Kirkjubæjarkirkja er í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði, í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi. Kirkjan var vígð á jóladag 1851. Hún stendur í kirkjugarðinum í gamla bæjarstæðinu.

Kirkjan er með stærri timburkirkjum frá miðri 19. öld og með merkustu húsum Austurlands. Prestur sat á Kirkjubæ til 1956 en prestssetrið var lagt formlega niður 1970.

Kirkubæjarkirkja var færð í sem næst upprunalegast horf árið 1980 og stóðu þær framkvæmdir allt til 1992. Þær voru á vegum Þjóðminjasafnsins og komu þar einkum við sögu Hörður Ágústsson og Þór Magnússon.

Prédikunarstóll Kirkjubæjarkirkju er líklegast frá 16. öld, danskur, og mikil gersemi. Á honum eru myndir af postulunum Páli og Pétri, Lúkasi guðspjallamanni og Davíð konungi. Einnig prýða stólinn myndir af gefendum stólsins, sem voru dönsku konungshjónin þau Friðrik II (d. 1588) og Soffía (d. 1631).

Altaristaflan er eftir danska málarinn Anker Lund og er frá 1894: Kristur upprisinn birtist Maríu Magdalenu við gröfina.

Kirkjan er friðuð frá 1990.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjubæjarkirkja er í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði, í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi. Kirkjan var vígð á jóladag 1851. Hún stendur í kirkjugarðinum í gamla bæjarstæðinu.

Kirkjan er með stærri timburkirkjum frá miðri 19. öld og með merkustu húsum Austurlands. Prestur sat á Kirkjubæ til 1956 en prestssetrið var lagt formlega niður 1970.

Kirkubæjarkirkja var færð í sem næst upprunalegast horf árið 1980 og stóðu þær framkvæmdir allt til 1992. Þær voru á vegum Þjóðminjasafnsins og komu þar einkum við sögu Hörður Ágústsson og Þór Magnússon.

Prédikunarstóll Kirkjubæjarkirkju er líklegast frá 16. öld, danskur, og mikil gersemi. Á honum eru myndir af postulunum Páli og Pétri, Lúkasi guðspjallamanni og Davíð konungi. Einnig prýða stólinn myndir af gefendum stólsins, sem voru dönsku konungshjónin þau Friðrik II (d. 1588) og Soffía (d. 1631).

Altaristaflan er eftir danska málarinn Anker Lund og er frá 1894: Kristur upprisinn birtist Maríu Magdalenu við gröfina.

Kirkjan er friðuð frá 1990.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir