Vídalínskirkja er í Garðasókn í Garðaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Kirkjan er kennd við Jón Vídalín (1666-1720), Skálholtsbiskup, sem fæddur var í Görðum á Álftanesi og þjónaði þar sem prestur um tveggja ára skeið áður en hann varð biskup.
Vídalínskirkja var teiknuð af Skúla H. Norðdahl (1924-2011) arkitekt, en hann teiknaði einnig safnaðarheimili kirkjunnar, Kirkjuhvol, sem reist var áður en kirkjan sá dagsins ljós. Kirkjan rúmar 300 manns í sæti en með opnun inn í safnaðarheimilið, rúmar hún 500 manns.
Kirkjan var vígð 1995 af sr. Ólafi Skúlasyni (1929-2008), biskupi.
Í kirkjunni eru sjö steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð, glerlistamann, sem voru helgaðir við guðsþjónustu 14. desember árið 2000.
Í lofti kirkjuskips hangir glerlistaverk sem ber nafnið Eining. Glerlistafólkið Sören Staunsager Larsen (1946-2003) og Sigrún Einarsdóttir eru höfundar þess.
Kirkjan á stóra Kristsmynd sem listmálarinn Baltasar Samper málaði.
Skírnarfontur kirkjunnar er veglegur og hann smíðaði Pétur Bjarnason (1955-2020), myndlistarmaður.
Orgel kirkjunnar er 20 radda og smíðað hjá Björgvini Tómassyni orgelsmið á Stokkseyri.
Ljósastandur eða ljósberi er hannaður og smíðaður af Gunnsteini Gíslasyni myndlistarmanni.
Kirkjan er búin vel að góðum gripum, kaleik, altarisstjökum, oblátudiski og silfurkrossi, sem Pétur Tryggvi Hjálmarsson, gullsmiður hannaði og smíðaði. Þá er í eigu kirkjunnar vandaður skrúði sem listakonurnar Hrafnhildur Sigurðardóttir (1939-1980) og Guðrún J. Vigfúsdóttir (1921-2015) hafa gert.
Fangamark Krists á altarisbrún og tilvitnun í Jón Vídalín á prédikunarstól eru verk Sveins Ólafssonar (1925-2010), myndskera.
Klukkur Vídalínskirkju eru þrjár og breskar að gerð. Sama áletrun er á klukkunum þremur: O Rex Gloriae Veni Cum Pacem, sem þýðir: Konungur dýrðarinnar, kom með friði.

Gengið er inn í kirkjuna á hlið

Þegar gengið er inn blasir við Kristsmynd Baltasars

Horft til altaris

Horft frá altari

Prédikunarstóll og skírnarsár

Altarið í Vídalínskirkju

Ljósastandur – ljósberi

Glerlistaverk hangir í lofti

Steindur gluggi er lifandi gluggi

Steindir gluggar prýða kirkjuna

Gæðaorgel – íslensk smíð – 20 raddir – 1144 pípur

Vídalínskirkja er rúmgott guðshús

Fangamark Krists fagurlega útskorið – er á altarisbrún

Húsakynni eru mikið og safnaðarheimili gott

Vídalínskirkja á vetrardegi 2025 Allar myndir: Kirkjublaðið.is
Vídalínskirkja er í Garðasókn í Garðaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.
Kirkjan er kennd við Jón Vídalín (1666-1720), Skálholtsbiskup, sem fæddur var í Görðum á Álftanesi og þjónaði þar sem prestur um tveggja ára skeið áður en hann varð biskup.
Vídalínskirkja var teiknuð af Skúla H. Norðdahl (1924-2011) arkitekt, en hann teiknaði einnig safnaðarheimili kirkjunnar, Kirkjuhvol, sem reist var áður en kirkjan sá dagsins ljós. Kirkjan rúmar 300 manns í sæti en með opnun inn í safnaðarheimilið, rúmar hún 500 manns.
Kirkjan var vígð 1995 af sr. Ólafi Skúlasyni (1929-2008), biskupi.
Í kirkjunni eru sjö steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð, glerlistamann, sem voru helgaðir við guðsþjónustu 14. desember árið 2000.
Í lofti kirkjuskips hangir glerlistaverk sem ber nafnið Eining. Glerlistafólkið Sören Staunsager Larsen (1946-2003) og Sigrún Einarsdóttir eru höfundar þess.
Kirkjan á stóra Kristsmynd sem listmálarinn Baltasar Samper málaði.
Skírnarfontur kirkjunnar er veglegur og hann smíðaði Pétur Bjarnason (1955-2020), myndlistarmaður.
Orgel kirkjunnar er 20 radda og smíðað hjá Björgvini Tómassyni orgelsmið á Stokkseyri.
Ljósastandur eða ljósberi er hannaður og smíðaður af Gunnsteini Gíslasyni myndlistarmanni.
Kirkjan er búin vel að góðum gripum, kaleik, altarisstjökum, oblátudiski og silfurkrossi, sem Pétur Tryggvi Hjálmarsson, gullsmiður hannaði og smíðaði. Þá er í eigu kirkjunnar vandaður skrúði sem listakonurnar Hrafnhildur Sigurðardóttir (1939-1980) og Guðrún J. Vigfúsdóttir (1921-2015) hafa gert.
Fangamark Krists á altarisbrún og tilvitnun í Jón Vídalín á prédikunarstól eru verk Sveins Ólafssonar (1925-2010), myndskera.
Klukkur Vídalínskirkju eru þrjár og breskar að gerð. Sama áletrun er á klukkunum þremur: O Rex Gloriae Veni Cum Pacem, sem þýðir: Konungur dýrðarinnar, kom með friði.

Gengið er inn í kirkjuna á hlið

Þegar gengið er inn blasir við Kristsmynd Baltasars

Horft til altaris

Horft frá altari

Prédikunarstóll og skírnarsár

Altarið í Vídalínskirkju

Ljósastandur – ljósberi

Glerlistaverk hangir í lofti

Steindur gluggi er lifandi gluggi

Steindir gluggar prýða kirkjuna

Gæðaorgel – íslensk smíð – 20 raddir – 1144 pípur

Vídalínskirkja er rúmgott guðshús

Fangamark Krists fagurlega útskorið – er á altarisbrún

Húsakynni eru mikið og safnaðarheimili gott

Vídalínskirkja á vetrardegi 2025 Allar myndir: Kirkjublaðið.is