Staðarhraunskirkja er í Staðastaðarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi.

Þar hefur verið kirkjustaður frá því fyrir 1200 og fyrrum kallaður Staður undir Hrauni.

Sú kirkja sem stendur nú á Staðarhrauni var byggð úr timbri 1888-1889 og sá Þorsteinn Hjálmarsson (1840-1921), forsmiður, um smíði hennar.

Staðarhraunskirkju hefur verið þó nokkuð breytt frá því sem hún var í upphafi. Mestar voru breytingarnar 1954 en þá var steypt utan um kirkjuna, turn hækkaður og forkirkja reist. Einnig voru settir í hana bogadregnir gluggar. Eftir þessar breytingar var kirkjan endurvígð og var það prófasturinn séra Sigurjón Guðjónsson (1901-1995), í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem sá um það í veikindaforföllum biskups. Fyrir aldarafmæli kirkjunnar 1989 var kirkjunni gert margt til góða og meðal annars máluð að innan í sem upprunalegustum litum. Hlaðni sökkullinn sem hún stendur á er frá 1888.

Staðarhraunskirkja á marga stórmerka gripi.

Stórir altarisstjakar úr kopar eru mikil prýði en þeir eru frá því um 1300 og voru áður í Hítardalskirkju. Aðrir minni stjakar á altari eru frá því um 1750.

Kaleikur er frá því á 15. öld.

Í kirkjunni er glæsilegur ljósahjálmur úr kopar frá 1616 sem var áður í Hítardalskirkju. Á honum er skjaldarmerki Íslands, flattur þorskur, með fangamerki séra Sæmundar Oddssonar (1633-1687), prests í Hítardal. Á hjálminum er þýsk áletrun sem hljóðar svo á íslensku: „Í Guðs nafni er ég brædd, Mikel Ling hefur steypt mig árið 1616.“

Skírnarfat kirkjunnar er 18. aldar gripur úr tini.

Klukkur Staðarhraunskirkju eru tvær. Sú stærri er frá 1707 og var áður í Hítardalskirkju. Á henni stendur: „Lofið Guð með hljómum fögrum og bjöllum. Ps. 150. S. Jón Halldórsson. Anno 1707.“ Sú minni er frá 1731 og á henni stendur: „Ég er Staðarhraunskirkju til lögð af sr. Jóni Halldórssyni anno 1731.“ Kunnastur presta á þessum tíma og síðar var sagnaritarinn sr. Jón Halldórsson (1665-1736) en hann var prestur í Hítardal.

Altaristafla kirkjunnar var gefin við endurvígslu Staðarhraunskirkju 1954. Hún er eftir Barböru J. Árnason (1911-1975) og stefið er: Jesús blessar ungbörnin. Taflan var gjöf barna hjónanna í Hítardal, þeirra Sigríðar Teitsdóttur (1884-1951) og Finnboga Leifssonar (1878-1951), til minningar um þau hjónin og son þeirra, Pétur (1910-1939).

Orgel (harmóníum) kirkjunnar er af gerðinni K. A. Andersson, Stockholm.

Komið að sáluhliði Staðarhraunskirkju

Horft inn kirkju að altari

Horft frá prédikunarstóli

Fornir koparstjakar frá 13. öld prýða altarið

Fætur stjakanna frá 13. öld eru ljónshöfuð með krossmarki

Altaristaflan: Leyfið börnunum að koma til mín, eftir Barböru J. Árnason ((1911-1975). Stærð: 103×97,5 cm

Koparljósakróna frá 1616

Skírnarskálin er úr tini

Númerataflan er gömul og einföld

Burst með vígsluártali kirkjunnar og var utan á henni fyrrum

Minni kirkjuklukkan er frá 1731

Staðarhraunskirkja stendur inni í kirkjugarði

Sveitafólkið hafði ýmis ráð til að afla fjár fyrir kirkjuna sína.  Skjáskot úr Ísafold 15. maí 1895

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Staðarhraunskirkja er í Staðastaðarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi.

Þar hefur verið kirkjustaður frá því fyrir 1200 og fyrrum kallaður Staður undir Hrauni.

Sú kirkja sem stendur nú á Staðarhrauni var byggð úr timbri 1888-1889 og sá Þorsteinn Hjálmarsson (1840-1921), forsmiður, um smíði hennar.

Staðarhraunskirkju hefur verið þó nokkuð breytt frá því sem hún var í upphafi. Mestar voru breytingarnar 1954 en þá var steypt utan um kirkjuna, turn hækkaður og forkirkja reist. Einnig voru settir í hana bogadregnir gluggar. Eftir þessar breytingar var kirkjan endurvígð og var það prófasturinn séra Sigurjón Guðjónsson (1901-1995), í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem sá um það í veikindaforföllum biskups. Fyrir aldarafmæli kirkjunnar 1989 var kirkjunni gert margt til góða og meðal annars máluð að innan í sem upprunalegustum litum. Hlaðni sökkullinn sem hún stendur á er frá 1888.

Staðarhraunskirkja á marga stórmerka gripi.

Stórir altarisstjakar úr kopar eru mikil prýði en þeir eru frá því um 1300 og voru áður í Hítardalskirkju. Aðrir minni stjakar á altari eru frá því um 1750.

Kaleikur er frá því á 15. öld.

Í kirkjunni er glæsilegur ljósahjálmur úr kopar frá 1616 sem var áður í Hítardalskirkju. Á honum er skjaldarmerki Íslands, flattur þorskur, með fangamerki séra Sæmundar Oddssonar (1633-1687), prests í Hítardal. Á hjálminum er þýsk áletrun sem hljóðar svo á íslensku: „Í Guðs nafni er ég brædd, Mikel Ling hefur steypt mig árið 1616.“

Skírnarfat kirkjunnar er 18. aldar gripur úr tini.

Klukkur Staðarhraunskirkju eru tvær. Sú stærri er frá 1707 og var áður í Hítardalskirkju. Á henni stendur: „Lofið Guð með hljómum fögrum og bjöllum. Ps. 150. S. Jón Halldórsson. Anno 1707.“ Sú minni er frá 1731 og á henni stendur: „Ég er Staðarhraunskirkju til lögð af sr. Jóni Halldórssyni anno 1731.“ Kunnastur presta á þessum tíma og síðar var sagnaritarinn sr. Jón Halldórsson (1665-1736) en hann var prestur í Hítardal.

Altaristafla kirkjunnar var gefin við endurvígslu Staðarhraunskirkju 1954. Hún er eftir Barböru J. Árnason (1911-1975) og stefið er: Jesús blessar ungbörnin. Taflan var gjöf barna hjónanna í Hítardal, þeirra Sigríðar Teitsdóttur (1884-1951) og Finnboga Leifssonar (1878-1951), til minningar um þau hjónin og son þeirra, Pétur (1910-1939).

Orgel (harmóníum) kirkjunnar er af gerðinni K. A. Andersson, Stockholm.

Komið að sáluhliði Staðarhraunskirkju

Horft inn kirkju að altari

Horft frá prédikunarstóli

Fornir koparstjakar frá 13. öld prýða altarið

Fætur stjakanna frá 13. öld eru ljónshöfuð með krossmarki

Altaristaflan: Leyfið börnunum að koma til mín, eftir Barböru J. Árnason ((1911-1975). Stærð: 103×97,5 cm

Koparljósakróna frá 1616

Skírnarskálin er úr tini

Númerataflan er gömul og einföld

Burst með vígsluártali kirkjunnar og var utan á henni fyrrum

Minni kirkjuklukkan er frá 1731

Staðarhraunskirkja stendur inni í kirkjugarði

Sveitafólkið hafði ýmis ráð til að afla fjár fyrir kirkjuna sína.  Skjáskot úr Ísafold 15. maí 1895

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir