Neskirkja er í Nesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Kirkjan var vígð á pálmasunnudag 14. apríl 1957 og varð því 65 ára á þessu ári. Sr. Ásmundur Guðmundsson (1888-1969), biskup, vígði kirkjuna. Talið er að um átta hundruð manns hafi verið við vígsluna en kirkjan var sú sjöunda í Reykjavík.

Nesprestakall var stofnað árið 1940 og fjórum árum síðar var efnt til samkeppni um teikningu kirkjunnar og hlaut arkitektinn Ágúst Pálsson (1893-1967), fyrstu verðlaun. Kirkjan er oft talin vera fyrsta nútímakirkjan hér á landi enda var strax gert ráð fyrir fjölbreytilegu safnaðarstarfi í henni og kjallara hennar. Kirkjan getur tekið á fimmta hundrað manns í sæti.

Kirkjan þótti mjög nútímaleg á sínum tíma enda útlit hennar ekki hefðbundið. Töluverðar umræður spunnust í samfélaginu um þessa nýstárlegu byggingu.

Í Neskirkju voru nýjungar eins og sú að lagnir voru fyrir heyrnartæki að sumum sætum. Þá þótti nýlunda að klukkum var hringt með rafmagni en þrjár klukkur eru í kirkjunni og þær danskar. Kirkjuþakið er klætt kopar og í glugga var sett tvöfalt gler.

Í forkirkju er steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttur (1928-1975). Þar er og útskorið Kristslíkneski eftir Ágúst Sigurmundsson (1904-1965).

Skírnarfontur er gjöf frá Þór Sigmundssyni, steinsmiði; vígður 2009.

Ytra byrði Neskirkju er friðað.

Kirkjuritið sagði frá vígslunni og tók það sérstaklega fram að kirkjukórinn hefði sungið í „smekklegum kórkápum.“ Góða og skemmtilega  lýsingu frá vígslu kirkjunnar má lesa hér.

Stutt viðtal við hinn hógværa útskurðarmeistara og listamann, Ágúst Sigurmundsson.

Safnaðarheimili reis við kirkjuna árið 2004.

Hér má hlýða á klukknahljóm Neskirkju.

Kristslíkneskið í forkirkjunni

Aðventa í Neskirkju

Skírnarfonturinn vísar til stuðlabergs, falleg íslensk smíð

Nýtt orgel kom í kirkjuna árið 1999

Kirkjan er einkar glæsileg og sætin þægileg

Kirkjuhurð breið og vönduð

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Neskirkja er í Nesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Kirkjan var vígð á pálmasunnudag 14. apríl 1957 og varð því 65 ára á þessu ári. Sr. Ásmundur Guðmundsson (1888-1969), biskup, vígði kirkjuna. Talið er að um átta hundruð manns hafi verið við vígsluna en kirkjan var sú sjöunda í Reykjavík.

Nesprestakall var stofnað árið 1940 og fjórum árum síðar var efnt til samkeppni um teikningu kirkjunnar og hlaut arkitektinn Ágúst Pálsson (1893-1967), fyrstu verðlaun. Kirkjan er oft talin vera fyrsta nútímakirkjan hér á landi enda var strax gert ráð fyrir fjölbreytilegu safnaðarstarfi í henni og kjallara hennar. Kirkjan getur tekið á fimmta hundrað manns í sæti.

Kirkjan þótti mjög nútímaleg á sínum tíma enda útlit hennar ekki hefðbundið. Töluverðar umræður spunnust í samfélaginu um þessa nýstárlegu byggingu.

Í Neskirkju voru nýjungar eins og sú að lagnir voru fyrir heyrnartæki að sumum sætum. Þá þótti nýlunda að klukkum var hringt með rafmagni en þrjár klukkur eru í kirkjunni og þær danskar. Kirkjuþakið er klætt kopar og í glugga var sett tvöfalt gler.

Í forkirkju er steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttur (1928-1975). Þar er og útskorið Kristslíkneski eftir Ágúst Sigurmundsson (1904-1965).

Skírnarfontur er gjöf frá Þór Sigmundssyni, steinsmiði; vígður 2009.

Ytra byrði Neskirkju er friðað.

Kirkjuritið sagði frá vígslunni og tók það sérstaklega fram að kirkjukórinn hefði sungið í „smekklegum kórkápum.“ Góða og skemmtilega  lýsingu frá vígslu kirkjunnar má lesa hér.

Stutt viðtal við hinn hógværa útskurðarmeistara og listamann, Ágúst Sigurmundsson.

Safnaðarheimili reis við kirkjuna árið 2004.

Hér má hlýða á klukknahljóm Neskirkju.

Kristslíkneskið í forkirkjunni

Aðventa í Neskirkju

Skírnarfonturinn vísar til stuðlabergs, falleg íslensk smíð

Nýtt orgel kom í kirkjuna árið 1999

Kirkjan er einkar glæsileg og sætin þægileg

Kirkjuhurð breið og vönduð

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir