Mosfellskirkja í Grímsnesi er í Skálholtsprestakalli í Suðurprófastsdæmi.

Kirkja hefur staðið á Mosfelli frá upphafi kristni á Íslandi. Hennar er og getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Núverandi kirkja á Mosfelli var reist árið 1848. Hún er úr timbri, þak járnvarið og turn rís upp af vesturgafli og var hann settur á kirkjuna árið 1866.

Kirkjan var færð til hins upprunalega horfs 1975-1979 en nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á henni sem viku frá upphaflegu útliti hennar að utan sem innan.

Altaristafla kirkjunnar er dönsk eftirmynd. Ekki hefur verið vitað fram að þessu hver er höfundur fummyndarinnar. Kirkjublaðið.is hefur hins vegar grafið það upp með aðstoð tölvutækninnar og er það ítalski listmálarinn Giuseppe Bartolomeo Chiari (1654-1727). Frummyndina er að finna í Calk Abbey í Derbyshire á Englandi.

Kirkjublaðið.is hvetur sóknarnefndir, presta og allt áhugafólk um kirkjubyggingar, til að nota Google Lens til að finna meðal annars út úr því hverjir eru hugsanlega höfundar altaristaflna í kirkjum sem lengi hafa verið ókunnir. Í þessu tilviki er ljóst hver er höfundur frumtöflunnar þó að ekki sé vitað um þann danska málara sem gerði eftirmyndina.

Mosfellskirkja á marga góða gripi. Kaleikur og patína eru frá 1650, úr tini, dönsk smíð.

Kirkjan á rauðan hökul frá 1948 og er hann ekki notaður.

Klukkur Mosfellskirkju eru tvær, sú eldri er frá 1730.

Mosfellskirkja hefur verið safnaðarkirkja frá árinu 1887.

Þá er í eigu kirkjunnar fjórða útgáfa Biblíunnar, svokölluð Vajsenhússbiblía frá 1747. Mun hún vera geymd í Skálholti.

Heimildir:

Kirkjur Íslands, 3. bindi, Reykjavík: Þjóðminjasafn o.fl., 2002, bls. 107-134.
Google Lens.

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Horft inn kirkju       

Altaristaflan kom í kirkjuna 1875. Hún er dönsk eftirmynd – frummyndina gerði ítalski listmálarinn Giuseppe Bartolomeo Chiari (1654-1727) – undirbríkin er frá 1995   

Altarið og altaristaflan séð á hlið 

Númeratafla kirkjunnar er talin vera máluð af Ófeigi Ófeigssyni (1770-1843) í Heiðarbæ – taflan var yfir altari þar til altaristafla kom 1875  

Ámundi Ámundason (1738-1805), smiður í Syðra-Langholti, smíðaði stólinn – er frá 1799. Myndir guðspjallamannanna eru í spjöldunum

Stjörnuprýtt loft   

Orgel kirkjunnar af gerðinni Johannus, knúið rafmagni, kom í kirkjuna 1985                 

Ytri hurð Mosfellskirkju

Falleg lítil sveitakirkja                                                                                                                                                                                  

Vísir 5. september 1947 – skjáskot – sígilt ráð til að safna fjármunum til góðra verka

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Mosfellskirkja í Grímsnesi er í Skálholtsprestakalli í Suðurprófastsdæmi.

Kirkja hefur staðið á Mosfelli frá upphafi kristni á Íslandi. Hennar er og getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Núverandi kirkja á Mosfelli var reist árið 1848. Hún er úr timbri, þak járnvarið og turn rís upp af vesturgafli og var hann settur á kirkjuna árið 1866.

Kirkjan var færð til hins upprunalega horfs 1975-1979 en nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á henni sem viku frá upphaflegu útliti hennar að utan sem innan.

Altaristafla kirkjunnar er dönsk eftirmynd. Ekki hefur verið vitað fram að þessu hver er höfundur fummyndarinnar. Kirkjublaðið.is hefur hins vegar grafið það upp með aðstoð tölvutækninnar og er það ítalski listmálarinn Giuseppe Bartolomeo Chiari (1654-1727). Frummyndina er að finna í Calk Abbey í Derbyshire á Englandi.

Kirkjublaðið.is hvetur sóknarnefndir, presta og allt áhugafólk um kirkjubyggingar, til að nota Google Lens til að finna meðal annars út úr því hverjir eru hugsanlega höfundar altaristaflna í kirkjum sem lengi hafa verið ókunnir. Í þessu tilviki er ljóst hver er höfundur frumtöflunnar þó að ekki sé vitað um þann danska málara sem gerði eftirmyndina.

Mosfellskirkja á marga góða gripi. Kaleikur og patína eru frá 1650, úr tini, dönsk smíð.

Kirkjan á rauðan hökul frá 1948 og er hann ekki notaður.

Klukkur Mosfellskirkju eru tvær, sú eldri er frá 1730.

Mosfellskirkja hefur verið safnaðarkirkja frá árinu 1887.

Þá er í eigu kirkjunnar fjórða útgáfa Biblíunnar, svokölluð Vajsenhússbiblía frá 1747. Mun hún vera geymd í Skálholti.

Heimildir:

Kirkjur Íslands, 3. bindi, Reykjavík: Þjóðminjasafn o.fl., 2002, bls. 107-134.
Google Lens.

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Horft inn kirkju       

Altaristaflan kom í kirkjuna 1875. Hún er dönsk eftirmynd – frummyndina gerði ítalski listmálarinn Giuseppe Bartolomeo Chiari (1654-1727) – undirbríkin er frá 1995   

Altarið og altaristaflan séð á hlið 

Númeratafla kirkjunnar er talin vera máluð af Ófeigi Ófeigssyni (1770-1843) í Heiðarbæ – taflan var yfir altari þar til altaristafla kom 1875  

Ámundi Ámundason (1738-1805), smiður í Syðra-Langholti, smíðaði stólinn – er frá 1799. Myndir guðspjallamannanna eru í spjöldunum

Stjörnuprýtt loft   

Orgel kirkjunnar af gerðinni Johannus, knúið rafmagni, kom í kirkjuna 1985                 

Ytri hurð Mosfellskirkju

Falleg lítil sveitakirkja                                                                                                                                                                                  

Vísir 5. september 1947 – skjáskot – sígilt ráð til að safna fjármunum til góðra verka

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir