Kirkjuvogskirkja er í Njarðvíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Talið er að kirkja hafi verið í Kirkjuvogi allt frá 14. öld.
Kirkjan var reist úr timbri á árunum 1860-1861 og hönnuður hennar var Sigurður Ólafsson (1824-1906), forsmiður í Merkinesi, Höfnum. Fimm árum síðar var forkirkja og kór reist.
Kirkjuvogskirkja var vígð 26. nóvember 1861. Hún tekur um 70 manns í sæti.
Höfundur altaristöflunnar er Sigurður Guðmundsson ((1833-1874), málari, og er hún eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík sem danski listmálarinn G. T. Wegener (1817-1877) gerði.
Kaleikur kirkjunnar og patína eru frá 1861 og eru íslensk smíð eftir Ásbjörn Jacobsen (1813-1879).
Kirkjan er vel búin messuklæðum.
Prédikunarstóll er frá 1874.
Í kirkjunni eru tvær klukkur jafnstórar og á annarri er áralið 1864.
Kirkjuvogskirkja er elsta húsið í Reykjanesbæ.
Horft inn að altari frá forkirkju
Altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1874) málara og er frá 1865 – hún er eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík – ramminn er veglegur og er úr furu. Altarisdúkinn með heklaðri brún gerðu þær Frúgit Thoroddsen (1938-2014) og Bogga Sigfúsdóttir (1937-2024) – bjuggu báðir í Höfnum
Sjöarma kertastjaki á altarinu er úr eik og gerður af Marteini Guðmundssyni (1905-1952) myndskera og myndhöggvara frá Merkinesi í Höfnum
Málað altari og fallega hekluð altarisbrún
Prédikunarstóll kirkjunnar – frá 1874
Söngtaflan er frá 1942
Veglegur ljósahjálmur frá fyrri hluta síðustu aldar
Orgel kirkjunnar
Vandaðir og veglegir bekkir
Kirkjuturninn – ártalið er á veðurvitanum ásamt fangamarki þess er stóð fyrir byggingu Kirkjuvogskirkju, Vilhjálms Kristjáns Hákonarsonar (1812-1871), W Ch H
Einkar fallegt guðshús og vel um hirt
Kirkjuvogskirkja er í Njarðvíkurprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Talið er að kirkja hafi verið í Kirkjuvogi allt frá 14. öld.
Kirkjan var reist úr timbri á árunum 1860-1861 og hönnuður hennar var Sigurður Ólafsson (1824-1906), forsmiður í Merkinesi, Höfnum. Fimm árum síðar var forkirkja og kór reist.
Kirkjuvogskirkja var vígð 26. nóvember 1861. Hún tekur um 70 manns í sæti.
Höfundur altaristöflunnar er Sigurður Guðmundsson ((1833-1874), málari, og er hún eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík sem danski listmálarinn G. T. Wegener (1817-1877) gerði.
Kaleikur kirkjunnar og patína eru frá 1861 og eru íslensk smíð eftir Ásbjörn Jacobsen (1813-1879).
Kirkjan er vel búin messuklæðum.
Prédikunarstóll er frá 1874.
Í kirkjunni eru tvær klukkur jafnstórar og á annarri er áralið 1864.
Kirkjuvogskirkja er elsta húsið í Reykjanesbæ.
Horft inn að altari frá forkirkju
Altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1874) málara og er frá 1865 – hún er eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík – ramminn er veglegur og er úr furu. Altarisdúkinn með heklaðri brún gerðu þær Frúgit Thoroddsen (1938-2014) og Bogga Sigfúsdóttir (1937-2024) – bjuggu báðir í Höfnum
Sjöarma kertastjaki á altarinu er úr eik og gerður af Marteini Guðmundssyni (1905-1952) myndskera og myndhöggvara frá Merkinesi í Höfnum
Málað altari og fallega hekluð altarisbrún
Prédikunarstóll kirkjunnar – frá 1874
Söngtaflan er frá 1942
Veglegur ljósahjálmur frá fyrri hluta síðustu aldar
Orgel kirkjunnar
Vandaðir og veglegir bekkir
Kirkjuturninn – ártalið er á veðurvitanum ásamt fangamarki þess er stóð fyrir byggingu Kirkjuvogskirkju, Vilhjálms Kristjáns Hákonarsonar (1812-1871), W Ch H
Einkar fallegt guðshús og vel um hirt