Kirkjuþing kemur saman nú á morgun, laugardaginn 17. maí í Hafnarfjarðarkirkju, og tekur meðal annars til umfjöllunar skýrslu um kosti og galla þess að rýmka kosningarétt við kjör biskups og til kirkjuþings. Fróðlegt verður að fylgjast með þeirri mikilvægu umræðu og hvernig henni lyktar.
Það verða mikil tímamót í þjóðkirkjunni þegar lýðræðið tekur að renna um æðar hennar af fullum krafti eins og þjóðkirkjulögin gera ráð fyrir:
Þjóðkirkjan skal í starfsháttum sínum hafa í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis (4. gr. þjóðkirkjulaga).
Ekki verður fram hjá þessum lögum gengið og líta verður á skýrsluna sem viðbrögð kirkjunnar við lýðræðiskröfu löggjafans og svo sem ekki seinna vænna en tæp fjögur ár eru liðin frá gildistöku laganna.
Eftir lestur fyrrnefndrar skýrslu er einboðið að bretta verði hressilega upp ermar og hleypa lýðræðinu inn í kirkjuna. Skýrslan er afdráttarlaus í því efni að breyta verði regluverki við kjör biskups og til kirkjuþings vegna þess að núverandi kerfi samræmist ekki nútíma hugmyndum um jafnræði og lýðræði. Næst verður kosið til kirkjuþings 2026 og þá verður væntanlega kosið eftir nýjum reglum. Biskupskosning býður svo til seinni tíma eðli máls samkvæmt.
Í skýrslunni eru ræddir kostir við rýmkun kosningaréttar og eru þeir að sjálfsögðu margir. Minnt er á að rýmkun kosningaréttar sé bein afleiðing 4. gr. þjóðkirkjulaganna nýju. Tekið er undir það að almennur kosningaréttur sé lýðræðislegt fyrirkomulag og aðkoma sóknarmanna þjóðkirkjunnar að þeim sé eðlileg og sjálfsögð. Síðan fylgja almennar vangaveltur um jákvæða kosti þessarar lýðræðisvæðingar á varfærnislegum nótum og kann það að vekja undrun einhverra. Dæmi um varfærna fullyrðingu er sú að „með auknu lýðræði gæti ásýnd kirkjunnar orðið nútímalegri.“ Engum vafa er undirorpið að áliti Kirkjublaðsins.is að aukið lýðræði muni gera ásýnd kirkjunnar nútímalegri – eða hefur einhverjum dottið í hug að hún yrði forneskjulegri?
Skýrslan ræðir líka galla við rýmkun kosningaréttar.
Kannski er rangt að tala um galla lýðræðis í þessu samhengi heldur væri kannski nær að tala um afleiðingar þess að bjóða upp á lýðræðislega þátttöku í jafn fjölmennu félagi og þjóðkirkjan er. Það tekur hugsanlega tíma fyrir almennt þjóðkirkjufólk að venjast því að það geti komið að vali biskups og kirkjuþingsfulltrúa – eins og sakir standa er 98-99% þjóðkirkjufólks haldið fyrir utan þetta val – aðeins 1,2% greiðenda sóknargjalda voru á kjörskrá í biskupskosningum 2024 (alls voru 184.500 greiðendur sóknargjalda það ár). Almennur kosningaréttur verður náttúrlega bylting í starfi þjóðkirkjunnar í ljósi þess skipulags sem nú er við lýði og minnir á einhvers konar tegund af fáræði. Nú er bara að sjá hvað kirkjuþing gerir.
Lýðræði er umræða, skoðanaskipti, og ótti við að ýmsir neikvæðir þættir geti fylgt almennum kosningum er gersamlega ástæðulaus hjá þeim sem telja sig hafa góðan málstað fram að færa. Öll lýðræðisleg umræða kallar á skapandi neistaflug í líflegum samskiptum, andstæð sjónarmið takast á. Það er eðlilegt. Lýðræði í þjóðkirkjunni verður að takast á við alls konar fylgifiska sem svamla í kringum lýðræðið eins og minnst er á í greinargerðinni, falsfréttir, lýðskrum, og bæta má við umsátri, óheilindum, gildrum og svikum. Allt sem fylgir mannskepnunni. Honum Adam gamla – og Evu. Svo gengur lýðræðið líka á öðrum ljómandi jákvæðum og góðum nótum þegar vel viðrar og öll dýrin í skóginum eru vinir. Það er sem betur fer oftar svo í hinu kirkjulega samhengi.
Í skýrslunni er sérstaklega rætt um orðsporsáhættu sem svo er nefnd. Samfélagsmiðlar hafa fært almenningi ríkara beint vald en áður þekktist og felst það meðal annars í beinskeyttri þátttöku í umræðu á líðandi stund um ýmis samfélagsmál sem fer fram með gagnvirkum hætti og getur haft mikil áhrif. Stofnanir og einstaklingar sem stíga út af sporinu fá það oft óþvegið svo ekki sé meira sagt. Það er keppikefli einstaklinga. stofnana og fyrirtækja að halda góðu orðspori – eða með öðrum orðum að ofbjóða ekki öðrum með vinavæðingu, drambi og fjármálasukki. Þjóðkirkjan hefur vissulega kynnst orðsporsáhættu og laskað stundum gott orðspor á undangengnum áratugum. Þegar tjónið er lýðum ljóst snýr fólk bökum saman undir traustri forystu og vinnur kappsamlega að því að komast í hinu góðu spor. Sú vinna tekur tíma áður en fullur árangur kemur í ljós.
Sú orðsporsáhætta sem tekin er sérstaklega til umræðu í skýrslunni snýst um að kosningaþátttaka í fyrstu yrði dræm en skýrsluhöfundar telja það vera fremur líklegt án þess þó að rökstyðja það. Þjóðkirkjan þekkir vel til mismikils áhuga á störfum hennar sem og fremur dræmrar kirkjusóknar fyrir utan stórhátíðir og viðburðamessur í fjölskyldum. Segja má að viðmiðið ráði miklu í þessu efni – hvað er til dæmis góð messusókn? Við hvað á að miða? Fjölda þjóðkirkjufólks í sókninni – fjölda allra sem búa þar – eða fjölda greiðenda? Kirkjan stendur fastari fótum úti á landsbyggðinni en á mölinni – spyrja mætti hvað hægt sé að læra af starfi kirkjunnar til sveita og í litlum plássum.
Ekki má gleyma því að þjóðkirkjan er vel rekin fjárhagslega og sýnir að fullrar ábyrgðar er gætt sem og aðhalds. Þá hefur verið blásið til mikils átaks í æskulýðsmálum og í því sambandi ráðnir sérstakir svæðisstjórar. Nýlega ályktaði kirkjuþing um að biskup fari fyrir átaki í fræðslu um kristinn kærleik og samkennd meðal ungs fólks. Einnig samþykkti kirkjuþing hvatningu til biskups um að styrkja fræðsludeild kirkjunnar til að bæta fullorðinsfræðslu innan hennar – þar væri sóknarfæri. Loks má nefna ályktun kirkjuþings um fjölbreyttara safnaðarstarf fyrir fjölskyldufólk.
Orðsporsáhætta kirkjunnar í þessu efni ætti ekki að vera áhyggjuefni enda þótt þátttaka í fyrstu kosningum yrði dauf sem færi þó að mörgu leyti eftir því hvernig að allri kynningu yrði staðið. Byrja þyrfti á því að virkja sóknarnefndafólk og sjálfboðaliða sem eru grasrót kirkjunnar og svo eru á annað hundrað prestar á launum auk djákna sem væri hægt að biðja um að tala fyrir málinu. Allt tekur tíma og dræm þátttaka í fyrstu ætti að vera hvatning til að spýta í lófana og endurskoða allt kynningarstarf og finna út hvar hægt sé að gera betur. Lýðræðislegar kosningar eru þess háttar fyrirbæri að öllum er boðin þátttaka að uppfylltum lágmarksskilyrðum (aldur o.s.frv.) og kjósi fólk að nýta ekki þennan rétt sinn er fátt við því að segja í sjálfu sér. En þegar öllu er á botninn hvolft er slök þátttaka alltaf fullt tilefni til að finna leiðir til að auka áhugann á kosningum og starfi kirkjunnar.
Þjóðkirkjan færi glöð og vígreif fram á samfélagsmiðlunum og nýtti sér afl þeirra í allri kynningu fyrir kosningum – notkun þessara miðla á vegum þjóðkirkjunnar er þegar farin af stað og öll efnisframsetning þar á bæ gefur góð fyrirheit. Allt þetta ásamt hefðbundnum kynningum, greinaskrifum í alls konar miðla, fundum og kynningum, eru þættir sem vel þarf að standa að til að laða fólk á hinn rafræna kjörstað – að eigin vali!
Niðurstaða skýrslunnar er gleðileg og afdráttarlaus: Rýmka ber kosningarétt með þeim hætti að hann verði almennur. Greinargerð skýrslunnar er líka hispurslaus í orðum sínum um að kirkjan verði að taka höndum saman um og hleypa lýðræðinu af fullum krafti inn í húsakynni sín. Kirkjufólk úr Suðurprófastsdæmi ályktar um að gluggi lýðræðis innan kirkjunnar verði opnaður varlega.
Þá fylgir skýrslunni (frá og með bls. 25) nokkuð ítarleg greinargerð frá Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrum lagaprófessor og dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg.
Eitt í lokin. Í skýrslunni er talað um þau sem eru skírð og fermd sem kirkjulega fullveðja einstaklinga og fullyrt að löng hefð sé fyrir þessu hugtaki. Nefndin leggur til að rætt verði hvort setja eigi skilyrði fyrir kosningarétti að viðkomandi sé að minnsta kosti skírður. Stjórnarskrá Íslands segir aðeins að „hin evangeliska lútherska kirkja“, skuli vera þjóðkirkja hér á landi en minnist ekkert á skírn. Í lögum um skráningu í trúfélög er ekkert getið um skírn heldur er trúfélögum sett þau skilyrði að þau „sjái um tilteknar athafnir, svo sem útfarir, giftingar, skírnir eða nafngjafir og fermingar eða aðrar hliðstæðar athafnir.“ Skírn er ekki nafngjöf. Samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar fjalla m.a. um skírnina en ekkert er þar getið um það að hún sé skilyrði fyrir þjóðkirkjuaðild. Allir geta skráð sig í þjóðkirkjuna hjá Þjóðskrá án þess gefa upplýsingar um hvort þeir eru skírðir eða ekki. Hefðin er vissulega sú að vígðir þjónar þjóðkirkjunnar skíri. Spyrja má hvort kristinn maður þurfi endilega að vera skírður – og um það mætti margt segja út frá guðfræði og sjálfræði einstaklingsins. Níkeujátningin sem fagnar 1700 ára afmæli á þessu ári leggur þeim sem með hana fer orð á munn um að hann eða hún játi „að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna.“ Þessi játning er viðurkennd af þjóðkirkjunni hvað sem það nú þýðir. Óskírður maður getur verið í sjálfu sér jafnkristinn og skírður. Þess ber að geta að þau sem sækja um starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar sem er skilyrði til þess að geta sótt um starf prests eða djákna þurfa að leggja fram skírnarvottorð. En margt í kringum skírn og þjóðkirkjuaðild virðist vera á reiki.
Kirkjufólk í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi hefur nýlega lýst þeirri skoðun sinni í ályktun að eingöngu skírðir einstaklingar hafi kjörgengi til kirkjuþings.
Það eru sannarlega tímamót þegar fullt lýðræði verður boðið inn fyrir dyr þjóðkirkjunnar. Næstu skref verður að taka með skjótum hætti og vönduðum sem kirkjuþingi er fullkomlega treyst til.
Eins og kristn fólki hefur verið boðið til veislu á himnum fyrir upprisu Krists frá dauðum gefst nú kirkjuþingi tækifæri til að taka hinn veitula meistara sér til fyrirmyndar og bjóða til lýðræðisveislu í þjóðkirkjunni – á jörðu.
Greinin er uppfærð 16. maí 2025 kl. 12.11.
Kirkjuþing kemur saman nú á morgun, laugardaginn 17. maí í Hafnarfjarðarkirkju, og tekur meðal annars til umfjöllunar skýrslu um kosti og galla þess að rýmka kosningarétt við kjör biskups og til kirkjuþings. Fróðlegt verður að fylgjast með þeirri mikilvægu umræðu og hvernig henni lyktar.
Það verða mikil tímamót í þjóðkirkjunni þegar lýðræðið tekur að renna um æðar hennar af fullum krafti eins og þjóðkirkjulögin gera ráð fyrir:
Þjóðkirkjan skal í starfsháttum sínum hafa í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis (4. gr. þjóðkirkjulaga).
Ekki verður fram hjá þessum lögum gengið og líta verður á skýrsluna sem viðbrögð kirkjunnar við lýðræðiskröfu löggjafans og svo sem ekki seinna vænna en tæp fjögur ár eru liðin frá gildistöku laganna.
Eftir lestur fyrrnefndrar skýrslu er einboðið að bretta verði hressilega upp ermar og hleypa lýðræðinu inn í kirkjuna. Skýrslan er afdráttarlaus í því efni að breyta verði regluverki við kjör biskups og til kirkjuþings vegna þess að núverandi kerfi samræmist ekki nútíma hugmyndum um jafnræði og lýðræði. Næst verður kosið til kirkjuþings 2026 og þá verður væntanlega kosið eftir nýjum reglum. Biskupskosning býður svo til seinni tíma eðli máls samkvæmt.
Í skýrslunni eru ræddir kostir við rýmkun kosningaréttar og eru þeir að sjálfsögðu margir. Minnt er á að rýmkun kosningaréttar sé bein afleiðing 4. gr. þjóðkirkjulaganna nýju. Tekið er undir það að almennur kosningaréttur sé lýðræðislegt fyrirkomulag og aðkoma sóknarmanna þjóðkirkjunnar að þeim sé eðlileg og sjálfsögð. Síðan fylgja almennar vangaveltur um jákvæða kosti þessarar lýðræðisvæðingar á varfærnislegum nótum og kann það að vekja undrun einhverra. Dæmi um varfærna fullyrðingu er sú að „með auknu lýðræði gæti ásýnd kirkjunnar orðið nútímalegri.“ Engum vafa er undirorpið að áliti Kirkjublaðsins.is að aukið lýðræði muni gera ásýnd kirkjunnar nútímalegri – eða hefur einhverjum dottið í hug að hún yrði forneskjulegri?
Skýrslan ræðir líka galla við rýmkun kosningaréttar.
Kannski er rangt að tala um galla lýðræðis í þessu samhengi heldur væri kannski nær að tala um afleiðingar þess að bjóða upp á lýðræðislega þátttöku í jafn fjölmennu félagi og þjóðkirkjan er. Það tekur hugsanlega tíma fyrir almennt þjóðkirkjufólk að venjast því að það geti komið að vali biskups og kirkjuþingsfulltrúa – eins og sakir standa er 98-99% þjóðkirkjufólks haldið fyrir utan þetta val – aðeins 1,2% greiðenda sóknargjalda voru á kjörskrá í biskupskosningum 2024 (alls voru 184.500 greiðendur sóknargjalda það ár). Almennur kosningaréttur verður náttúrlega bylting í starfi þjóðkirkjunnar í ljósi þess skipulags sem nú er við lýði og minnir á einhvers konar tegund af fáræði. Nú er bara að sjá hvað kirkjuþing gerir.
Lýðræði er umræða, skoðanaskipti, og ótti við að ýmsir neikvæðir þættir geti fylgt almennum kosningum er gersamlega ástæðulaus hjá þeim sem telja sig hafa góðan málstað fram að færa. Öll lýðræðisleg umræða kallar á skapandi neistaflug í líflegum samskiptum, andstæð sjónarmið takast á. Það er eðlilegt. Lýðræði í þjóðkirkjunni verður að takast á við alls konar fylgifiska sem svamla í kringum lýðræðið eins og minnst er á í greinargerðinni, falsfréttir, lýðskrum, og bæta má við umsátri, óheilindum, gildrum og svikum. Allt sem fylgir mannskepnunni. Honum Adam gamla – og Evu. Svo gengur lýðræðið líka á öðrum ljómandi jákvæðum og góðum nótum þegar vel viðrar og öll dýrin í skóginum eru vinir. Það er sem betur fer oftar svo í hinu kirkjulega samhengi.
Í skýrslunni er sérstaklega rætt um orðsporsáhættu sem svo er nefnd. Samfélagsmiðlar hafa fært almenningi ríkara beint vald en áður þekktist og felst það meðal annars í beinskeyttri þátttöku í umræðu á líðandi stund um ýmis samfélagsmál sem fer fram með gagnvirkum hætti og getur haft mikil áhrif. Stofnanir og einstaklingar sem stíga út af sporinu fá það oft óþvegið svo ekki sé meira sagt. Það er keppikefli einstaklinga. stofnana og fyrirtækja að halda góðu orðspori – eða með öðrum orðum að ofbjóða ekki öðrum með vinavæðingu, drambi og fjármálasukki. Þjóðkirkjan hefur vissulega kynnst orðsporsáhættu og laskað stundum gott orðspor á undangengnum áratugum. Þegar tjónið er lýðum ljóst snýr fólk bökum saman undir traustri forystu og vinnur kappsamlega að því að komast í hinu góðu spor. Sú vinna tekur tíma áður en fullur árangur kemur í ljós.
Sú orðsporsáhætta sem tekin er sérstaklega til umræðu í skýrslunni snýst um að kosningaþátttaka í fyrstu yrði dræm en skýrsluhöfundar telja það vera fremur líklegt án þess þó að rökstyðja það. Þjóðkirkjan þekkir vel til mismikils áhuga á störfum hennar sem og fremur dræmrar kirkjusóknar fyrir utan stórhátíðir og viðburðamessur í fjölskyldum. Segja má að viðmiðið ráði miklu í þessu efni – hvað er til dæmis góð messusókn? Við hvað á að miða? Fjölda þjóðkirkjufólks í sókninni – fjölda allra sem búa þar – eða fjölda greiðenda? Kirkjan stendur fastari fótum úti á landsbyggðinni en á mölinni – spyrja mætti hvað hægt sé að læra af starfi kirkjunnar til sveita og í litlum plássum.
Ekki má gleyma því að þjóðkirkjan er vel rekin fjárhagslega og sýnir að fullrar ábyrgðar er gætt sem og aðhalds. Þá hefur verið blásið til mikils átaks í æskulýðsmálum og í því sambandi ráðnir sérstakir svæðisstjórar. Nýlega ályktaði kirkjuþing um að biskup fari fyrir átaki í fræðslu um kristinn kærleik og samkennd meðal ungs fólks. Einnig samþykkti kirkjuþing hvatningu til biskups um að styrkja fræðsludeild kirkjunnar til að bæta fullorðinsfræðslu innan hennar – þar væri sóknarfæri. Loks má nefna ályktun kirkjuþings um fjölbreyttara safnaðarstarf fyrir fjölskyldufólk.
Orðsporsáhætta kirkjunnar í þessu efni ætti ekki að vera áhyggjuefni enda þótt þátttaka í fyrstu kosningum yrði dauf sem færi þó að mörgu leyti eftir því hvernig að allri kynningu yrði staðið. Byrja þyrfti á því að virkja sóknarnefndafólk og sjálfboðaliða sem eru grasrót kirkjunnar og svo eru á annað hundrað prestar á launum auk djákna sem væri hægt að biðja um að tala fyrir málinu. Allt tekur tíma og dræm þátttaka í fyrstu ætti að vera hvatning til að spýta í lófana og endurskoða allt kynningarstarf og finna út hvar hægt sé að gera betur. Lýðræðislegar kosningar eru þess háttar fyrirbæri að öllum er boðin þátttaka að uppfylltum lágmarksskilyrðum (aldur o.s.frv.) og kjósi fólk að nýta ekki þennan rétt sinn er fátt við því að segja í sjálfu sér. En þegar öllu er á botninn hvolft er slök þátttaka alltaf fullt tilefni til að finna leiðir til að auka áhugann á kosningum og starfi kirkjunnar.
Þjóðkirkjan færi glöð og vígreif fram á samfélagsmiðlunum og nýtti sér afl þeirra í allri kynningu fyrir kosningum – notkun þessara miðla á vegum þjóðkirkjunnar er þegar farin af stað og öll efnisframsetning þar á bæ gefur góð fyrirheit. Allt þetta ásamt hefðbundnum kynningum, greinaskrifum í alls konar miðla, fundum og kynningum, eru þættir sem vel þarf að standa að til að laða fólk á hinn rafræna kjörstað – að eigin vali!
Niðurstaða skýrslunnar er gleðileg og afdráttarlaus: Rýmka ber kosningarétt með þeim hætti að hann verði almennur. Greinargerð skýrslunnar er líka hispurslaus í orðum sínum um að kirkjan verði að taka höndum saman um og hleypa lýðræðinu af fullum krafti inn í húsakynni sín. Kirkjufólk úr Suðurprófastsdæmi ályktar um að gluggi lýðræðis innan kirkjunnar verði opnaður varlega.
Þá fylgir skýrslunni (frá og með bls. 25) nokkuð ítarleg greinargerð frá Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrum lagaprófessor og dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg.
Eitt í lokin. Í skýrslunni er talað um þau sem eru skírð og fermd sem kirkjulega fullveðja einstaklinga og fullyrt að löng hefð sé fyrir þessu hugtaki. Nefndin leggur til að rætt verði hvort setja eigi skilyrði fyrir kosningarétti að viðkomandi sé að minnsta kosti skírður. Stjórnarskrá Íslands segir aðeins að „hin evangeliska lútherska kirkja“, skuli vera þjóðkirkja hér á landi en minnist ekkert á skírn. Í lögum um skráningu í trúfélög er ekkert getið um skírn heldur er trúfélögum sett þau skilyrði að þau „sjái um tilteknar athafnir, svo sem útfarir, giftingar, skírnir eða nafngjafir og fermingar eða aðrar hliðstæðar athafnir.“ Skírn er ekki nafngjöf. Samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar fjalla m.a. um skírnina en ekkert er þar getið um það að hún sé skilyrði fyrir þjóðkirkjuaðild. Allir geta skráð sig í þjóðkirkjuna hjá Þjóðskrá án þess gefa upplýsingar um hvort þeir eru skírðir eða ekki. Hefðin er vissulega sú að vígðir þjónar þjóðkirkjunnar skíri. Spyrja má hvort kristinn maður þurfi endilega að vera skírður – og um það mætti margt segja út frá guðfræði og sjálfræði einstaklingsins. Níkeujátningin sem fagnar 1700 ára afmæli á þessu ári leggur þeim sem með hana fer orð á munn um að hann eða hún játi „að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna.“ Þessi játning er viðurkennd af þjóðkirkjunni hvað sem það nú þýðir. Óskírður maður getur verið í sjálfu sér jafnkristinn og skírður. Þess ber að geta að þau sem sækja um starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar sem er skilyrði til þess að geta sótt um starf prests eða djákna þurfa að leggja fram skírnarvottorð. En margt í kringum skírn og þjóðkirkjuaðild virðist vera á reiki.
Kirkjufólk í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi hefur nýlega lýst þeirri skoðun sinni í ályktun að eingöngu skírðir einstaklingar hafi kjörgengi til kirkjuþings.
Það eru sannarlega tímamót þegar fullt lýðræði verður boðið inn fyrir dyr þjóðkirkjunnar. Næstu skref verður að taka með skjótum hætti og vönduðum sem kirkjuþingi er fullkomlega treyst til.
Eins og kristn fólki hefur verið boðið til veislu á himnum fyrir upprisu Krists frá dauðum gefst nú kirkjuþingi tækifæri til að taka hinn veitula meistara sér til fyrirmyndar og bjóða til lýðræðisveislu í þjóðkirkjunni – á jörðu.
Greinin er uppfærð 16. maí 2025 kl. 12.11.