Útskálakirkja er í Útskálaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.

Um kirkju er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Núverandi kirkja að Útskálum var reist 1861. Yfirsmiður hennar og hönnuður var Einar Jónsson (1818-1891), snikkari – hann smíðaði þilskip og báta. Reynivallakirkja í Kjós er einnig hans verk.

Útskálakirkja er járnklætt timburhús. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni, til dæmis var hún lengd skömmu fyrir áramótin 1900 og þá voru verulegar umbætur gerðar á henni innan húss árin 2007 -2008.

Altaristafla kirkjunnar er olíuverk og kom í kirkjuna 1878. Taflan er eftirmynd af verki franska barokklistmálarans Nicolas Poussin (1594-1665), sem danski listmálarinn Gustav Theodor Wegener (1817-1877) gerði. Myndin sýnir boðun Maríu.

Útskálakirkja á marga góða gripi og er vel búin messuklæðum.

Kirkjuklukkur eru tvær, frá 1740 og 1765.

Útskálakirkja tekur um 150 manns í sæti.

Útskálakirkja var sóknarkirkja Keflvíkinga allt til ársins 1915.

Í forkirkju – yfir dyrum inn í kirkjuskip hangir ljósmynd af verki Bertels Thorvaldsen (1770-1838): „Komið til mín“

Horft inn kirkju að altari

Hægra megin hangir skipslíkan í loftinu og er íslensk smíð – prédikunarstóll frá 1796 og keyptur af Dómkirkjunni í Reykjavík 1886 

Málaðar marmarasúlur í kringum altari – hér sjást báðar ljósasúlurnar

Skírnarfontur skorinn út af Ríkarði Jónssyni (1888-1977) úr harðviði – ljósasúlur eru tvær sitt hvorum megin við altari og þær gerði Axel Þórir Gestsson (1925-2007), myndskeri, – skornar út úr birki

Altaristaflan segir frá því þegar Gabríel erkiengill boðaði Maríu fæðingu Jesú

 Á altari er róðukross úr silfri gefinn til minningar um sjómenn er fórust með vélbátnum Óðni frá Gerðum árið 1944

Söngtafla – þær eru tvær, gamlar

Auga Guðs á tréplötu – verkið er sagt jafngamalt kirkjunni

Horft út kirkju

Myndarlegt guðshús

Sterkur svipur á Útskálakirkju – vindhani á turni með ártalinu 1851 en það ár var hann settur upp á kirkjuna sem stóð á undan þeirri sem nú er að Útskálum

Minnisvarði um drukknaða í kirkjugarði Útskálakirkju

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Útskálakirkja er í Útskálaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.

Um kirkju er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Núverandi kirkja að Útskálum var reist 1861. Yfirsmiður hennar og hönnuður var Einar Jónsson (1818-1891), snikkari – hann smíðaði þilskip og báta. Reynivallakirkja í Kjós er einnig hans verk.

Útskálakirkja er járnklætt timburhús. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni, til dæmis var hún lengd skömmu fyrir áramótin 1900 og þá voru verulegar umbætur gerðar á henni innan húss árin 2007 -2008.

Altaristafla kirkjunnar er olíuverk og kom í kirkjuna 1878. Taflan er eftirmynd af verki franska barokklistmálarans Nicolas Poussin (1594-1665), sem danski listmálarinn Gustav Theodor Wegener (1817-1877) gerði. Myndin sýnir boðun Maríu.

Útskálakirkja á marga góða gripi og er vel búin messuklæðum.

Kirkjuklukkur eru tvær, frá 1740 og 1765.

Útskálakirkja tekur um 150 manns í sæti.

Útskálakirkja var sóknarkirkja Keflvíkinga allt til ársins 1915.

Í forkirkju – yfir dyrum inn í kirkjuskip hangir ljósmynd af verki Bertels Thorvaldsen (1770-1838): „Komið til mín“

Horft inn kirkju að altari

Hægra megin hangir skipslíkan í loftinu og er íslensk smíð – prédikunarstóll frá 1796 og keyptur af Dómkirkjunni í Reykjavík 1886 

Málaðar marmarasúlur í kringum altari – hér sjást báðar ljósasúlurnar

Skírnarfontur skorinn út af Ríkarði Jónssyni (1888-1977) úr harðviði – ljósasúlur eru tvær sitt hvorum megin við altari og þær gerði Axel Þórir Gestsson (1925-2007), myndskeri, – skornar út úr birki

Altaristaflan segir frá því þegar Gabríel erkiengill boðaði Maríu fæðingu Jesú

 Á altari er róðukross úr silfri gefinn til minningar um sjómenn er fórust með vélbátnum Óðni frá Gerðum árið 1944

Söngtafla – þær eru tvær, gamlar

Auga Guðs á tréplötu – verkið er sagt jafngamalt kirkjunni

Horft út kirkju

Myndarlegt guðshús

Sterkur svipur á Útskálakirkju – vindhani á turni með ártalinu 1851 en það ár var hann settur upp á kirkjuna sem stóð á undan þeirri sem nú er að Útskálum

Minnisvarði um drukknaða í kirkjugarði Útskálakirkju

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir