Keldnakirkja er í Keldnasókn, Oddaprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkju á Keldum er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Sonur Sæmundar fróða Sigfússonar (1056-1133) í Odda, Jón Loftsson (1124-1197), lét reisa timburkirkju á Keldum.

Keldnakirkja var byggð 1875 og var það Guðmundur Brynjólfsson (1794–1883), bóndi, sem gekkst fyrir því. Hönnuðir kirkjunnar voru forsmiðirnir Halldór Björnsson (1830-1877) frá Felli í Mýrdal og Kjartan Ólafsson (1832-1900) á Þúfu í Vestur-Landeyjum. Kirkjan er smíðuð úr rauðaviði og er bárujárnsklædd. Hjörtur Oddsson (1845-1921), bóndi í Eystri-Kirkjubæ, smíðaði nýja söngtöflu og málaði kirkjuna að innan.

Kirkjan tekur um 100 manns í sæti.

Keldnakirkja er búin góðum gripum og mörgum gömlum. Þar má nefna gamlan kaleik en fótur hans mun vera frá 15. öld og koparstjaka frá 17. öld . Einnig á hún þrjár klukkur og eru tvær þeirra frá 16. öld og ein frá 17. öld.

Gréta (1908-1985) og Jón Björnsson (1903-1980) skrautmáluðu kirkjuna að innan 1956-1957.

Keldnakirkja var bændakirkja þar til 1947 en þá tók söfnuðurinn við henni.

Horft inn kirkju og að altari – sitt hvoru megin við altaristöfluna eru trélíkneskjur af Maríu mey með Jesúbarni og Jósef, hluti af altarisbrík frá kaþólskri tíð   

Horft frá altari og til forkirkju

Altarismynd eftir danska listmálarann Anton Dorph (1831-1914), var yfir altarinu frá 1877-1957; máluð á striga 1876 og er á vesturgafli. Efni: Kristur hjá Mörtu og Maríu

Kirkjulugt úr tré frá 1821

Altaristafla eftir Ámunda Jónsson (1738-1805), gerð 1792. Mynd: Ívar Brynjólfsson

Málaðar trélíkneskjur af Maríu mey með Jesúbarnið og Jósef, hluti af altarisbrík frá kaþólskri tíð, eru sitt hvoru megin við altaristöfluna – hæð 85 cm

Skreyting í lofti, hið alsjáandi auga Guðs, Gréta og Jón Björnsson skrautmáluðu 

Gréta og Jón Björnsson sáu um að mála skreytingarnar – dúfan, tákn heilags anda

Skrautleg motta við altarið

Harmóníum, hökull og söngtaflan sem er frá 1875

Heimreiðin að kirkjunni liggur fram hjá gamla bænum sem er í umsjón Þjóðminjasafns Íslands

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Keldnakirkja er í Keldnasókn, Oddaprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkju á Keldum er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Sonur Sæmundar fróða Sigfússonar (1056-1133) í Odda, Jón Loftsson (1124-1197), lét reisa timburkirkju á Keldum.

Keldnakirkja var byggð 1875 og var það Guðmundur Brynjólfsson (1794–1883), bóndi, sem gekkst fyrir því. Hönnuðir kirkjunnar voru forsmiðirnir Halldór Björnsson (1830-1877) frá Felli í Mýrdal og Kjartan Ólafsson (1832-1900) á Þúfu í Vestur-Landeyjum. Kirkjan er smíðuð úr rauðaviði og er bárujárnsklædd. Hjörtur Oddsson (1845-1921), bóndi í Eystri-Kirkjubæ, smíðaði nýja söngtöflu og málaði kirkjuna að innan.

Kirkjan tekur um 100 manns í sæti.

Keldnakirkja er búin góðum gripum og mörgum gömlum. Þar má nefna gamlan kaleik en fótur hans mun vera frá 15. öld og koparstjaka frá 17. öld . Einnig á hún þrjár klukkur og eru tvær þeirra frá 16. öld og ein frá 17. öld.

Gréta (1908-1985) og Jón Björnsson (1903-1980) skrautmáluðu kirkjuna að innan 1956-1957.

Keldnakirkja var bændakirkja þar til 1947 en þá tók söfnuðurinn við henni.

Horft inn kirkju og að altari – sitt hvoru megin við altaristöfluna eru trélíkneskjur af Maríu mey með Jesúbarni og Jósef, hluti af altarisbrík frá kaþólskri tíð   

Horft frá altari og til forkirkju

Altarismynd eftir danska listmálarann Anton Dorph (1831-1914), var yfir altarinu frá 1877-1957; máluð á striga 1876 og er á vesturgafli. Efni: Kristur hjá Mörtu og Maríu

Kirkjulugt úr tré frá 1821

Altaristafla eftir Ámunda Jónsson (1738-1805), gerð 1792. Mynd: Ívar Brynjólfsson

Málaðar trélíkneskjur af Maríu mey með Jesúbarnið og Jósef, hluti af altarisbrík frá kaþólskri tíð, eru sitt hvoru megin við altaristöfluna – hæð 85 cm

Skreyting í lofti, hið alsjáandi auga Guðs, Gréta og Jón Björnsson skrautmáluðu 

Gréta og Jón Björnsson sáu um að mála skreytingarnar – dúfan, tákn heilags anda

Skrautleg motta við altarið

Harmóníum, hökull og söngtaflan sem er frá 1875

Heimreiðin að kirkjunni liggur fram hjá gamla bænum sem er í umsjón Þjóðminjasafns Íslands

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir