Saurbæjarkirkja er í Brautarholtssókn á Kjalarnesi, Reykjavík, í Reynivallaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.

Kirkju í Saurbæ á Kjalarnesi er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Saurbæjarsókn var sérstök sókn til ársins 2002 en þá var henni skipt milli Brautarholtssóknar og Reynivallasóknar.

Magnús Ólafsson (1847-1922), trésmiður, teiknaði Saurbæjarkirkju. Hafist var handa við að reisa hana árið 1902. Hún var vígð 1904 og er önnur steinsteypta kirkjan á Íslandi. Kirkjan ber sterkt svipmót af kirkjunni sem þar stóð á undan en sú fauk í ofviðri árið 1902. Hluti af innviðum og munum gömlu kirkjunnar (reist 1856) var nýttur í hina nýju kirkju. Það var kirkjubóndinn Eyjólfur Runólfsson (1847-1930) sem lét byggja kirkjuna.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Saurbæjarkirkja tekur um 120 manns í sæti.

Altaristaflan var gefin kirkjunni 1836. Það er mynd af Kristi. Höfundur hennar er ókunnur en til sögunnar hefur verið nefndur Sveinungi Sveinungason (1840-1915). Líklegast er taflan útlend eftirmynd en svipaðar altaristöflur eru í nokkrum kirkjum hér á landi eins og í Garðskirkju í Kelduhverfi, Einarsstaðakirkju og Þóroddsstaðakirkju.

Á altari Saurbæjarkirkju eru veglegir kertastjakar úr kopar sem Sigurður Björnsson (1643 – 1723), lögmaður, og kona hans, Ragnheiður Sigurðardóttir (1648-1727), gáfu kirkjunni 1696.

Kaleikur kirkjunnar ásamt patínu er frá 1697.

Kirkjuklukkur eru tvær, úr kopar, frá árinu 1725.

Heimild: Kirkjur Íslands, 12. bindi, Reykjavík 2008, bls. 275-304.

Allar myndir: Kirkjublaðið.is sé ekki annars getið

 

Horft frá kirkjudyrum til altaris

 

Altari Saurbæjarkirkju og prédikunarstóll frá 1856 – hvort tveggja úr gömlu kirkjunni sem fauk 1902

 

Mynd af Pétri postula á hurð prédikunarstólsins

Mynd af Pétri postula á hurðarspjaldi prédikunarstólsins – var áður á eldri prédikunarstól frá 17. öld

 

Nærmynd af útskornu lespúlti (eða bókastól) ofan á prédikunarstól

 

Altaristafla Saurbæjarkirkju – ekki er vitað með öruggri vissu hver gerði hana. Stjakarnir á altarinu voru gefnir kirkjunni  árið 1696 – þeir eru úr kopar

Kristsmynd á vegg sunnan altaris – var áður á prédikunarstól kirkjunnar

 

Orgel (harmóníum) kirkjunnar er gott hljóðfæri, þýskt og frá M. Hörügel

 

Sálmatafla, söngtafla, númeratafla Saurbæjarkirkju – frá 1857

 

Altarisklæði kirkjunnar kom í gömlu kirkjuna 1887 – altarisdúkur gerður af Unni Ólafsdóttur (1897-1983), kirkjulistakonu, og gefinn kirkjunni 1971 – á altarisskápinn eru málaðar myndir af guðspjallamönnunum

Myndir á altarisskáp og prédikunarstól – mynd: Ívar Brynjólfsson 

 

Kórloft prýtt stjörnum 

 

Frá guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju 16. júlí 2023 – sóknarpresturinn sr. Arna Grétarsdóttir fyrir altari. Í kirkjunni er helgihald tvisvar á ári, að sumri og um jól

 

Hurðarhringur Saurbæjarkirkju er úr kopar – gefinn kirkjunni 1687 – á honum er latnesk áletrun úr Síraksbók 4.28 sem hljóðar svo á íslensku: „Berstu fyrir sannleikanum allt til dauðans og þá mun Guð berjast fyrir þig.“

 

Horft yfir kirkjugarðinn frá kirkjudyrum í Saurbæ á Kjalarnesi

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Saurbæjarkirkja er í Brautarholtssókn á Kjalarnesi, Reykjavík, í Reynivallaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.

Kirkju í Saurbæ á Kjalarnesi er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Saurbæjarsókn var sérstök sókn til ársins 2002 en þá var henni skipt milli Brautarholtssóknar og Reynivallasóknar.

Magnús Ólafsson (1847-1922), trésmiður, teiknaði Saurbæjarkirkju. Hafist var handa við að reisa hana árið 1902. Hún var vígð 1904 og er önnur steinsteypta kirkjan á Íslandi. Kirkjan ber sterkt svipmót af kirkjunni sem þar stóð á undan en sú fauk í ofviðri árið 1902. Hluti af innviðum og munum gömlu kirkjunnar (reist 1856) var nýttur í hina nýju kirkju. Það var kirkjubóndinn Eyjólfur Runólfsson (1847-1930) sem lét byggja kirkjuna.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Saurbæjarkirkja tekur um 120 manns í sæti.

Altaristaflan var gefin kirkjunni 1836. Það er mynd af Kristi. Höfundur hennar er ókunnur en til sögunnar hefur verið nefndur Sveinungi Sveinungason (1840-1915). Líklegast er taflan útlend eftirmynd en svipaðar altaristöflur eru í nokkrum kirkjum hér á landi eins og í Garðskirkju í Kelduhverfi, Einarsstaðakirkju og Þóroddsstaðakirkju.

Á altari Saurbæjarkirkju eru veglegir kertastjakar úr kopar sem Sigurður Björnsson (1643 – 1723), lögmaður, og kona hans, Ragnheiður Sigurðardóttir (1648-1727), gáfu kirkjunni 1696.

Kaleikur kirkjunnar ásamt patínu er frá 1697.

Kirkjuklukkur eru tvær, úr kopar, frá árinu 1725.

Heimild: Kirkjur Íslands, 12. bindi, Reykjavík 2008, bls. 275-304.

Allar myndir: Kirkjublaðið.is sé ekki annars getið

 

Horft frá kirkjudyrum til altaris

 

Altari Saurbæjarkirkju og prédikunarstóll frá 1856 – hvort tveggja úr gömlu kirkjunni sem fauk 1902

 

Mynd af Pétri postula á hurð prédikunarstólsins

Mynd af Pétri postula á hurðarspjaldi prédikunarstólsins – var áður á eldri prédikunarstól frá 17. öld

 

Nærmynd af útskornu lespúlti (eða bókastól) ofan á prédikunarstól

 

Altaristafla Saurbæjarkirkju – ekki er vitað með öruggri vissu hver gerði hana. Stjakarnir á altarinu voru gefnir kirkjunni  árið 1696 – þeir eru úr kopar

Kristsmynd á vegg sunnan altaris – var áður á prédikunarstól kirkjunnar

 

Orgel (harmóníum) kirkjunnar er gott hljóðfæri, þýskt og frá M. Hörügel

 

Sálmatafla, söngtafla, númeratafla Saurbæjarkirkju – frá 1857

 

Altarisklæði kirkjunnar kom í gömlu kirkjuna 1887 – altarisdúkur gerður af Unni Ólafsdóttur (1897-1983), kirkjulistakonu, og gefinn kirkjunni 1971 – á altarisskápinn eru málaðar myndir af guðspjallamönnunum

Myndir á altarisskáp og prédikunarstól – mynd: Ívar Brynjólfsson 

 

Kórloft prýtt stjörnum 

 

Frá guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju 16. júlí 2023 – sóknarpresturinn sr. Arna Grétarsdóttir fyrir altari. Í kirkjunni er helgihald tvisvar á ári, að sumri og um jól

 

Hurðarhringur Saurbæjarkirkju er úr kopar – gefinn kirkjunni 1687 – á honum er latnesk áletrun úr Síraksbók 4.28 sem hljóðar svo á íslensku: „Berstu fyrir sannleikanum allt til dauðans og þá mun Guð berjast fyrir þig.“

 

Horft yfir kirkjugarðinn frá kirkjudyrum í Saurbæ á Kjalarnesi

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir