Lengi hefur það verið árviss viðburður að halda Hallgrímshátíð í Saurbæ í Hvalfirði sem næst dánardegi Hallgríms Péturssonar sem var 27. október 1674. Hátíðin er hvort tveggja í senn kirkjuhátíð og menningarhátíð.

Minning skáldsins er að sjálfsögðu í öndvegi og henni eru gerð skil með margvíslegum hætti.

Nú verður Hallgrímshátíðin helgina 25.-26. október og er dagskrá hennar fjölbreytt að vanda.

Á laugardeginum verður svokölluð Sigurjónsvaka í kirkjunni en hún er tileinkuð séra Sigurjóni Guðjónssyni (1901-1995) sem var prestur á staðnum 1931-1966 og má teljast hafa verið sálmafræðingur auk þess að yrkja sjálfur sálma og þýða. Eftir hann liggur viðamikið handrit í sálmafræði sem hefur reynst ýmsum íslenskum fræðimönnum góður grunnur í þeirri grein. Þessi dagskrá fer fram í tónum og tali. Sr. Jón Helgi Þórarinsson mun fjalla um sálma sr. Sigurjóns og sr. Kristján Valur Ingólfsson flytur inngangs- og lokaorð. Tónlistin verður í höndum Kór Saurbæjarprestakalls hins forna og með honum syngur Ásta Marý Stefánsdóttir, sópran og Erla Rut Káradóttir, er stjórnandi og meðleikari.

Hátíðarmessa verður á sunnudeginum. Prestar prestakallsins koma þar að þjónustu og staðarhaldari í Saurbæ, sr. Kristján Valur Ingólfsson, fv. vígslubiskup prédikar. Kór Saurbæjarprestkalls,  Ásta Marý Stefánsdóttir og Benedikt Kristjánsson syngja. Organisti er Erla Rut Káradóttir.

Kirkjukaffi verður í lok messu í Sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi í boði sóknarnefndar.

Síðdegis er svo hátíðardagskrá í kirkjunni, kl. 16.30. Dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín kynnir nýútkomna bók sína sem er ævisaga Brynjólfs Sveinssonar, Skálholtsbiskups. Þá les skáldkonan Sigurbjörg Þrastardóttir eigin ljóð sem sum tengjast Hallgrími Péturssyni. Tónlist flytja Benedikt Kristjánsson, tenór, Kór Saurbæjarprestakalls og Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari.

Kirkjublaðið.is hvetur alla sem tök hafa á til að sækja þessa trúar- og menningarhátíð í fallegu umhverfi Hvalfjarðar. Þá er vel þess virði að skoða Hallgrímskirkju sérstaklega og steinda glugga Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem prýða hana. Og þau sem ekki hafa komið í Vatnaskóg fá upplagt tækifæri til að sjá staðinn og hin veglegu húsakynni hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Lengi hefur það verið árviss viðburður að halda Hallgrímshátíð í Saurbæ í Hvalfirði sem næst dánardegi Hallgríms Péturssonar sem var 27. október 1674. Hátíðin er hvort tveggja í senn kirkjuhátíð og menningarhátíð.

Minning skáldsins er að sjálfsögðu í öndvegi og henni eru gerð skil með margvíslegum hætti.

Nú verður Hallgrímshátíðin helgina 25.-26. október og er dagskrá hennar fjölbreytt að vanda.

Á laugardeginum verður svokölluð Sigurjónsvaka í kirkjunni en hún er tileinkuð séra Sigurjóni Guðjónssyni (1901-1995) sem var prestur á staðnum 1931-1966 og má teljast hafa verið sálmafræðingur auk þess að yrkja sjálfur sálma og þýða. Eftir hann liggur viðamikið handrit í sálmafræði sem hefur reynst ýmsum íslenskum fræðimönnum góður grunnur í þeirri grein. Þessi dagskrá fer fram í tónum og tali. Sr. Jón Helgi Þórarinsson mun fjalla um sálma sr. Sigurjóns og sr. Kristján Valur Ingólfsson flytur inngangs- og lokaorð. Tónlistin verður í höndum Kór Saurbæjarprestakalls hins forna og með honum syngur Ásta Marý Stefánsdóttir, sópran og Erla Rut Káradóttir, er stjórnandi og meðleikari.

Hátíðarmessa verður á sunnudeginum. Prestar prestakallsins koma þar að þjónustu og staðarhaldari í Saurbæ, sr. Kristján Valur Ingólfsson, fv. vígslubiskup prédikar. Kór Saurbæjarprestkalls,  Ásta Marý Stefánsdóttir og Benedikt Kristjánsson syngja. Organisti er Erla Rut Káradóttir.

Kirkjukaffi verður í lok messu í Sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi í boði sóknarnefndar.

Síðdegis er svo hátíðardagskrá í kirkjunni, kl. 16.30. Dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín kynnir nýútkomna bók sína sem er ævisaga Brynjólfs Sveinssonar, Skálholtsbiskups. Þá les skáldkonan Sigurbjörg Þrastardóttir eigin ljóð sem sum tengjast Hallgrími Péturssyni. Tónlist flytja Benedikt Kristjánsson, tenór, Kór Saurbæjarprestakalls og Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari.

Kirkjublaðið.is hvetur alla sem tök hafa á til að sækja þessa trúar- og menningarhátíð í fallegu umhverfi Hvalfjarðar. Þá er vel þess virði að skoða Hallgrímskirkju sérstaklega og steinda glugga Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem prýða hana. Og þau sem ekki hafa komið í Vatnaskóg fá upplagt tækifæri til að sjá staðinn og hin veglegu húsakynni hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir