Rípurkirkja er í Hegranesi í Skagafirði og tilheyrir nú Glaumbæjarprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Rípurkirkju er getið í Auðunarmáldögum 1318.

Kirkjan sem nú stendur á Ríp var reist 1924 og er hlaðin úr steini. Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917), arkitekt, hafði gert frumdrög að Rípurkirkju 1913 en þau eru afar ólík þeirri kirkju sem byggð var. Í frumdrögunum var Rípurkirkja ekki með turni en hún skartar allháum turni eins og Glaumbæjarkirkja sem reist var tveimur árum síðar eftir teikningu Rögnvalds.

Rípurkirkja var vígð 14. júní 1925 af sr. Hálfdáni Guðjónssyni, vígslubiskupi á Sauðárkróki.

Altaristaflan er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og sýnir skírn Jesú Krists. Máluð 1927.

Í kirkjunni er líka altaristafla á vesturgafli frá 1777.

Jóhannes Kjarval málaði altaristöflu í kirkjuna fyrir vígslu hennar 1925. Hún féll ekki prestum né prófasti í geð og var tekin niður. Altaristafla Kjarvals komst síðar í eigu Halldórs Laxness og prýðir nú forstofuna á Gljúfrasteini. Altaristaflan týndist og fannst aftur fyrir tilstuðlan miðils. Hér má lesa þessa einstöku sögu af altaristöflu Kjarvals.

Skírnarsá og númeratöflu skar Sigurður Jónsson frá Hróarsdal úr birki og gaf kirkjunni.

Myndarlegur veggur var hlaðinn fyrir framan Rípurkirkju fyrir nokkrum árum.

Horft til altaris

Altaristaflan er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal

Horft fram kirkju frá altari

Létt yfirbragð á prédikunarstólnum

Sálmataflan sem Sigurður Jónsson frá Hróarsdal skar út

Gamla altaristaflan frá 1777

Brattur stigi upp í turn

Altaristaflan sem Jóhannes Kjarval málaði 1924 og var hafnað þar sem hún þótti klúr og ósmekkleg. Halldór Laxness eignaðist listaverkið sem hangir nú í forstofunni við inngöngudyr á Gljúfrasteini. Hafsteinn Björnsson, miðill, sagði sögu töflunnar í Lesbók Morgunblaðsins 1969.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Rípurkirkja er í Hegranesi í Skagafirði og tilheyrir nú Glaumbæjarprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Rípurkirkju er getið í Auðunarmáldögum 1318.

Kirkjan sem nú stendur á Ríp var reist 1924 og er hlaðin úr steini. Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917), arkitekt, hafði gert frumdrög að Rípurkirkju 1913 en þau eru afar ólík þeirri kirkju sem byggð var. Í frumdrögunum var Rípurkirkja ekki með turni en hún skartar allháum turni eins og Glaumbæjarkirkja sem reist var tveimur árum síðar eftir teikningu Rögnvalds.

Rípurkirkja var vígð 14. júní 1925 af sr. Hálfdáni Guðjónssyni, vígslubiskupi á Sauðárkróki.

Altaristaflan er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og sýnir skírn Jesú Krists. Máluð 1927.

Í kirkjunni er líka altaristafla á vesturgafli frá 1777.

Jóhannes Kjarval málaði altaristöflu í kirkjuna fyrir vígslu hennar 1925. Hún féll ekki prestum né prófasti í geð og var tekin niður. Altaristafla Kjarvals komst síðar í eigu Halldórs Laxness og prýðir nú forstofuna á Gljúfrasteini. Altaristaflan týndist og fannst aftur fyrir tilstuðlan miðils. Hér má lesa þessa einstöku sögu af altaristöflu Kjarvals.

Skírnarsá og númeratöflu skar Sigurður Jónsson frá Hróarsdal úr birki og gaf kirkjunni.

Myndarlegur veggur var hlaðinn fyrir framan Rípurkirkju fyrir nokkrum árum.

Horft til altaris

Altaristaflan er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal

Horft fram kirkju frá altari

Létt yfirbragð á prédikunarstólnum

Sálmataflan sem Sigurður Jónsson frá Hróarsdal skar út

Gamla altaristaflan frá 1777

Brattur stigi upp í turn

Altaristaflan sem Jóhannes Kjarval málaði 1924 og var hafnað þar sem hún þótti klúr og ósmekkleg. Halldór Laxness eignaðist listaverkið sem hangir nú í forstofunni við inngöngudyr á Gljúfrasteini. Hafsteinn Björnsson, miðill, sagði sögu töflunnar í Lesbók Morgunblaðsins 1969.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir