Selfosskirkja er í Árborgarprestakall, Suðurprófastsdæmi.

Selfosssókn varð formlega til 9. desember 1952.

Fyrsta skóflustungan að Selfosskirkju var tekin 7. júní 1952 og var það Sigurgeir Sigurðsson (1890-1953) biskup sem það gerði. Kirkjuna teiknaði Bjarni Pálsson (1912-1987), byggingafulltrúi á Selfossi og síðar skólastjóri Iðnskólans þar í bæ. Yfirsmiður við kirkjubygginguna var Guðmundur Sveinsson (1923-2011) byggingameistari. Smíði kirkjunnar lauk 1956 en forkirkja og turn komu á árunum 1978-1984. Síðar var byggt safnaðarheimili við kirkjuna og lauk þeim framkvæmdum 1991.

Selfosskirkja var vígð þann 25. mars pálmasunnudegi 1956 af Ásmundi Guðmundssyni (1888-1969) biskupi. Kirkjan verður því 70 ára á þessu ári.

Kirkjan stendur á bökkum Ölfusár.

Yfir altari kirkjunnar er róðukross sem Ágúst Sigmundsson (1904-1965), útskurðarmeistari gerði.

Prédikunarstóll er verk Guðmundar Sveinssonar (1923-2011), byggingameistara kirkjunnar.

Jón (1903-1980) og Gréta Björnsson (1908-1985) máluðu og kirkjuna og skreyttu.

Á kórvegg er Maríumynd úr balsamviði frá Panama eftir Nína Sæmundsson (1892-1965) sem hún gaf kirkjunni.

Steindir gluggar eru gerðir af Höllu Har (1934-2023) og unnir á listglerverkstæði Dr. H. Oidtmann í Linnich i Þýskalandi. Í kór eru 6 gluggar sem komu 1987 og tákna sex stórhátíðir kirkjunnar. Í kirkjuskipi eru tíu steindir gluggar, fimm hvoru megin.

Skírnarfontur úr grásteini (dolerite) er frá árinu 1965 og hann gerði Sigurjón Ólafsson (1908-1982), myndhöggvari.

Við prédikunarstól er myndin Móðurást eftir Svövu Sigríði Gestsdóttur (f. 1939).

Pípuorgel Selfosskirkju er smíðað hjá þýsku orgelsmiðjunni Steinmeyer. Það var sett upp í kirkjuna 1964.

Í kirkjuturni eru þrjár klukkur.

Kirkjan er vel búin kirkjugripum og messuklæðum.

Altari Selfosskirkju

Horft frá altari og út kirkju

Prédikunarstóllinn og verkið Móðurást 

Skírnarsárinn eftir Sigurjón Ólafsson

Dúfa, tákn heilags anda, greypt í skírnarskálina

Steindir gluggar eftir Höllu Har

Skreytingar Jóns og Grétu fyrir ofan súlur

Maríumynd eftir Nínu Sæmundsson – á kórgafli

Bænaljósastandur

Skreytingar Jóns og Grétu og gluggar Höllu Har

Einn af gluggum Höllu Har

Orgelið er þýskt af gerðinni Steinmeyer

Í safnaðarheimilinu er að finna fjögur ofin veggteppi eftir Hildi Hákonardóttur (f. 1938). Verkið heitir Sköpunin og frá 1983. Í verkinu ríkja grunnlitirnir gulur, rauður, grænn og blár. Það er tákn regnbogans, friðarbogans og sáttmálstáknsins milli Guðs og manns sem getið er um í I. Mósebók 9.13: Boga minn set ég í skýin… .

Selfosskirkja er fagurt guðshús á bökkum Ölfusár 

 

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Selfosskirkja er í Árborgarprestakall, Suðurprófastsdæmi.

Selfosssókn varð formlega til 9. desember 1952.

Fyrsta skóflustungan að Selfosskirkju var tekin 7. júní 1952 og var það Sigurgeir Sigurðsson (1890-1953) biskup sem það gerði. Kirkjuna teiknaði Bjarni Pálsson (1912-1987), byggingafulltrúi á Selfossi og síðar skólastjóri Iðnskólans þar í bæ. Yfirsmiður við kirkjubygginguna var Guðmundur Sveinsson (1923-2011) byggingameistari. Smíði kirkjunnar lauk 1956 en forkirkja og turn komu á árunum 1978-1984. Síðar var byggt safnaðarheimili við kirkjuna og lauk þeim framkvæmdum 1991.

Selfosskirkja var vígð þann 25. mars pálmasunnudegi 1956 af Ásmundi Guðmundssyni (1888-1969) biskupi. Kirkjan verður því 70 ára á þessu ári.

Kirkjan stendur á bökkum Ölfusár.

Yfir altari kirkjunnar er róðukross sem Ágúst Sigmundsson (1904-1965), útskurðarmeistari gerði.

Prédikunarstóll er verk Guðmundar Sveinssonar (1923-2011), byggingameistara kirkjunnar.

Jón (1903-1980) og Gréta Björnsson (1908-1985) máluðu og kirkjuna og skreyttu.

Á kórvegg er Maríumynd úr balsamviði frá Panama eftir Nína Sæmundsson (1892-1965) sem hún gaf kirkjunni.

Steindir gluggar eru gerðir af Höllu Har (1934-2023) og unnir á listglerverkstæði Dr. H. Oidtmann í Linnich i Þýskalandi. Í kór eru 6 gluggar sem komu 1987 og tákna sex stórhátíðir kirkjunnar. Í kirkjuskipi eru tíu steindir gluggar, fimm hvoru megin.

Skírnarfontur úr grásteini (dolerite) er frá árinu 1965 og hann gerði Sigurjón Ólafsson (1908-1982), myndhöggvari.

Við prédikunarstól er myndin Móðurást eftir Svövu Sigríði Gestsdóttur (f. 1939).

Pípuorgel Selfosskirkju er smíðað hjá þýsku orgelsmiðjunni Steinmeyer. Það var sett upp í kirkjuna 1964.

Í kirkjuturni eru þrjár klukkur.

Kirkjan er vel búin kirkjugripum og messuklæðum.

Altari Selfosskirkju

Horft frá altari og út kirkju

Prédikunarstóllinn og verkið Móðurást 

Skírnarsárinn eftir Sigurjón Ólafsson

Dúfa, tákn heilags anda, greypt í skírnarskálina

Steindir gluggar eftir Höllu Har

Skreytingar Jóns og Grétu fyrir ofan súlur

Maríumynd eftir Nínu Sæmundsson – á kórgafli

Bænaljósastandur

Skreytingar Jóns og Grétu og gluggar Höllu Har

Einn af gluggum Höllu Har

Orgelið er þýskt af gerðinni Steinmeyer

Í safnaðarheimilinu er að finna fjögur ofin veggteppi eftir Hildi Hákonardóttur (f. 1938). Verkið heitir Sköpunin og frá 1983. Í verkinu ríkja grunnlitirnir gulur, rauður, grænn og blár. Það er tákn regnbogans, friðarbogans og sáttmálstáknsins milli Guðs og manns sem getið er um í I. Mósebók 9.13: Boga minn set ég í skýin… .

Selfosskirkja er fagurt guðshús á bökkum Ölfusár 

 

Allar myndir: Kirkjublaðið.is

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir