Vatnsfjörður er sögufrægt höfuðból yst á Vatnsfjarðarnesi, milli Mjóafjarðar og Ísafjarðar. Getið er um kirkju í Vatnsfirði í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Kirkja sú sem nú stendur í Vatnsfirði var reist 1911-1912 og sá er teiknaði hana var Rögnvaldur Ágúst Ólafsson.

Kirkjan er óbreytt að ytra en henni hefur verið þó nokkuð breytt að innan frá því sem áður var. Panelklæðningin er til dæmis ekki upprunaleg.

Á kórgafli er róðukross (T-kross) sem einn Vatnsfjarðarklerka gerði, sr. Hjalti Þórarinsson (1665-1754), mikill hagleiksmaður og listamaður. Einnig gerði hann prédikunarstól sem varðveittur er í Þjóðminjasafni Íslands ásamt ýmsum merkum gripum úr eigu kirkjunnar – til dæmis skápur með útskornu og máluðu líkneski af Ólafi helga.

Altaristafla kirkjunnar er dönsk, upprisumynd, færð kirkjunni að gjöf 1860. Um er að ræða olíumálverk á tré, og höfundur hennar er J.F. Møller (1797-1871).

Vatnfjörður tilheyrir nú Ísafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Horft inn eftir kirkju

Kirkjubekkir, hvítir og beinbakir

Danska altaristaflan, gefin 1860, upprisumynd

T-kross – eftir sr. Hjalta Þórarinsson

Horft frá kirkju yfir kirkjugarðinn og heim að bænum 

Allar myndir teknar 29. júlí 2020 af Kirkjublaðið.is

Sjá nánar:  

Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans, Björn G. Björnsson, R. 2016 bls. 142-143

Kirkjur Íslands, 28. bindi, ýmsir höf., R. 2017, bls. 257-305

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Vatnsfjörður er sögufrægt höfuðból yst á Vatnsfjarðarnesi, milli Mjóafjarðar og Ísafjarðar. Getið er um kirkju í Vatnsfirði í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Kirkja sú sem nú stendur í Vatnsfirði var reist 1911-1912 og sá er teiknaði hana var Rögnvaldur Ágúst Ólafsson.

Kirkjan er óbreytt að ytra en henni hefur verið þó nokkuð breytt að innan frá því sem áður var. Panelklæðningin er til dæmis ekki upprunaleg.

Á kórgafli er róðukross (T-kross) sem einn Vatnsfjarðarklerka gerði, sr. Hjalti Þórarinsson (1665-1754), mikill hagleiksmaður og listamaður. Einnig gerði hann prédikunarstól sem varðveittur er í Þjóðminjasafni Íslands ásamt ýmsum merkum gripum úr eigu kirkjunnar – til dæmis skápur með útskornu og máluðu líkneski af Ólafi helga.

Altaristafla kirkjunnar er dönsk, upprisumynd, færð kirkjunni að gjöf 1860. Um er að ræða olíumálverk á tré, og höfundur hennar er J.F. Møller (1797-1871).

Vatnfjörður tilheyrir nú Ísafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Horft inn eftir kirkju

Kirkjubekkir, hvítir og beinbakir

Danska altaristaflan, gefin 1860, upprisumynd

T-kross – eftir sr. Hjalta Þórarinsson

Horft frá kirkju yfir kirkjugarðinn og heim að bænum 

Allar myndir teknar 29. júlí 2020 af Kirkjublaðið.is

Sjá nánar:  

Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ágúst Ólafsson og verk hans, Björn G. Björnsson, R. 2016 bls. 142-143

Kirkjur Íslands, 28. bindi, ýmsir höf., R. 2017, bls. 257-305

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir