Kirkja septembermánaðar er Þorlákskirkja í Þorlákshöfn. Hún var vígð 28. júlí 1985 af sr. Pétri Sigurgeirssyni, biskupi. Jörundur Pálsson, arkitekt teiknaði kirkjuna, byggingameistari var Sverrir Sigurjónsson.

Á vígsludegi var kirkjunni afhentur messuhökull fyrri Þorlákskirkju en hún var rifin seint á 18du öld. Kirkjan á handprjónaðan hökul úr kambgarni og er hann sá eini sinnar tegundar hér á landi.

Altaristaflan er múrrista eftir Gunnstein Gíslason og er temað: „Herra, bjarga þú mér.“ Orgel kirkjunnar er íslensk smíð, 18 radda og er úr smiðju Björgvins Tómassonar.

Á útihurð kirkjunnar eru myndir sem Erlendur Magnússon skar út eftir myndum arkitekts kirkjunnar.

Kirkjan tekur rúmlega 200 manns í sæti.

Altaristaflan er björt og tilkomumikil

Orgelið er listasmíð 

Minnismerkið um drukknaða og horfna ástvini

Myndir á hurð kirkjunnar. Lesendur Kirkjublaðsins.is geta spreytt sig á því að finna út til hvaða atburða er verið að vitna í myndunum

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkja septembermánaðar er Þorlákskirkja í Þorlákshöfn. Hún var vígð 28. júlí 1985 af sr. Pétri Sigurgeirssyni, biskupi. Jörundur Pálsson, arkitekt teiknaði kirkjuna, byggingameistari var Sverrir Sigurjónsson.

Á vígsludegi var kirkjunni afhentur messuhökull fyrri Þorlákskirkju en hún var rifin seint á 18du öld. Kirkjan á handprjónaðan hökul úr kambgarni og er hann sá eini sinnar tegundar hér á landi.

Altaristaflan er múrrista eftir Gunnstein Gíslason og er temað: „Herra, bjarga þú mér.“ Orgel kirkjunnar er íslensk smíð, 18 radda og er úr smiðju Björgvins Tómassonar.

Á útihurð kirkjunnar eru myndir sem Erlendur Magnússon skar út eftir myndum arkitekts kirkjunnar.

Kirkjan tekur rúmlega 200 manns í sæti.

Altaristaflan er björt og tilkomumikil

Orgelið er listasmíð 

Minnismerkið um drukknaða og horfna ástvini

Myndir á hurð kirkjunnar. Lesendur Kirkjublaðsins.is geta spreytt sig á því að finna út til hvaða atburða er verið að vitna í myndunum

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir