Lágafellskirkja er í Mosfellsprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Kirkjan var vígð 24. febrúar 1889.
Lágafellskirkja var byggð á árunum 1888-1889 en þar hafði kirkja ekki staðið áður. Forsmiður kirkjunnar var Hjörtur Hjartarson (1857-1918).
Nýr kirkjuturn var settur á Lágafellskirkju 1931 og ýmsar endurbætur gerðar henni til góða. Biskupinn yfir Íslandi, Jón Helgason (1866-1942) vígði kirkjuna við það tilefni. Árið 1955-1956 var hún lengd og skrúðhús reist við hana og kirkjan aftur endurvígð af biskupi Íslands, Ásmundi Guðmundssyni (1888-1969). Árið 1989 var skrúðhúsið stækkað.
Altaristaflan er eftirmynd sem Sigurður Guðmundsson (1833-1874) málari gerði eftir altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík sem er verk danska listamannsins G. T. Wegener (1817-1877). Taflan er frá 1873 og var áður í Mosfellskirkju.
Skírnarsárinn er eftir listamanninn Guðmund Einarsson (1895-1963) frá Miðdal og kom í kirkjuna 1956.
Altarisklæðið er frá 1979 og er úr plussi ásamt ýmsum skreytingaefnum. Höfundur þess er listakonan Unnur Ólafsdóttir (1897-1883); klæðið er rautt og með krossi. Altarisbrún og dúkar á altari eru eftir Hólmfríði Ágústsdóttur (1927-2007).
Pípuorgel kirkjunnar gerði Björgvin Tómasson orgelsmiður og var það vígt 1992. Orgelið er 14 radda.
Kirkjan er búin ágætum messuklæðum og góðum gripum og voru sumir þeirra í Mosfellskirkju hinni eldri.
Tvær klukkur eru í turni kirkjunnar. Sú stærri er frá 1791 og hin minni frá 1838.

Horft inn í kirkju til altaris

Horft frá altari og til forkirkju

Altarið – altaristaflan eftirmynd Dómkirkjutöflunnar – verk Sigurðar málara Guðmundssonar

Skírnarsárinn

Prédikunarstóllinn er skreyttur táknmyndum og blómskrauti, verk Magnúsar Ingvarssonar

Bænaljós

Litaðir gluggar sunnan megin í kór

Gluggar í kirkjuhurð fram í forkirkju

Altarisbrún og altarisklæði

Söfnunarbaukur á vegg við útgöngudyr

Númerastokkur fyrir sálmatöflu

Lágafellskirkja er myndarlegt guðshús í fallegu umhverfi
Lágafellskirkja er í Mosfellsprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Kirkjan var vígð 24. febrúar 1889.
Lágafellskirkja var byggð á árunum 1888-1889 en þar hafði kirkja ekki staðið áður. Forsmiður kirkjunnar var Hjörtur Hjartarson (1857-1918).
Nýr kirkjuturn var settur á Lágafellskirkju 1931 og ýmsar endurbætur gerðar henni til góða. Biskupinn yfir Íslandi, Jón Helgason (1866-1942) vígði kirkjuna við það tilefni. Árið 1955-1956 var hún lengd og skrúðhús reist við hana og kirkjan aftur endurvígð af biskupi Íslands, Ásmundi Guðmundssyni (1888-1969). Árið 1989 var skrúðhúsið stækkað.
Altaristaflan er eftirmynd sem Sigurður Guðmundsson (1833-1874) málari gerði eftir altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík sem er verk danska listamannsins G. T. Wegener (1817-1877). Taflan er frá 1873 og var áður í Mosfellskirkju.
Skírnarsárinn er eftir listamanninn Guðmund Einarsson (1895-1963) frá Miðdal og kom í kirkjuna 1956.
Altarisklæðið er frá 1979 og er úr plussi ásamt ýmsum skreytingaefnum. Höfundur þess er listakonan Unnur Ólafsdóttir (1897-1883); klæðið er rautt og með krossi. Altarisbrún og dúkar á altari eru eftir Hólmfríði Ágústsdóttur (1927-2007).
Pípuorgel kirkjunnar gerði Björgvin Tómasson orgelsmiður og var það vígt 1992. Orgelið er 14 radda.
Kirkjan er búin ágætum messuklæðum og góðum gripum og voru sumir þeirra í Mosfellskirkju hinni eldri.
Tvær klukkur eru í turni kirkjunnar. Sú stærri er frá 1791 og hin minni frá 1838.

Horft inn í kirkju til altaris

Horft frá altari og til forkirkju

Altarið – altaristaflan eftirmynd Dómkirkjutöflunnar – verk Sigurðar málara Guðmundssonar

Skírnarsárinn

Prédikunarstóllinn er skreyttur táknmyndum og blómskrauti, verk Magnúsar Ingvarssonar

Bænaljós

Litaðir gluggar sunnan megin í kór

Gluggar í kirkjuhurð fram í forkirkju

Altarisbrún og altarisklæði

Söfnunarbaukur á vegg við útgöngudyr

Númerastokkur fyrir sálmatöflu

Lágafellskirkja er myndarlegt guðshús í fallegu umhverfi