Strandarkirkja er í Þorlákshafnarprestakalli í Suðurprófastsdæmi.
Um kirkju er getið á Strönd í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Strandarkirkja er við Engilsvík í Selvogi.
Kirkjan sem nú stendur var reist 1888 og er hún úr timbri. Sigurður Árnason (1851-?) snikkari frá Hlíð í Selvogi, sá um smíði kirkjunnar.
Kirkjan var lengd til vesturs 1967-1968 og var turninum breytt og henni gert til góða að innan. Breytingarnar hannaði Jörundur Pálsson (1913-1993), arkitekt hjá embætti Húsameistara ríkisins. Kirkjan var svo endurvígð í kjölfar þessara breytinga. Síðan var turni kirkjunnar og innri gerð hennar færð að mestu leyti aftur til fyrra horfs á árunum 1996 og 1998. Þær breytingar hannaði Samúel Örn Erlingsson arkitekt. Og aftur var kirkjan endurvígð vegna þessara breytinga.
Altaristafla kirkjunnar er eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík og gerð af Sigurði málara Guðmundssyni (1833-1874). Stærð töflunnar: 175 x 118 cm.
Kirkjan á kaleik frá 14. öld og annan frá 1940.
Pípuorgel kirkjunnar er 6 radda og af Walker-gerð, frá 1969. Gamla orgelið er frá 1898 og var gefið kirkjunni 1997.
Kirkjuklukkur eru tvær, frá 1646 og 1740.
Löngum hefur þótt gott að heita á Strandarkirkju. Ein af helgisögunum í kringum kirkjuna segir frá sjómönnum sem lentu í hafvillum. Hétu þeir að byggja kirkju þar sem þeir kynnu að ná landi. Birtist þeim í fjarska ljósengill fram undan stefni skipsins sem vísaði þeim leið í gegnum brimrótið og í Engilsvík. Skipið brotnaði á ströndinni en sjómennirnir björguðust. Þeir stóðu við heit sitt og kirkja reis við Engilsvíkina í Selvogi þar sem engillinn sást. Viðurinn úr skipinu var meðal annars notaður í kirkjubyggingu.
Norðvestan við kirkjuna er minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík og var hann reistur 1950. Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968), myndhöggvari, gerði listaverkið.
Á stöplinum eru þessar vísur sem eru eftir Gunnfríði:
Í bæn þeir lyftu huga hátt
þá háðu stríð við ægis mátt
en himinn rétti arm í átt
þar ýtar sáu land.Það skip úr dauðans djúpi rann
því drottins engill lýsa vann
svo býður hann við boða þann
og bát stýrir hjá.
Strandarkirkja er í Þorlákshafnarprestakalli í Suðurprófastsdæmi.
Um kirkju er getið á Strönd í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Strandarkirkja er við Engilsvík í Selvogi.
Kirkjan sem nú stendur var reist 1888 og er hún úr timbri. Sigurður Árnason (1851-?) snikkari frá Hlíð í Selvogi, sá um smíði kirkjunnar.
Kirkjan var lengd til vesturs 1967-1968 og var turninum breytt og henni gert til góða að innan. Breytingarnar hannaði Jörundur Pálsson (1913-1993), arkitekt hjá embætti Húsameistara ríkisins. Kirkjan var svo endurvígð í kjölfar þessara breytinga. Síðan var turni kirkjunnar og innri gerð hennar færð að mestu leyti aftur til fyrra horfs á árunum 1996 og 1998. Þær breytingar hannaði Samúel Örn Erlingsson arkitekt. Og aftur var kirkjan endurvígð vegna þessara breytinga.
Altaristafla kirkjunnar er eftirmynd af töflu Dómkirkjunnar í Reykjavík og gerð af Sigurði málara Guðmundssyni (1833-1874). Stærð töflunnar: 175 x 118 cm.
Kirkjan á kaleik frá 14. öld og annan frá 1940.
Pípuorgel kirkjunnar er 6 radda og af Walker-gerð, frá 1969. Gamla orgelið er frá 1898 og var gefið kirkjunni 1997.
Kirkjuklukkur eru tvær, frá 1646 og 1740.
Löngum hefur þótt gott að heita á Strandarkirkju. Ein af helgisögunum í kringum kirkjuna segir frá sjómönnum sem lentu í hafvillum. Hétu þeir að byggja kirkju þar sem þeir kynnu að ná landi. Birtist þeim í fjarska ljósengill fram undan stefni skipsins sem vísaði þeim leið í gegnum brimrótið og í Engilsvík. Skipið brotnaði á ströndinni en sjómennirnir björguðust. Þeir stóðu við heit sitt og kirkja reis við Engilsvíkina í Selvogi þar sem engillinn sást. Viðurinn úr skipinu var meðal annars notaður í kirkjubyggingu.
Norðvestan við kirkjuna er minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík og var hann reistur 1950. Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968), myndhöggvari, gerði listaverkið.
Á stöplinum eru þessar vísur sem eru eftir Gunnfríði:
Í bæn þeir lyftu huga hátt
þá háðu stríð við ægis mátt
en himinn rétti arm í átt
þar ýtar sáu land.Það skip úr dauðans djúpi rann
því drottins engill lýsa vann
svo býður hann við boða þann
og bát stýrir hjá.