Oddakirkja er í Oddaprestakalli í Suðurprófastsdæmi. Talið er að kirkja hafi verið reist í Odda skömmu eftir kristnitöku árið 1000.
Kirkjan var vígð 9. nóvember 1924 af dr, Jóni Helgasyni (1866-1942), biskupi. Hún tekur rúmlega 100 manns í sæti.
Úr frétt Morgunblaðsins 16. nóvember 1924 þar sem sagði frá fyrri vígslu Oddakirkju
Kirkjuna teiknaði Guðjón Samúelsson (1887-1950), húsameistari ríkisins.
Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1953.
Jón (1903-1980) og Gréta Björnsson (1908-1985) máluðu kirkjuna 1953, prédikunarstól, skírnarsá, altari og bekki.
Kirkjan var endurvígð 29. nóvember 1953 af séra Bjarna Jónssyni (1881-1965), vígslubiskupi.
Morgunblaðið 1. desember 1953 sagði frá endurvígslu Oddakirkju og messuserkir (rykkilín) og stólu vöktu mikla athygli en notkun hvors tveggja er nú alsiða
Oddakirkja á tvo forna kaleika og er annar þeirra talinn vera frá öndverðri eða miðri 14. öld.
Altaristaflan sýnir Krist í Getsemanegarðinum og er eftir danska listmálarann Anker Lund (1840-1922), máluð 1895.
Skírnarsárinn er eftir Ámunda snikkara Jónsson (1738-1805) og kom í kirkjuna skömmu eftir 1800. Hann er með loki til að koma í veg fyrir að skírnarvatnið óhreinkist. Skírnarsárinn er frá 1783.
Pípuorgel kirkjunnar er smíð Björgvins Tómassonar orgelsmiðs, frá 1991.
Klukkur Oddakirkju eru þrjár og eru tvær stærri klukkurnar ómerktar en sú minnsta er merkt: ODDE 17 AT 84. Hér má heyra klukknaslátt þeirra.

Morgunblaðið 1. desember 1953

Horft inn til altaris

Horft yfir bekki til altaris

Altaristaflan er eftir danska listmálarann Anker Lund og altarisbrúnin er verk Sigrúnar Jónsdóttur (1921-2001), kirkjulistakonu

Framhlið altarisins er máluð af Gretu og Jóni Björnssyni

Prédikunarstóllinn með myndum af guðspjallamönnunum er málaður af þeim Gretu og Jóni Björnssyni – prédikunarstólsklæðið er eftir Sigrúnu Jónsdóttur kirkjulistakonu, og geymir fangamark Krists

Skírnarsár Ámunda

Lokið á skírnarsánum

Mynd af heilögum Nikulási á norðurkórþili en hann var verndari kirkjunnar í kaþólskum sið – Greta Björnsson málaði 1953

Sálmataflan er falleg og látlaus

Búið vel að Guðbrandsbiblíu kirkjunnar

Horft frá altari Oddakirkju og til forkirkju

Orgel kirkjunnar – íslensk listasmíð

Litað gler í kirkjunni – frá 1953 – skreytingar á bekkjargöflum eftir Gretu Björnsson

Oddakirkja er myndarleg timburkirkja og sómir sér vel í umhverfi sínu
Nánar um Oddakirkju:
Goðasteinn – 1. tölublað (01.09.1995) – Tímarit.is
Morgunblaðið – 272. tölublað (28.11.1953) – Tímarit.is
Oddakirkja er í Oddaprestakalli í Suðurprófastsdæmi. Talið er að kirkja hafi verið reist í Odda skömmu eftir kristnitöku árið 1000.
Kirkjan var vígð 9. nóvember 1924 af dr, Jóni Helgasyni (1866-1942), biskupi. Hún tekur rúmlega 100 manns í sæti.
Úr frétt Morgunblaðsins 16. nóvember 1924 þar sem sagði frá fyrri vígslu Oddakirkju
Kirkjuna teiknaði Guðjón Samúelsson (1887-1950), húsameistari ríkisins.
Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1953.
Jón (1903-1980) og Gréta Björnsson (1908-1985) máluðu kirkjuna 1953, prédikunarstól, skírnarsá, altari og bekki.
Kirkjan var endurvígð 29. nóvember 1953 af séra Bjarna Jónssyni (1881-1965), vígslubiskupi.
Morgunblaðið 1. desember 1953 sagði frá endurvígslu Oddakirkju og messuserkir (rykkilín) og stólu vöktu mikla athygli en notkun hvors tveggja er nú alsiða
Oddakirkja á tvo forna kaleika og er annar þeirra talinn vera frá öndverðri eða miðri 14. öld.
Altaristaflan sýnir Krist í Getsemanegarðinum og er eftir danska listmálarann Anker Lund (1840-1922), máluð 1895.
Skírnarsárinn er eftir Ámunda snikkara Jónsson (1738-1805) og kom í kirkjuna skömmu eftir 1800. Hann er með loki til að koma í veg fyrir að skírnarvatnið óhreinkist. Skírnarsárinn er frá 1783.
Pípuorgel kirkjunnar er smíð Björgvins Tómassonar orgelsmiðs, frá 1991.
Klukkur Oddakirkju eru þrjár og eru tvær stærri klukkurnar ómerktar en sú minnsta er merkt: ODDE 17 AT 84. Hér má heyra klukknaslátt þeirra.

Morgunblaðið 1. desember 1953

Horft inn til altaris

Horft yfir bekki til altaris

Altaristaflan er eftir danska listmálarann Anker Lund og altarisbrúnin er verk Sigrúnar Jónsdóttur (1921-2001), kirkjulistakonu

Framhlið altarisins er máluð af Gretu og Jóni Björnssyni

Prédikunarstóllinn með myndum af guðspjallamönnunum er málaður af þeim Gretu og Jóni Björnssyni – prédikunarstólsklæðið er eftir Sigrúnu Jónsdóttur kirkjulistakonu, og geymir fangamark Krists

Skírnarsár Ámunda

Lokið á skírnarsánum

Mynd af heilögum Nikulási á norðurkórþili en hann var verndari kirkjunnar í kaþólskum sið – Greta Björnsson málaði 1953

Sálmataflan er falleg og látlaus

Búið vel að Guðbrandsbiblíu kirkjunnar

Horft frá altari Oddakirkju og til forkirkju

Orgel kirkjunnar – íslensk listasmíð

Litað gler í kirkjunni – frá 1953 – skreytingar á bekkjargöflum eftir Gretu Björnsson

Oddakirkja er myndarleg timburkirkja og sómir sér vel í umhverfi sínu
Nánar um Oddakirkju:
Goðasteinn – 1. tölublað (01.09.1995) – Tímarit.is
Morgunblaðið – 272. tölublað (28.11.1953) – Tímarit.is