Víðistaðakirkja í Hafnarfirði var vígð 1988 af sr. Pétri Sigurgeirssyni, biskupi. Söfnuðurinn var stofnaður 1977. Fyrsta skóflustungan var tekin sumardaginn fyrsta 1981. Kirkjuna hönnuðu arkitektarnir Lovisa Christianssen og Óli G.H. Þórðarson.

Kirkjan stendur í hrauni í norðurbænum í Hafnarfirði. Hún er hringlaga og stallarnir upp úr framstafni hennar eiga að vera tákn fyrir þyrnikórónu Krists. Teikning kirkjunnar gerði ráð fyrir turni sem risi upp úr tjörn sem umlykti kirkjuna að hluta til. Ganga átti yfir brú sem fór í gegnum turninn. Ekki hefur orðið af þeirri framkvæmd.

Kirkjuskipið rúmar um 350 manns en með því að opna inn í hliðarsali komast 200 manns til viðbótar.

Freskulistaverk eftir Baltasar eru mjög svo einkennandi fyrir kirkjuna. Það er á fimm veggjum og segja má að það sé stærsta kirkjulistaverk hér á landi að flatarmáli.

Stallarnir eiga að minna á þyrna 

Altari kirkjunnar – hluti af freskuverki Baltasars 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Víðistaðakirkja í Hafnarfirði var vígð 1988 af sr. Pétri Sigurgeirssyni, biskupi. Söfnuðurinn var stofnaður 1977. Fyrsta skóflustungan var tekin sumardaginn fyrsta 1981. Kirkjuna hönnuðu arkitektarnir Lovisa Christianssen og Óli G.H. Þórðarson.

Kirkjan stendur í hrauni í norðurbænum í Hafnarfirði. Hún er hringlaga og stallarnir upp úr framstafni hennar eiga að vera tákn fyrir þyrnikórónu Krists. Teikning kirkjunnar gerði ráð fyrir turni sem risi upp úr tjörn sem umlykti kirkjuna að hluta til. Ganga átti yfir brú sem fór í gegnum turninn. Ekki hefur orðið af þeirri framkvæmd.

Kirkjuskipið rúmar um 350 manns en með því að opna inn í hliðarsali komast 200 manns til viðbótar.

Freskulistaverk eftir Baltasar eru mjög svo einkennandi fyrir kirkjuna. Það er á fimm veggjum og segja má að það sé stærsta kirkjulistaverk hér á landi að flatarmáli.

Stallarnir eiga að minna á þyrna 

Altari kirkjunnar – hluti af freskuverki Baltasars 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir