Saurbæjarkirkja er í Brautarholtssókn á Kjalarnesi, Reykjavík, í Reynivallaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Kirkju í Saurbæ á Kjalarnesi er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Saurbæjarsókn var sérstök sókn til ársins 2002 en þá var henni skipt milli Brautarholtssóknar og Reynivallasóknar.
Magnús Ólafsson (1847-1922), trésmiður, teiknaði Saurbæjarkirkju. Hafist var handa við að reisa hana árið 1902. Hún var vígð 1904 og er önnur steinsteypta kirkjan á Íslandi. Kirkjan ber sterkt svipmót af kirkjunni sem þar stóð á undan en sú fauk í ofviðri árið 1902. Hluti af innviðum og munum gömlu kirkjunnar (reist 1856) var nýttur í hina nýju kirkju. Það var kirkjubóndinn Eyjólfur Runólfsson (1847-1930) sem lét byggja kirkjuna.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Saurbæjarkirkja tekur um 120 manns í sæti.
Altaristaflan var gefin kirkjunni 1836. Það er mynd af Kristi. Höfundur hennar er ókunnur en til sögunnar hefur verið nefndur Sveinungi Sveinungason (1840-1915). Líklegast er taflan útlend eftirmynd en svipaðar altaristöflur eru í nokkrum kirkjum hér á landi eins og í Garðskirkju í Kelduhverfi, Einarsstaðakirkju og Þóroddsstaðakirkju.
Á altari Saurbæjarkirkju eru veglegir kertastjakar úr kopar sem Sigurður Björnsson (1643 – 1723), lögmaður, og kona hans, Ragnheiður Sigurðardóttir (1648-1727), gáfu kirkjunni 1696.
Kaleikur kirkjunnar ásamt patínu er frá 1697.
Kirkjuklukkur eru tvær, úr kopar, frá árinu 1725.
Heimild: Kirkjur Íslands, 12. bindi, Reykjavík 2008, bls. 275-304.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is sé ekki annars getið
Myndir á altarisskáp og prédikunarstól – mynd: Ívar Brynjólfsson
Saurbæjarkirkja er í Brautarholtssókn á Kjalarnesi, Reykjavík, í Reynivallaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Kirkju í Saurbæ á Kjalarnesi er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Saurbæjarsókn var sérstök sókn til ársins 2002 en þá var henni skipt milli Brautarholtssóknar og Reynivallasóknar.
Magnús Ólafsson (1847-1922), trésmiður, teiknaði Saurbæjarkirkju. Hafist var handa við að reisa hana árið 1902. Hún var vígð 1904 og er önnur steinsteypta kirkjan á Íslandi. Kirkjan ber sterkt svipmót af kirkjunni sem þar stóð á undan en sú fauk í ofviðri árið 1902. Hluti af innviðum og munum gömlu kirkjunnar (reist 1856) var nýttur í hina nýju kirkju. Það var kirkjubóndinn Eyjólfur Runólfsson (1847-1930) sem lét byggja kirkjuna.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Saurbæjarkirkja tekur um 120 manns í sæti.
Altaristaflan var gefin kirkjunni 1836. Það er mynd af Kristi. Höfundur hennar er ókunnur en til sögunnar hefur verið nefndur Sveinungi Sveinungason (1840-1915). Líklegast er taflan útlend eftirmynd en svipaðar altaristöflur eru í nokkrum kirkjum hér á landi eins og í Garðskirkju í Kelduhverfi, Einarsstaðakirkju og Þóroddsstaðakirkju.
Á altari Saurbæjarkirkju eru veglegir kertastjakar úr kopar sem Sigurður Björnsson (1643 – 1723), lögmaður, og kona hans, Ragnheiður Sigurðardóttir (1648-1727), gáfu kirkjunni 1696.
Kaleikur kirkjunnar ásamt patínu er frá 1697.
Kirkjuklukkur eru tvær, úr kopar, frá árinu 1725.
Heimild: Kirkjur Íslands, 12. bindi, Reykjavík 2008, bls. 275-304.
Allar myndir: Kirkjublaðið.is sé ekki annars getið
Myndir á altarisskáp og prédikunarstól – mynd: Ívar Brynjólfsson