Hveragerðiskirkja er í Hveragerðisprestakalli í Suðurprófastsdæmi, Skálholtsumdæmi.
Hveragerðissókn var stofnuð 1962 en þá var Kotstrandarsókn skipt í tvennt.
Kirkjuna teiknaði Jörundur Pálsson (1913-1993), arkitekt við embætti Húsameistara ríkisins. Hún tekur á fjórða hundrað manns í sæti þegar opnað er inn í hliðarsal.
Hveragerðiskirkja var vígð 14. maí 1972 af sr. Sigurði Pálssyni (1901-1987), vígslubiskupi. Safnaðarheimili kirkjunnar var vígt ári áður af sr. Sigurbirni Einarssyni (1911-2008), biskupi Íslands.
Byggingameistari var Jón Guðmundsson (1911-2002). Auk iðnarmanna og verkamanna kom fjöldi sjálfboðaliða að byggingu kirkjunnar.
Altari kirkjunnar er úr slípuðu grágrýti. Skírnarfontur er stuðlabergsdrangi með ífelldri skírnarskál, unninn í steinsmiðju Sigurðar Helgasonar.
Steindur gluggi fyrir altari er eftir listakonuna Höllu Haraldsdóttur (f. 1934) og kom í kirkjuna 1985. Glugginn er 14 m á hæð og var unninn hjá þýska fyrirtækinu Dr. H. Oidtmann. Í glugganum má sjá mynd Krists, tákn jarðhita, gufu, blóm og gróður. Efst í glugganum er stjarna. Gluggar í safnaðarsal eru einnig eftir Höllu.
Tvær tréristur eftir listakonuna Þorgerði Sigurðardóttur (1945-2003), prýða norð-vestur vegg kirkjunnar. Þær eru úr myndröðinni „Krossar.“
Bænaljósastjaki við dyr er hannaður af Gunnsteini Gíslasyni (f. 1946) og kertastjakar í kór eru sömuleiðis hönnun hans.
Kirkjan á ýmsa góða gripi og er vel búin af messuklæðum.
Hveragerðiskirkja er rómuð fyrir afar góðan hljómburð.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is nema annars sé getið
Útidyr – vönduð kirkjuhurð og handvirkur opnari vinstra megin
Hveragerðiskirkja er sem skúlptúr – ný sjónarhorn sýna fallegar og óvæntar hliðar
Hveragerðiskirkja er í Hveragerðisprestakalli í Suðurprófastsdæmi, Skálholtsumdæmi.
Hveragerðissókn var stofnuð 1962 en þá var Kotstrandarsókn skipt í tvennt.
Kirkjuna teiknaði Jörundur Pálsson (1913-1993), arkitekt við embætti Húsameistara ríkisins. Hún tekur á fjórða hundrað manns í sæti þegar opnað er inn í hliðarsal.
Hveragerðiskirkja var vígð 14. maí 1972 af sr. Sigurði Pálssyni (1901-1987), vígslubiskupi. Safnaðarheimili kirkjunnar var vígt ári áður af sr. Sigurbirni Einarssyni (1911-2008), biskupi Íslands.
Byggingameistari var Jón Guðmundsson (1911-2002). Auk iðnarmanna og verkamanna kom fjöldi sjálfboðaliða að byggingu kirkjunnar.
Altari kirkjunnar er úr slípuðu grágrýti. Skírnarfontur er stuðlabergsdrangi með ífelldri skírnarskál, unninn í steinsmiðju Sigurðar Helgasonar.
Steindur gluggi fyrir altari er eftir listakonuna Höllu Haraldsdóttur (f. 1934) og kom í kirkjuna 1985. Glugginn er 14 m á hæð og var unninn hjá þýska fyrirtækinu Dr. H. Oidtmann. Í glugganum má sjá mynd Krists, tákn jarðhita, gufu, blóm og gróður. Efst í glugganum er stjarna. Gluggar í safnaðarsal eru einnig eftir Höllu.
Tvær tréristur eftir listakonuna Þorgerði Sigurðardóttur (1945-2003), prýða norð-vestur vegg kirkjunnar. Þær eru úr myndröðinni „Krossar.“
Bænaljósastjaki við dyr er hannaður af Gunnsteini Gíslasyni (f. 1946) og kertastjakar í kór eru sömuleiðis hönnun hans.
Kirkjan á ýmsa góða gripi og er vel búin af messuklæðum.
Hveragerðiskirkja er rómuð fyrir afar góðan hljómburð.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is nema annars sé getið
Útidyr – vönduð kirkjuhurð og handvirkur opnari vinstra megin
Hveragerðiskirkja er sem skúlptúr – ný sjónarhorn sýna fallegar og óvæntar hliðar