Neskirkja í Aðaldal er í Grenjaðarsókn í Þingeyjarprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Elstu heimildir um kirkju í Nesi eru frá 1318. Kirkjan var helguð heilagri Cecilíu en hún taldist verndari allra tónlistarmanna.

Núverandi kirkja var reist 1903 og vígð sama ár. Hún er turnlaus en fyrir framan hana er klukknaport og í því tvær gamlar óáletraðar klukkur og eru að minnsta kosti frá 18. öld.

Norskra áhrifa gætir í kirkjubyggingunni en kirkjusmiðurinn, Eiríkur Þorbergsson (1867-1949), snikkari og ljósmyndari, hafði lært í Noregi.

Neskirkja var stækkuð 1977, lengd til vesturs um eitt gluggabil og kór byggður við austurgafl. Hún var svo endurvígð þetta sama ár.

Gréta (1908-1985) og Jón Björnsson (1903-1980) máluðu kirkjuna að innan og skreyttu.

Neskirkja á marga gamla og fagra muni eins og kaleik og patínu, hökla og tinstjaka.

Altaristafla kirkjunnar er eftir Eyjólf Eyfells (1886-1979) og sýnir Jesú blessa ungbörnin.

Skírnarfonturinn er úr ljósum  við og útskorinn af Kristjáni (1917-2001) og Hannesi Vigfússonum (1919-2013) í Litla-Árskógi árið 1980. Þeir teiknuðu hann líka.

Frásögn frá 1957 um Neskirkju í Aðaldal má lesa hér.

Sjá nánar um kirkjuna í: Kirkjur Íslands, 22. bindi, Reykjavík, 2013, bls. 139-172.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Horft til altaris

Altaristaflan er eftir Eyjólf Eyfells og var máluð 1928

Prédikunarstóllinn – Gréta Björnsson málaði trúarleg tákn á hann 

Skírnarfonturinn

Bekkir traustir og góðir með fallegu áklæði

Horft frá altari og fram kirkju

Söfnunarbaukur á vegg við kirkjudyr

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Neskirkja í Aðaldal er í Grenjaðarsókn í Þingeyjarprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Elstu heimildir um kirkju í Nesi eru frá 1318. Kirkjan var helguð heilagri Cecilíu en hún taldist verndari allra tónlistarmanna.

Núverandi kirkja var reist 1903 og vígð sama ár. Hún er turnlaus en fyrir framan hana er klukknaport og í því tvær gamlar óáletraðar klukkur og eru að minnsta kosti frá 18. öld.

Norskra áhrifa gætir í kirkjubyggingunni en kirkjusmiðurinn, Eiríkur Þorbergsson (1867-1949), snikkari og ljósmyndari, hafði lært í Noregi.

Neskirkja var stækkuð 1977, lengd til vesturs um eitt gluggabil og kór byggður við austurgafl. Hún var svo endurvígð þetta sama ár.

Gréta (1908-1985) og Jón Björnsson (1903-1980) máluðu kirkjuna að innan og skreyttu.

Neskirkja á marga gamla og fagra muni eins og kaleik og patínu, hökla og tinstjaka.

Altaristafla kirkjunnar er eftir Eyjólf Eyfells (1886-1979) og sýnir Jesú blessa ungbörnin.

Skírnarfonturinn er úr ljósum  við og útskorinn af Kristjáni (1917-2001) og Hannesi Vigfússonum (1919-2013) í Litla-Árskógi árið 1980. Þeir teiknuðu hann líka.

Frásögn frá 1957 um Neskirkju í Aðaldal má lesa hér.

Sjá nánar um kirkjuna í: Kirkjur Íslands, 22. bindi, Reykjavík, 2013, bls. 139-172.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Horft til altaris

Altaristaflan er eftir Eyjólf Eyfells og var máluð 1928

Prédikunarstóllinn – Gréta Björnsson málaði trúarleg tákn á hann 

Skírnarfonturinn

Bekkir traustir og góðir með fallegu áklæði

Horft frá altari og fram kirkju

Söfnunarbaukur á vegg við kirkjudyr

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir