Hvað sem hver segir þá er öllum stofnunum og fyrirtækjum nauðsynlegt að vera sýnileg í samtímanum. Þessi sýnileiki þarf að vera jákvæður og aðlaðandi og varpa ljósi á það sem viðkomandi stendur fyrir.
Stundum tekur Kirkjublaðið.is drjúgar syrpur og skoðar færslur á Instragramminu. Þar er fjölda kirkna að finna sem draga upp góðar og uppbyggilegar myndir úr safnaðarstarfinu. Það vekur hins vegar furðu hve lítil viðbrögð slíkar færslur fá. Allir vita að einn meginkjarninn í samfélagsmiðlum nútímans er að þau sem sjá viðkomandi færslu bregðist við þeim. Instagrammið býður upp á hjarta og stuttar athugasemdir.
Kirkjublaðið.is verður að segja eins og er að það er dapurlegt að fleira kirkjufólk skuli ekki bregðast við öllum þeim færslum sem söfnuðirnir setja inn á samfélasmiðlasíður sínar en raun ber vitni. Kannski eru einhverjar skýringar á því fyrir utan þá einföldu að ekki fylgja allir öllum á samfélagsmiðlunum – hins vegar ætti kirkjufólk að leita uppi sína kirkju og sinn söfnuð á þessum miðlum og hvetja hann til dáða með því að sýna viðbrögð.
Með þessum orðum er ekki verið að gleyma öllum tryggðatröllunum sem sýna góð og jákvæð viðbrögð gagnvart færslum á vettvangi kirkju og safnaða á samfélagsmiðlunum – þar er heldur betur traustur bakhjarl!
Lækin frægu sem svo skrifast á íslensku eru merkilegri en margur heldur. Þau sýna viðbrögð og á Feisbók er, eins og alþjóð veit, hægt að velja á milli viðbragsmerkja og þarf ekki að fjölyrða nánar um það.
Feisbók – það er nú eitt. Flestir eru þar á ferð og svo að segja allir söfnuðir (að minnsta kosti hinir stærstu) eru þar. Á Feisbókarsíðum safnaðanna er sagt frá starfinu og öðru því tengdu. Þar er líka undarlegt að sjá víða lítil sem engin viðbrögð – eða jafnvel aðeins viðbrögð frá þeim sem setti færsluna inn. Í söfnuðinum er nefnilega að finna grasrót kirkjunnar og að henni þarf að hlúa sérstaklega með alúð og uppörvun.
Feisbókarsíða kirkjunnar dregur ekki að sér mörg viðbrögð. Þar ættu prestar, djáknar og annað kirkjufólk að vera í fremstu röð. Biskuparnir einnig og kommenta á jákvæðu nótunum. Það er nefnilega margkannað mál að færslur sem draga að sér viðbrögð eru meira lesnar en þær frærslur sem dingla í lausu lofti eins og enginn hafi séð þær. Þess vegna er mikilvægt að draga lipran og jákvæðan fingur á lækhnappinn og sýna viðbrögð. Þetta ætti allt kirkjufólk að hafa í huga einmitt núna þegar fjölbreytilegt starf safnaðanna er að fara af stað víðast hvar um landið.
Kirkjan þarf að vera sýnileg með þessum hætti á samfélagsmiðlunum. Nú kann einhver að yppta öxlum og hugsa með sér hvílíkt hégómaraus er þetta nú, þá er það líka dæmi um viðbragð sem er betra en ekkert. En hégómi hefur á sér ýmsar hliðar og fylgir manneskjunni svo lengi sem hún gengur hér um garða.
Sem sagt: Verum jákvæð og skoðum og lesum það sem kirkjufólk lætur frá sér fara á samfélagsmiðlunum og sýnum viðbrögð!
Kirkjublaðið.is skorar á allt kirkjufólk að taka á sig rögg í þessu og gera þar með kirkjuna sýnilega í þessum áhrifamikla heimi samfélagsmiðlanna.
Kirkjan er nefnilega fólkið í landinu.
Hvað sem hver segir þá er öllum stofnunum og fyrirtækjum nauðsynlegt að vera sýnileg í samtímanum. Þessi sýnileiki þarf að vera jákvæður og aðlaðandi og varpa ljósi á það sem viðkomandi stendur fyrir.
Stundum tekur Kirkjublaðið.is drjúgar syrpur og skoðar færslur á Instragramminu. Þar er fjölda kirkna að finna sem draga upp góðar og uppbyggilegar myndir úr safnaðarstarfinu. Það vekur hins vegar furðu hve lítil viðbrögð slíkar færslur fá. Allir vita að einn meginkjarninn í samfélagsmiðlum nútímans er að þau sem sjá viðkomandi færslu bregðist við þeim. Instagrammið býður upp á hjarta og stuttar athugasemdir.
Kirkjublaðið.is verður að segja eins og er að það er dapurlegt að fleira kirkjufólk skuli ekki bregðast við öllum þeim færslum sem söfnuðirnir setja inn á samfélasmiðlasíður sínar en raun ber vitni. Kannski eru einhverjar skýringar á því fyrir utan þá einföldu að ekki fylgja allir öllum á samfélagsmiðlunum – hins vegar ætti kirkjufólk að leita uppi sína kirkju og sinn söfnuð á þessum miðlum og hvetja hann til dáða með því að sýna viðbrögð.
Með þessum orðum er ekki verið að gleyma öllum tryggðatröllunum sem sýna góð og jákvæð viðbrögð gagnvart færslum á vettvangi kirkju og safnaða á samfélagsmiðlunum – þar er heldur betur traustur bakhjarl!
Lækin frægu sem svo skrifast á íslensku eru merkilegri en margur heldur. Þau sýna viðbrögð og á Feisbók er, eins og alþjóð veit, hægt að velja á milli viðbragsmerkja og þarf ekki að fjölyrða nánar um það.
Feisbók – það er nú eitt. Flestir eru þar á ferð og svo að segja allir söfnuðir (að minnsta kosti hinir stærstu) eru þar. Á Feisbókarsíðum safnaðanna er sagt frá starfinu og öðru því tengdu. Þar er líka undarlegt að sjá víða lítil sem engin viðbrögð – eða jafnvel aðeins viðbrögð frá þeim sem setti færsluna inn. Í söfnuðinum er nefnilega að finna grasrót kirkjunnar og að henni þarf að hlúa sérstaklega með alúð og uppörvun.
Feisbókarsíða kirkjunnar dregur ekki að sér mörg viðbrögð. Þar ættu prestar, djáknar og annað kirkjufólk að vera í fremstu röð. Biskuparnir einnig og kommenta á jákvæðu nótunum. Það er nefnilega margkannað mál að færslur sem draga að sér viðbrögð eru meira lesnar en þær frærslur sem dingla í lausu lofti eins og enginn hafi séð þær. Þess vegna er mikilvægt að draga lipran og jákvæðan fingur á lækhnappinn og sýna viðbrögð. Þetta ætti allt kirkjufólk að hafa í huga einmitt núna þegar fjölbreytilegt starf safnaðanna er að fara af stað víðast hvar um landið.
Kirkjan þarf að vera sýnileg með þessum hætti á samfélagsmiðlunum. Nú kann einhver að yppta öxlum og hugsa með sér hvílíkt hégómaraus er þetta nú, þá er það líka dæmi um viðbragð sem er betra en ekkert. En hégómi hefur á sér ýmsar hliðar og fylgir manneskjunni svo lengi sem hún gengur hér um garða.
Sem sagt: Verum jákvæð og skoðum og lesum það sem kirkjufólk lætur frá sér fara á samfélagsmiðlunum og sýnum viðbrögð!
Kirkjublaðið.is skorar á allt kirkjufólk að taka á sig rögg í þessu og gera þar með kirkjuna sýnilega í þessum áhrifamikla heimi samfélagsmiðlanna.
Kirkjan er nefnilega fólkið í landinu.