Keflavíkurkirkja var reist árið 1914 og vígð ári síðar þann 14. febrúar. Hún er í Keflavíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.

Rögnvaldur Ágúst Ólafsson (1874-1917), teiknaði kirkjuna og fékk sömuleiðis að ráða því hvar hún skyldi standa.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni frá því sem var í upphafi. Kór var byggður við og gluggum breytt – arktitektinn Ragnar Emilsson (1923-1990), sá um það. Þá var reist safnaðarheimilið Kirkjulundur sem umlykur kirkjuhúsið á fallegan hátt norðanmegin og vestan – það var blessað árið 2000. Arkitektar safnaðarheimilisins eru þau Elín Kjartansdóttir, Haraldur Örn Jónsson og Helga Benediktsdóttir. Þau unnu líka teikningar að nýju anddyri.

Fyrir nokkrum árum var kirkjan svo tekin í gegn að innan og færð til upprunalegs horfs.

Keflavíkurkirkja er einkar fagurt guðshús, bjart og hvítt, stílhreint og sterkt í einfaldleika sínum.

Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958), og stefið er Fjallræðan. Máluð 1916.

Nýtt orgel kom í kirkjuna í fyrra. Það er úr smiðju orgelsmiðsins Björgvins Tómassonar.

Sjá nánar um Keflavíkurkirkju: Björn G. Björnsson, Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans, R. 2016, bls. 152-154


Horft inn kirkjuna

Horft frá altari til sönglofts og orgelsins


Umgjörð altarisins er látlaus og sterk. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson


Altaristaflan


Jafnvægi á öllu innanstokks í kirkjunni


Orgelið er vönduð íslensk smíð eftir Björgvin Tómasson og samstarfsfólk hans


Gljándi orgelpípurnar

Skór organistans – flestir organistar eiga sérstaka skó sem aðeins eru notaðir þegar leikið er á fótspil orgelsins 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Keflavíkurkirkja var reist árið 1914 og vígð ári síðar þann 14. febrúar. Hún er í Keflavíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.

Rögnvaldur Ágúst Ólafsson (1874-1917), teiknaði kirkjuna og fékk sömuleiðis að ráða því hvar hún skyldi standa.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni frá því sem var í upphafi. Kór var byggður við og gluggum breytt – arktitektinn Ragnar Emilsson (1923-1990), sá um það. Þá var reist safnaðarheimilið Kirkjulundur sem umlykur kirkjuhúsið á fallegan hátt norðanmegin og vestan – það var blessað árið 2000. Arkitektar safnaðarheimilisins eru þau Elín Kjartansdóttir, Haraldur Örn Jónsson og Helga Benediktsdóttir. Þau unnu líka teikningar að nýju anddyri.

Fyrir nokkrum árum var kirkjan svo tekin í gegn að innan og færð til upprunalegs horfs.

Keflavíkurkirkja er einkar fagurt guðshús, bjart og hvítt, stílhreint og sterkt í einfaldleika sínum.

Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958), og stefið er Fjallræðan. Máluð 1916.

Nýtt orgel kom í kirkjuna í fyrra. Það er úr smiðju orgelsmiðsins Björgvins Tómassonar.

Sjá nánar um Keflavíkurkirkju: Björn G. Björnsson, Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans, R. 2016, bls. 152-154


Horft inn kirkjuna

Horft frá altari til sönglofts og orgelsins


Umgjörð altarisins er látlaus og sterk. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson


Altaristaflan


Jafnvægi á öllu innanstokks í kirkjunni


Orgelið er vönduð íslensk smíð eftir Björgvin Tómasson og samstarfsfólk hans


Gljándi orgelpípurnar

Skór organistans – flestir organistar eiga sérstaka skó sem aðeins eru notaðir þegar leikið er á fótspil orgelsins 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir