Ólafsvíkurkirkja er í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Fyrsta skóflustungan var tekin 1961.

Kirkjan var vígð 19. nóvember 1967 af sr. Sigurbirni Einarssyni, biskupi.

Hákon Hertevig (1932-2001) arkitekt í Reykjavík teiknaði kirkjuna en verkfræðingar við bygginguna voru þeir Eyvindur Valdimarsson (1921-2002) og Bragi Þorsteinsson (1923-2016).

Kirkjan er 346 m² – auk safnaðarheimilis og eldhúss sem er 170 m²

Kirkjan tekur um 220-250 manns í sæti en einnig er sætarými 120 til 150 í safnaðarheimili.

Byggingarmeistari frá upphafi var Böðvar Bjarnason (1911-1986) og Sveinbjörn Sigtryggsson (1930-2018), byggingarmeistari frá 1964.

Steindir gluggar eru í kirkjunni sem Gerður Helgadóttir, glerlistamaður og myndhöggvari, (1928-1975) vann – komu í kirkjuna 1975.

Skírnarfontur kirkjunnar er eftir Wilhelm Ernst Beckmann (1909-1965), tréskurðarlistamann og myndhöggvara, frá 1953.

Orgel kirkjunnar er minningargjöf og er þýskt, af gerðinni G. F. Steinmeyer. Það er sex radda með einu hjómborði og fótspili. Það var vígt á hvítasunnudag 1969.

Kirkjan á Fróðá var flutt í Ólafsvíkurþorp árið 1891 og fylgdu gripir hennar með eins og prédikunarstóllinn.

Svo skrifaði presturinn Helgi Árnason (1857-1938) í Lesbók Morgunblaðsins 20. júní 1926 þegar hann sagði frá því hvernig Ólafsvíkurkirkja eignaðist altaristöflu

Ný kirkja var reist á Ólafsvíkursnoppunni og hún vígð 1893. Söfnuðurinn var fátækur og hafði lítil sem engin ráð til að skreyta kirkjuna: „En tilfinningalegast var vöntun á altaristöflu,“ sagði sr. Helgi Árnason í fyrrnefndri grein sinni.

Síðar kom altaristaflan og er hún áheitagjöf frá Alexander Einari Valentínusarsyni (1872-1952) og skipshöfn hans sem lenti í miklum sjávarháska 1906 á leið til Ólafsvíkur. Altaristaflan er eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík og málaði Þórarinn B. Þorláksson eftirmyndina en rammann um töfluna smíðaði Alexander sjálfur og hann gaf einnig gömlu sálmanúmeratöfluna (Sjá: Breiðfirðingur – 1. tölublað (01.04.1984) – Tímarit.is,  bls. 86-87) .

Klukkur Ólafsvíkurkirkju eru þrjár og voru gefnar til kirkjunnar 1965. Hægt er að heyra í kirkjuklukkunum á vefnum Kirkjuklukkur Íslands. Klukkurnar voru fyrst í turni kirkjunnar en síðar var reist sérstakt klukknaport fyrir þær og það vígt í nóvember 1990.

Horft inn kirkju

Horft frá altari og út kirkju

Prédikunarstólll er frá frá upphafi 18. aldar og er úr gömlu kirkjunni á Fróða og fór þaðan í kirkjuna í Ólafsvík sem vígð var í febrúar 1893 – nú í nýju kirkjunni 

Skírnarfontur – eftir Wilhelm Ernst Beckmann

Sálmataflan (söngtaflan) úr gömlu kirkjunni í Ólafsvík

Í safnaðarheimilinu er þessi gamla altaristafla sem var í gömlu kirkjunni á Fróða og svo í  kirkjunni í Ólafsvík – eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík eftir G. T. Wegener (1817-1877) – Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) gerði eftirmyndina skömmu eftir aldamótin 1900

Loftið í kirkjunni – þríhyrningar – en þríhyrningur er ráðandi form í kirkjunni

Steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttur yfir dyrum

Kirkjuhurðin er vegleg

Úr gömlu kirkjunni – kunnuglegir gripir  Úr: Ný saga – 1. tbl. 1998, bls. 53

Ólafsvíkurkirkja á fögrum degi

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ólafsvíkurkirkja er í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Fyrsta skóflustungan var tekin 1961.

Kirkjan var vígð 19. nóvember 1967 af sr. Sigurbirni Einarssyni, biskupi.

Hákon Hertevig (1932-2001) arkitekt í Reykjavík teiknaði kirkjuna en verkfræðingar við bygginguna voru þeir Eyvindur Valdimarsson (1921-2002) og Bragi Þorsteinsson (1923-2016).

Kirkjan er 346 m² – auk safnaðarheimilis og eldhúss sem er 170 m²

Kirkjan tekur um 220-250 manns í sæti en einnig er sætarými 120 til 150 í safnaðarheimili.

Byggingarmeistari frá upphafi var Böðvar Bjarnason (1911-1986) og Sveinbjörn Sigtryggsson (1930-2018), byggingarmeistari frá 1964.

Steindir gluggar eru í kirkjunni sem Gerður Helgadóttir, glerlistamaður og myndhöggvari, (1928-1975) vann – komu í kirkjuna 1975.

Skírnarfontur kirkjunnar er eftir Wilhelm Ernst Beckmann (1909-1965), tréskurðarlistamann og myndhöggvara, frá 1953.

Orgel kirkjunnar er minningargjöf og er þýskt, af gerðinni G. F. Steinmeyer. Það er sex radda með einu hjómborði og fótspili. Það var vígt á hvítasunnudag 1969.

Kirkjan á Fróðá var flutt í Ólafsvíkurþorp árið 1891 og fylgdu gripir hennar með eins og prédikunarstóllinn.

Svo skrifaði presturinn Helgi Árnason (1857-1938) í Lesbók Morgunblaðsins 20. júní 1926 þegar hann sagði frá því hvernig Ólafsvíkurkirkja eignaðist altaristöflu

Ný kirkja var reist á Ólafsvíkursnoppunni og hún vígð 1893. Söfnuðurinn var fátækur og hafði lítil sem engin ráð til að skreyta kirkjuna: „En tilfinningalegast var vöntun á altaristöflu,“ sagði sr. Helgi Árnason í fyrrnefndri grein sinni.

Síðar kom altaristaflan og er hún áheitagjöf frá Alexander Einari Valentínusarsyni (1872-1952) og skipshöfn hans sem lenti í miklum sjávarháska 1906 á leið til Ólafsvíkur. Altaristaflan er eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík og málaði Þórarinn B. Þorláksson eftirmyndina en rammann um töfluna smíðaði Alexander sjálfur og hann gaf einnig gömlu sálmanúmeratöfluna (Sjá: Breiðfirðingur – 1. tölublað (01.04.1984) – Tímarit.is,  bls. 86-87) .

Klukkur Ólafsvíkurkirkju eru þrjár og voru gefnar til kirkjunnar 1965. Hægt er að heyra í kirkjuklukkunum á vefnum Kirkjuklukkur Íslands. Klukkurnar voru fyrst í turni kirkjunnar en síðar var reist sérstakt klukknaport fyrir þær og það vígt í nóvember 1990.

Horft inn kirkju

Horft frá altari og út kirkju

Prédikunarstólll er frá frá upphafi 18. aldar og er úr gömlu kirkjunni á Fróða og fór þaðan í kirkjuna í Ólafsvík sem vígð var í febrúar 1893 – nú í nýju kirkjunni 

Skírnarfontur – eftir Wilhelm Ernst Beckmann

Sálmataflan (söngtaflan) úr gömlu kirkjunni í Ólafsvík

Í safnaðarheimilinu er þessi gamla altaristafla sem var í gömlu kirkjunni á Fróða og svo í  kirkjunni í Ólafsvík – eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík eftir G. T. Wegener (1817-1877) – Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) gerði eftirmyndina skömmu eftir aldamótin 1900

Loftið í kirkjunni – þríhyrningar – en þríhyrningur er ráðandi form í kirkjunni

Steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttur yfir dyrum

Kirkjuhurðin er vegleg

Úr gömlu kirkjunni – kunnuglegir gripir  Úr: Ný saga – 1. tbl. 1998, bls. 53

Ólafsvíkurkirkja á fögrum degi

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir