Um aldamótin 1900 tók að myndast þorp á Suðureyri við sunnanverðan Súgandafjörð með tilkomu vélbátaútgerðar og varð þorpið löglegur verslunarstaður árið 1899. Þorpsbúar áttu kirkjusókn á Stað í Súgandafirði. En eftir því sem byggðin efldist vildu þorpsbúar fá kirkju í þorpið sitt.
Það voru súgfirskar kvenfélagskonur sem áttu frumkvæði að kirkjubyggingu á Suðureyri með því að stofna kirkjubyggingarsjóð árð 1926 og lögðu þær fram stofnframlagið. Mikill áhugi vaknaði í þorpinu á kirkjubyggingunni og gekk söfnun í sjóðinn ákaflega vel. Náðist að byggja kirkjuna skuldlausa eins og stefnt hafði verið að.
Suðureyrarkirkja við Súgandafjörð er í Staðarsókn í Ísafjarðarprestakalli. Hún var vígð 22. nóvember 1937. Jón Jónsson, húsasmiður á Flateyri, teiknaði hana og byggði. Kirkjan tekur 160 manns í sæti og hún er vönduð og vegleg steinkirkja. Hún stendur á fallegum stað þegar komið er inn í þorpið og sést víða að.
Kirkjan á marga góða gripi. Tvær klukkur, altarisstjaka, söngtöflu og er vel búin af messuskrúða.
Altaristaflan er eftirmynd sem listmálarinn Brynjólfur Þórðarson (1896-1938) gerði. Ekki er hægt að fullyrða eftir hvaða listamann frummyndin er þó svo bent hafi verið á danska málarann Carl Bloch (1834-1890).
Suðureyrarkirkja við Súgandafjörð er prýdd steindum gluggum eftir Benedikt Gunnarsson (1929-2018) en hann var fæddur á Suðureyri og þjóðkunnur listamaður.
Gluggarnir komu í kirkjuna árið 2000 og voru gefnir í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu. Gefendur voru velunnarar Suðureyrarkirkju og voru þeir gefnir til minningar um látna ástvini. Fyrst komu tólf gluggar, síðar bættust fleiri við.
Gluggarnir eru helsta gersemi Suðureyrarkirkju.
Nánar má lesa um Suðureyrarkirkju hér.
Horft inn að altari
Altaristaflan er fögur – Brynjólfur Þórðarson málaði hana eftir annarri mynd
Steindir gluggar eftir Benedikt Gunnarsson eru áhrifamiklir
Steindir gluggar
Suðureyrarkirkja þegar degi hallar
Um aldamótin 1900 tók að myndast þorp á Suðureyri við sunnanverðan Súgandafjörð með tilkomu vélbátaútgerðar og varð þorpið löglegur verslunarstaður árið 1899. Þorpsbúar áttu kirkjusókn á Stað í Súgandafirði. En eftir því sem byggðin efldist vildu þorpsbúar fá kirkju í þorpið sitt.
Það voru súgfirskar kvenfélagskonur sem áttu frumkvæði að kirkjubyggingu á Suðureyri með því að stofna kirkjubyggingarsjóð árð 1926 og lögðu þær fram stofnframlagið. Mikill áhugi vaknaði í þorpinu á kirkjubyggingunni og gekk söfnun í sjóðinn ákaflega vel. Náðist að byggja kirkjuna skuldlausa eins og stefnt hafði verið að.
Suðureyrarkirkja við Súgandafjörð er í Staðarsókn í Ísafjarðarprestakalli. Hún var vígð 22. nóvember 1937. Jón Jónsson, húsasmiður á Flateyri, teiknaði hana og byggði. Kirkjan tekur 160 manns í sæti og hún er vönduð og vegleg steinkirkja. Hún stendur á fallegum stað þegar komið er inn í þorpið og sést víða að.
Kirkjan á marga góða gripi. Tvær klukkur, altarisstjaka, söngtöflu og er vel búin af messuskrúða.
Altaristaflan er eftirmynd sem listmálarinn Brynjólfur Þórðarson (1896-1938) gerði. Ekki er hægt að fullyrða eftir hvaða listamann frummyndin er þó svo bent hafi verið á danska málarann Carl Bloch (1834-1890).
Suðureyrarkirkja við Súgandafjörð er prýdd steindum gluggum eftir Benedikt Gunnarsson (1929-2018) en hann var fæddur á Suðureyri og þjóðkunnur listamaður.
Gluggarnir komu í kirkjuna árið 2000 og voru gefnir í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu. Gefendur voru velunnarar Suðureyrarkirkju og voru þeir gefnir til minningar um látna ástvini. Fyrst komu tólf gluggar, síðar bættust fleiri við.
Gluggarnir eru helsta gersemi Suðureyrarkirkju.
Nánar má lesa um Suðureyrarkirkju hér.
Horft inn að altari
Altaristaflan er fögur – Brynjólfur Þórðarson málaði hana eftir annarri mynd
Steindir gluggar eftir Benedikt Gunnarsson eru áhrifamiklir
Steindir gluggar
Suðureyrarkirkja þegar degi hallar