Útskálakirkja er í Útskálaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.
Um kirkju er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Núverandi kirkja að Útskálum var reist 1861. Yfirsmiður hennar og hönnuður var Einar Jónsson (1818-1891), snikkari – hann smíðaði þilskip og báta. Reynivallakirkja í Kjós er einnig hans verk.
Útskálakirkja er járnklætt timburhús. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni, til dæmis var hún lengd skömmu fyrir áramótin 1900 og þá voru verulegar umbætur gerðar á henni innan húss árin 2007 -2008.
Altaristafla kirkjunnar er olíuverk og kom í kirkjuna 1878. Taflan er eftirmynd af verki franska barokklistmálarans Nicolas Poussin (1594-1665), sem danski listmálarinn Gustav Theodor Wegener (1817-1877) gerði. Myndin sýnir boðun Maríu.
Útskálakirkja á marga góða gripi og er vel búin messuklæðum.
Kirkjuklukkur eru tvær, frá 1740 og 1765.
Útskálakirkja tekur um 150 manns í sæti.
Útskálakirkja var sóknarkirkja Keflvíkinga allt til ársins 1915.
Útskálakirkja er í Útskálaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.
Um kirkju er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
Núverandi kirkja að Útskálum var reist 1861. Yfirsmiður hennar og hönnuður var Einar Jónsson (1818-1891), snikkari – hann smíðaði þilskip og báta. Reynivallakirkja í Kjós er einnig hans verk.
Útskálakirkja er járnklætt timburhús. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni, til dæmis var hún lengd skömmu fyrir áramótin 1900 og þá voru verulegar umbætur gerðar á henni innan húss árin 2007 -2008.
Altaristafla kirkjunnar er olíuverk og kom í kirkjuna 1878. Taflan er eftirmynd af verki franska barokklistmálarans Nicolas Poussin (1594-1665), sem danski listmálarinn Gustav Theodor Wegener (1817-1877) gerði. Myndin sýnir boðun Maríu.
Útskálakirkja á marga góða gripi og er vel búin messuklæðum.
Kirkjuklukkur eru tvær, frá 1740 og 1765.
Útskálakirkja tekur um 150 manns í sæti.
Útskálakirkja var sóknarkirkja Keflvíkinga allt til ársins 1915.