Seltjarnarneskirkja í Seltjarnarnesprestakalli var vígð 19. febrúar 1989. Kirkjuna teiknuðu þeir Hörður Björnsson og Hörður Harðarson. Lóð undir kirkjuna gáfu systkinin frá Pálsbæ.
Kirknatal Pál biskups Jónssonar frá því um 1200 segir kirkju hafa verið á Seltjarnarnesi, í Nesi við Seltjörn.
Þak Seltjarnarneskirkju er mjög svo áberandi. Það er þrístrent og hvílir á steyptum skífum. Lögun þaksins dregur dám af hinni fögru fjallasýn frá Valhúsahæð þar sem kirkjan stendur. Þríhyrningur vísar til þrenningarinnar.
Seltjarnarnessókn varð formlega til árið 1986 og fyrsti sóknarprestur hennar var núverandi vígslubiskup á Hólum, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Núverandi sóknarprestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason.
Seltjarnarneskirkja í Seltjarnarnesprestakalli var vígð 19. febrúar 1989. Kirkjuna teiknuðu þeir Hörður Björnsson og Hörður Harðarson. Lóð undir kirkjuna gáfu systkinin frá Pálsbæ.
Kirknatal Pál biskups Jónssonar frá því um 1200 segir kirkju hafa verið á Seltjarnarnesi, í Nesi við Seltjörn.
Þak Seltjarnarneskirkju er mjög svo áberandi. Það er þrístrent og hvílir á steyptum skífum. Lögun þaksins dregur dám af hinni fögru fjallasýn frá Valhúsahæð þar sem kirkjan stendur. Þríhyrningur vísar til þrenningarinnar.
Seltjarnarnessókn varð formlega til árið 1986 og fyrsti sóknarprestur hennar var núverandi vígslubiskup á Hólum, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Núverandi sóknarprestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason.