sér.  Bændaskólinn fékk svo kirkjuna til eignar og varðveislu.

Altaristaflan er eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938) og kom hún í kirkjuna 1924. Hún er olíumálverk á striga og sýnir upprisu Krists – umhverfi og fjallasýn er íslenskt. Taflan var gerð að frumkvæði ungmennafélagsins. Umgjörðina teiknaði Rögnvaldur.

Gluggar eru í nýgotneskum stíl sem og umgjörðin um altaristöfluna.

Gréta (1908-1985) og Jón Björnsson (1903-1980) máluðu kirkjuna að innan og skreytti þau meðal annars prédikunarstól og altari á sjötta áratug síðustu aldar. Prédikunarstóllinn er úr gömlu kirkjunni. Hann er áttstrendur og með táknum guðspjallamannanna.

Tvo hökla á kirkjan eftir kirkjulistakonurnar Unni Ólafsdóttur (1897-1983) og Guðrúnu J. Vigfúsdóttur ((1921-2015).

Orgel Hvanneyrarkirkju er íslensk smíð eftir Björgvin Tómasson og kom í kirkjuna 1997.

Tvær klukkur í turni og eru frá miðri 19. öld.

Hvanneyrarkirkja er snoturt guðshús sem samsvarar sér afar vel.

Safnaðarheimili er steinsnar frá, í Skemmunni, sem er elsta húsið á Hvanneyri, frá 1896. Fallegt gamalt hús sem gert var upp og á sumrin er þar rekið lítið kaffihús.

Kirkjudyr – oddmjór gluggi í nýgotneskum stíl

Horft inn að altari – málaðir burðarbitar ramma rýmið inn og gera það tilkomumeira 

Fallegir oddbogalagaðir gluggar með mörgum smárúðum – og vatnsbláir bekkir

Altaristaflan er eftir Brynjólf Þórðarson (1896-1938) og kom í kirkjuna 1924 – frelsarinn í íslensku landslagi

Altarisklæðið og og hekluð altarisbrún 

Prédikunarstóllinn – skreytingar eftir Grétu og Jón Björnsson

Orgelið fögur íslensk smíð

Söngtaflan er skorin út af  Halldór Sigurðssyni (1923-1997), myndskera

Dimmblá hurð fyrir dyrum út í forkirkju

Gluggar eru þrír á hvorri hlið, hér sjást tveir þeirra 

Hvanneyrarkirkjan er reisuleg og prúð smíð í látleysi sínu 

Skemman var gerð upp af miklum myndarbrag

Safnaðarheimilið, Skemman, er myndarlegt

Grenitréð fer vel við kirkjuna og eflaust eru kveikt ljós á því um jólin

Heimildir:
Kirkjur Íslands, 13. bindi, Reykjavík, 2009, bls. 131-168.
Fyrsti íslenski arkitektinn, Rögnvaldur Ágúst Ólafsson, eftir Björn G. Björnsson, Reykjavík 2016, bls. 34-35.
Altarismyndin í Hvanneyrarkirkju, Bjarni Guðmundsson.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir