Minningarkapellan á Kirkjubæjarklaustri var vígð 17. júní 1974 en þá var rúm öld liðin frá því að kirkja var tekin ofan á staðnum. Kirkja hafði verið frá landnámi á Kirkjubæjarklaustri en þar sem sandur var að eyða staðnum var tekin ákvörðun um að reisa kirkju á Prestsbakka 1859. Tóftir gömlu kirkjunnar sjást enn vel í kirkjugarðinum.

Kapellan er reist til minningar um eldklerkinn sr. Jón Steingrímsson (1728-1791). Frægastur er hann fyrir eldmessu sína hinn 20. júlí 1783 í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri en sagan segir að vegna hennar hafi hraunstraumur Skaftárelda stöðvast við hana.

Sjálfsævisaga sr. Jóns kom fyrst út 1913. Hún er ekki aðeins stórmerk heimild um hann sjálfan heldur og samfélag 18. aldar sem og samfélagsleg áhrif Móðuharðindanna.

Safnað var fyrir byggingu kapellunnar og gekk söfnunin mjög vel anda mikill áhugi fyrir verkinu. Skaftfellskir bændur gáfu til að mynda eitt lamb á hverju hausti í sex ár í söfnunina.

Arkitektar kirkjunnar voru þeir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir.

Sr. Jón Steingrímsson segir svo frá í ævisögu sinni um eldmessudaginn:


Æfisaga Jóns prófasts Steingrímssonar, eftir sjálfan hann, R. 1913, bls. 177

Kross með þaki í kirkjugarðinum á Kirkjubæjarklaustri á þeim stað þar sem eldmessan var haldin 20. júlí 1783

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Minningarkapellan á Kirkjubæjarklaustri var vígð 17. júní 1974 en þá var rúm öld liðin frá því að kirkja var tekin ofan á staðnum. Kirkja hafði verið frá landnámi á Kirkjubæjarklaustri en þar sem sandur var að eyða staðnum var tekin ákvörðun um að reisa kirkju á Prestsbakka 1859. Tóftir gömlu kirkjunnar sjást enn vel í kirkjugarðinum.

Kapellan er reist til minningar um eldklerkinn sr. Jón Steingrímsson (1728-1791). Frægastur er hann fyrir eldmessu sína hinn 20. júlí 1783 í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri en sagan segir að vegna hennar hafi hraunstraumur Skaftárelda stöðvast við hana.

Sjálfsævisaga sr. Jóns kom fyrst út 1913. Hún er ekki aðeins stórmerk heimild um hann sjálfan heldur og samfélag 18. aldar sem og samfélagsleg áhrif Móðuharðindanna.

Safnað var fyrir byggingu kapellunnar og gekk söfnunin mjög vel anda mikill áhugi fyrir verkinu. Skaftfellskir bændur gáfu til að mynda eitt lamb á hverju hausti í sex ár í söfnunina.

Arkitektar kirkjunnar voru þeir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir.

Sr. Jón Steingrímsson segir svo frá í ævisögu sinni um eldmessudaginn:


Æfisaga Jóns prófasts Steingrímssonar, eftir sjálfan hann, R. 1913, bls. 177

Kross með þaki í kirkjugarðinum á Kirkjubæjarklaustri á þeim stað þar sem eldmessan var haldin 20. júlí 1783

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir