Langholtssöfnuður var settur á laggirnar 1952 og frá stofnun hans var messað í Hálogalandsbragganum og í Laugarneskirkju þar til fyrsti áfangi nýrrar kirkju- og safnaðarheimilisbyggingar reis. Langholtssókn hafði áður verið hluti af Laugarnessókn.

Fyrsta skóflustungan að Langholtskirkju var tekin í septembermánuði 1956 við Sólheima á Hálogalandssvæðinu. Það gerði sr. Árelíus Níelsson, fyrsti prestur safnaðarins. Byggja átti safnaðarheimili og kirkju. Þetta voru ákveðin tímamót því að í fyrsta sinn var reist safnaðarheimili hér á landi. Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, teiknaði.

Húsið var byggt í áföngum.

Guðsþjónustur voru snemma hafðar þar um hönd á sjötta áratugnum þótt enn væri moldargólf – í minni salnum var fyrst messað 1959. Síðan var stærri salurinn tekinn í notkun sem kirkja árið 1961. Sjálf kirkjan var svo vígð 16. september 1984.

Í kirkjunni er glæsilegt barokkorgel sem vígt var 1999.

Þá prýða kirkjuna steindir gluggar eftir Sigríði Ásgeirsdóttur, glerlistakonu.

Langholtssókn er nú hluti af Laugardalsprestakalli.


Horft fram kirkju, fagrir steindir gluggar og glæsilegt orgel

 

Kross og skírnarsár í forkirkju 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Langholtssöfnuður var settur á laggirnar 1952 og frá stofnun hans var messað í Hálogalandsbragganum og í Laugarneskirkju þar til fyrsti áfangi nýrrar kirkju- og safnaðarheimilisbyggingar reis. Langholtssókn hafði áður verið hluti af Laugarnessókn.

Fyrsta skóflustungan að Langholtskirkju var tekin í septembermánuði 1956 við Sólheima á Hálogalandssvæðinu. Það gerði sr. Árelíus Níelsson, fyrsti prestur safnaðarins. Byggja átti safnaðarheimili og kirkju. Þetta voru ákveðin tímamót því að í fyrsta sinn var reist safnaðarheimili hér á landi. Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, teiknaði.

Húsið var byggt í áföngum.

Guðsþjónustur voru snemma hafðar þar um hönd á sjötta áratugnum þótt enn væri moldargólf – í minni salnum var fyrst messað 1959. Síðan var stærri salurinn tekinn í notkun sem kirkja árið 1961. Sjálf kirkjan var svo vígð 16. september 1984.

Í kirkjunni er glæsilegt barokkorgel sem vígt var 1999.

Þá prýða kirkjuna steindir gluggar eftir Sigríði Ásgeirsdóttur, glerlistakonu.

Langholtssókn er nú hluti af Laugardalsprestakalli.


Horft fram kirkju, fagrir steindir gluggar og glæsilegt orgel

 

Kross og skírnarsár í forkirkju 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir