Víkurkirkja, Vík í Mýrdal, er í Víkurprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkjan var vígð 14. október 1934 en bygging hennar hófst 1931. Hún er steinsteypt hús og tekur um 160 manns í sæti.

Víkurkirkja er fyrsta kirkjan sem reist er í Vík í Mýrdal. Hún stendur á svonefndu Skeri við bæinn og er gott útsýni yfir til Reynisdranga.

Kirkjuna teiknaði Guðjóns Samúelsson (1887-1950), húsameistari ríkisins, Einar Erlendsson (1883-1968), húsameistari, áritaði teikninguna. Yfirsmiður var Matthias Einarsson (1904-1999) frá Þórisholti.

Altaristaflan í kirkjunni er eftirmynd sem Brynjólfur Þórðarson (1896-1938), listmálari, gerði af verki Carls H. Bloch (1834-1890), Kristur í Getsemanegarðinum (Grasgarðinum) frá 1878-1879. Olía á striga. Stærð: 108 x138 sm. Frummynd altaristöflunnar er í Sankti Hans kirkju í Óðinsvéum í Danmörku.

Í kirkjunni eru steindir gluggar eftir Hrafnhildi Ágústsdóttur, glerlistakonu.

Orgelið er smíðað af Katli Sigurjónssyni, frá Forsæti í Villingaholtshreppi.

Kaleikur, patína og oblátursskrín, komu úr aflagðri Höfðabrekkukirkju.

 

Horft fram kirkju – hún er rúmgóð og sviphrein

 

Altarið, blár himinn yfir og til sitt hvorrar handar kertastandar haganlega felldir að veggnum

 

Altaristaflan er eftirmynd sem listmálarinn Brynjólfur Þórðarson gerði eftir danskri mynd

 

Kirkjuna prýða steindir gluggar eftir Hrafnhildi Ágústsdóttur, glerlistakonu

 

Orgelið er smíðað af Katli Sigurjónssyni, frá Forsæti í Villingaholtshreppi

 

Klæðið á prédikunarstólnum, prédikunarstólsklæði, er gert af Sigrúnu Jónsdóttur (1920-2001), kirkjulistakonu, en hún fæddist í Vík í Mýrdal

 

Víkurkirkja er myndarlegt guðshús

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Víkurkirkja, Vík í Mýrdal, er í Víkurprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Kirkjan var vígð 14. október 1934 en bygging hennar hófst 1931. Hún er steinsteypt hús og tekur um 160 manns í sæti.

Víkurkirkja er fyrsta kirkjan sem reist er í Vík í Mýrdal. Hún stendur á svonefndu Skeri við bæinn og er gott útsýni yfir til Reynisdranga.

Kirkjuna teiknaði Guðjóns Samúelsson (1887-1950), húsameistari ríkisins, Einar Erlendsson (1883-1968), húsameistari, áritaði teikninguna. Yfirsmiður var Matthias Einarsson (1904-1999) frá Þórisholti.

Altaristaflan í kirkjunni er eftirmynd sem Brynjólfur Þórðarson (1896-1938), listmálari, gerði af verki Carls H. Bloch (1834-1890), Kristur í Getsemanegarðinum (Grasgarðinum) frá 1878-1879. Olía á striga. Stærð: 108 x138 sm. Frummynd altaristöflunnar er í Sankti Hans kirkju í Óðinsvéum í Danmörku.

Í kirkjunni eru steindir gluggar eftir Hrafnhildi Ágústsdóttur, glerlistakonu.

Orgelið er smíðað af Katli Sigurjónssyni, frá Forsæti í Villingaholtshreppi.

Kaleikur, patína og oblátursskrín, komu úr aflagðri Höfðabrekkukirkju.

 

Horft fram kirkju – hún er rúmgóð og sviphrein

 

Altarið, blár himinn yfir og til sitt hvorrar handar kertastandar haganlega felldir að veggnum

 

Altaristaflan er eftirmynd sem listmálarinn Brynjólfur Þórðarson gerði eftir danskri mynd

 

Kirkjuna prýða steindir gluggar eftir Hrafnhildi Ágústsdóttur, glerlistakonu

 

Orgelið er smíðað af Katli Sigurjónssyni, frá Forsæti í Villingaholtshreppi

 

Klæðið á prédikunarstólnum, prédikunarstólsklæði, er gert af Sigrúnu Jónsdóttur (1920-2001), kirkjulistakonu, en hún fæddist í Vík í Mýrdal

 

Víkurkirkja er myndarlegt guðshús

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir