Mælifellskirkja er í Lýtingsstaðahreppi í Mælifellssókn í Skagafjarðarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, Hólaumdæmi.
Sennilega hefur kirkja staðið á Mælifelli frá því snemma í kristni hér á landi.
Guðjón Samúelsson (1887-1959), húsameistari ríkisins, teiknaði kirkjuna í janúar 1924. Kirkjan var stytt um tvö gluggabil miðað við teikningu Guðjóns. Yfirsmiður var Ólafur Kristjánsson (1884-1958), frá Ábæ.
Mælifellskirka var vígð 7. júní 1925 af sr. Hálfdáni Guðjónssyni (1863-1937), prófasti á Sauðárkróki, síðar vígslubiskupi á Hólum.
Kirkjan tekur 60 manns í sæti.
Kirkjan á marga góða gripi.
Altaristaflan er máluð af dr. Magnúsi Jónssyni (1887 – 1958), guðfræðiprófessor og ráðherra.
Dúkur á brún altaris er heklaður og gefinn af Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran (1920-1991) árið 1972. Í munstri hans má sjá kross og kaleik sem og latnensku skammtöfunina IHS (Jesus Hominum Salvator: Jesús frelsari mannanna). Fjórar sóknarkonur saumuðu altarisklæðið 1977.
Prédikunarstóllinn er smíðaður af fyrrnefndum Ólafi Kristjánssyni – guðspjallamennirnir fjórir prýða hann og eru þær myndir málaðar af Hauki Stefánssyni (1901-1953), listmálara á Akureyri. Hann málaði líka munstrið á kórboganum.
Í kirkjunni er látlaus söngtafla smíðuð af Jóhanni Guðmundssyni (1924-2020) frá Stapa.
Fyrrum sóknarprestur á Mælifelli, sr. Ólafur Þór Hallgrímsson, tók saman greinagóðar upplýsingar um kirkjuna sem liggja frammi í henni.

„Vakta þinn fót, nær þú gengur til Guðs húss,“ stendur á þessari gömlu fjöl sem er yfir dyrum í forkirkju. Tilvitnunin er sótt í Prédikara Gamla testamentisins, 5. kafla Guðbrandsbiblíuþýðingarinnar, (4.17 í nýrri þýð.) Um uppruna þessarar fjalar er ekki vitað

Horft inn kirkju

Altaristaflan er mikil kirkjuprýði

Dúkur á brún altaris er heklaður og gefinn af Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran árið 1972. Í munstri hans má sjá kross og kaleik sem og latnensku skammtöfunina IHS (Jesus Hominum Salvator: Jesús frelsari mannanna). Fjórar sóknarkonur saumuðu altarisklæðið 1977

Altarisbrúnin

Söngtafla, prédikunarstóll með myndum af guðspjallamönnunum fjórum – litað gler er í gluggum

Mynd yfir kirkjudyrum eftir dr. Magnús Jónsson – ummyndun Jesú (Markúsarguðspjall 9.2-3)

Hurð fyrir dyrum sönglofts en það var síðan tekið niður

Falleg og látlaus söngtafla

Einkar fallegt guðshús og hlýlegt

Mælifellskirkja að sumarlagi – mynd eftir listmálarann Guðráð B. Jóhannsson frá 2020
Mælifellskirkja er í Lýtingsstaðahreppi í Mælifellssókn í Skagafjarðarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, Hólaumdæmi.
Sennilega hefur kirkja staðið á Mælifelli frá því snemma í kristni hér á landi.
Guðjón Samúelsson (1887-1959), húsameistari ríkisins, teiknaði kirkjuna í janúar 1924. Kirkjan var stytt um tvö gluggabil miðað við teikningu Guðjóns. Yfirsmiður var Ólafur Kristjánsson (1884-1958), frá Ábæ.
Mælifellskirka var vígð 7. júní 1925 af sr. Hálfdáni Guðjónssyni (1863-1937), prófasti á Sauðárkróki, síðar vígslubiskupi á Hólum.
Kirkjan tekur 60 manns í sæti.
Kirkjan á marga góða gripi.
Altaristaflan er máluð af dr. Magnúsi Jónssyni (1887 – 1958), guðfræðiprófessor og ráðherra.
Dúkur á brún altaris er heklaður og gefinn af Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran (1920-1991) árið 1972. Í munstri hans má sjá kross og kaleik sem og latnensku skammtöfunina IHS (Jesus Hominum Salvator: Jesús frelsari mannanna). Fjórar sóknarkonur saumuðu altarisklæðið 1977.
Prédikunarstóllinn er smíðaður af fyrrnefndum Ólafi Kristjánssyni – guðspjallamennirnir fjórir prýða hann og eru þær myndir málaðar af Hauki Stefánssyni (1901-1953), listmálara á Akureyri. Hann málaði líka munstrið á kórboganum.
Í kirkjunni er látlaus söngtafla smíðuð af Jóhanni Guðmundssyni (1924-2020) frá Stapa.
Fyrrum sóknarprestur á Mælifelli, sr. Ólafur Þór Hallgrímsson, tók saman greinagóðar upplýsingar um kirkjuna sem liggja frammi í henni.

„Vakta þinn fót, nær þú gengur til Guðs húss,“ stendur á þessari gömlu fjöl sem er yfir dyrum í forkirkju. Tilvitnunin er sótt í Prédikara Gamla testamentisins, 5. kafla Guðbrandsbiblíuþýðingarinnar, (4.17 í nýrri þýð.) Um uppruna þessarar fjalar er ekki vitað

Horft inn kirkju

Altaristaflan er mikil kirkjuprýði

Dúkur á brún altaris er heklaður og gefinn af Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran árið 1972. Í munstri hans má sjá kross og kaleik sem og latnensku skammtöfunina IHS (Jesus Hominum Salvator: Jesús frelsari mannanna). Fjórar sóknarkonur saumuðu altarisklæðið 1977

Altarisbrúnin

Söngtafla, prédikunarstóll með myndum af guðspjallamönnunum fjórum – litað gler er í gluggum

Mynd yfir kirkjudyrum eftir dr. Magnús Jónsson – ummyndun Jesú (Markúsarguðspjall 9.2-3)

Hurð fyrir dyrum sönglofts en það var síðan tekið niður

Falleg og látlaus söngtafla

Einkar fallegt guðshús og hlýlegt

Mælifellskirkja að sumarlagi – mynd eftir listmálarann Guðráð B. Jóhannsson frá 2020