Kirkjublaðið.is rak augun í það að á sunnudaginn eru felldar niður á höfuðborgarsvæðinu guðsþjónustur í nokkrum söfnuðum án nokkurra skýringa. Er þó lögbundinn messudagur hjá þeim.
Þegar rennt var augum yfir messuauglýsingar Morgunblaðsins laugardaginn 28. desember stendur þar efst til vinstri: á morgun. Í ljós kemur reyndar að í nær öllum þessum auglýsingum er verið að auglýsa guðsþjónustur á gamlársdag eða nýársdag. Sem sé ekki á morgun. Annað hvort er þetta upplýsingaóreiða í boði Moggans eða þjóðkirkjunnar.
Þetta eru kirkjur í stórum söfnuðum eins og Grafarvogssöfnuði, Grafarholti, Fella- og Hólaprestakalli, Fossvogsprestakalli og Mosfellsbæ svo nokkur dæmi séu nefnd. Skyldi prestaskortur valda þessu? Laugardalsprestakall með þremur kirkjum býður ekki upp á neitt á morgun – þyrfti að opna heimasíðu. Þó eru þar fjórir prestar að störfum. Er próföstum kunnugt um þetta – eða biskupi?
Skýringin kann að vera að þetta sé bundið í kjarasamninga að þegar jóladaga beri upp á venjulega vikudaga eigi prestar frí á sunnudeginum milli jóla og nýárs. Ekki væri hægt að bera upp sem afsökun að söfnuðurinn sé búinn að fá nóg af helgihaldi – eða hvað? Nú, í sumum þessara safnaða eru allt að fjórir prestar að störfum og svo djáknar. Ekki skortir mannskapinn. Væri Kirkjublaðið.is vinnuveitandinn myndi það sjá til þess að guðsþjónusta væri haldin á þessum sunnudegi sem og aðra – hamra járnið meðan það er heitt. Að minnsta kosti opna dyr einnar kirkju af fjórum í einu prestakalli til að sýna að þörf sé á þeim. Nú, þetta messufall á sunnudegi milli jóla og nýárs kann að vera hefð sem farið hefur fram hjá Kirkjublaðinu.is. Svo gæti náttúrlega hafa láðst að moka kirkjutröppurnar.
Á þessu öllu kunna að vera skýringar sem Kirkjublaðinu er ókunnugt um en gaman væri að einhver legði orð í belg til að útskýra málið.
Þegar farið er inn á heimasíður nokkurra sókna kemur í ljós að þar er merkinu haldið upp eins og í Seltjarnarnessókn, Nessókn, Dómkirkjusókn, Hallgrímssókn, Lindasókn, Digranessókn, o.fl. Í Árbæjarkirkju verður kyrrðar- og bænastund vegna ungs drengs sem lést af slysförum á Ítalíu.
Auðvitað verður messað á gamlársdag og nýársdag. Skárra væri það nú.
Kirkjublaðið.is rak augun í það að á sunnudaginn eru felldar niður á höfuðborgarsvæðinu guðsþjónustur í nokkrum söfnuðum án nokkurra skýringa. Er þó lögbundinn messudagur hjá þeim.
Þegar rennt var augum yfir messuauglýsingar Morgunblaðsins laugardaginn 28. desember stendur þar efst til vinstri: á morgun. Í ljós kemur reyndar að í nær öllum þessum auglýsingum er verið að auglýsa guðsþjónustur á gamlársdag eða nýársdag. Sem sé ekki á morgun. Annað hvort er þetta upplýsingaóreiða í boði Moggans eða þjóðkirkjunnar.
Þetta eru kirkjur í stórum söfnuðum eins og Grafarvogssöfnuði, Grafarholti, Fella- og Hólaprestakalli, Fossvogsprestakalli og Mosfellsbæ svo nokkur dæmi séu nefnd. Skyldi prestaskortur valda þessu? Laugardalsprestakall með þremur kirkjum býður ekki upp á neitt á morgun – þyrfti að opna heimasíðu. Þó eru þar fjórir prestar að störfum. Er próföstum kunnugt um þetta – eða biskupi?
Skýringin kann að vera að þetta sé bundið í kjarasamninga að þegar jóladaga beri upp á venjulega vikudaga eigi prestar frí á sunnudeginum milli jóla og nýárs. Ekki væri hægt að bera upp sem afsökun að söfnuðurinn sé búinn að fá nóg af helgihaldi – eða hvað? Nú, í sumum þessara safnaða eru allt að fjórir prestar að störfum og svo djáknar. Ekki skortir mannskapinn. Væri Kirkjublaðið.is vinnuveitandinn myndi það sjá til þess að guðsþjónusta væri haldin á þessum sunnudegi sem og aðra – hamra járnið meðan það er heitt. Að minnsta kosti opna dyr einnar kirkju af fjórum í einu prestakalli til að sýna að þörf sé á þeim. Nú, þetta messufall á sunnudegi milli jóla og nýárs kann að vera hefð sem farið hefur fram hjá Kirkjublaðinu.is. Svo gæti náttúrlega hafa láðst að moka kirkjutröppurnar.
Á þessu öllu kunna að vera skýringar sem Kirkjublaðinu er ókunnugt um en gaman væri að einhver legði orð í belg til að útskýra málið.
Þegar farið er inn á heimasíður nokkurra sókna kemur í ljós að þar er merkinu haldið upp eins og í Seltjarnarnessókn, Nessókn, Dómkirkjusókn, Hallgrímssókn, Lindasókn, Digranessókn, o.fl. Í Árbæjarkirkju verður kyrrðar- og bænastund vegna ungs drengs sem lést af slysförum á Ítalíu.
Auðvitað verður messað á gamlársdag og nýársdag. Skárra væri það nú.