Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar lauk störfum sínum í gær en það var sett á laugardaginn. Fyrir þinginu lágu mörg mál, sum ný og önnur frá fyrra þingi. Þetta var 67. kirkjuþing þjóðkirkjunnar.

Þinghaldið er nokkuð hefðbundið og í traustum skorðum. Biskup Íslands leggur fyrir þingið skýrslu um störf sín og sömuleiðis leggur stjórn Þjóðkirkjunnar skýrslu fyrir þingið. Þingmálaskrá er birt á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Þá var venju samkvæmt lögð fram þingsályktunartillaga um fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir árið 2026.

Fjárhagsstaða þjóðkirkjunnar er sterk og skilar hún líklega rekstrarlegum afgangi annað árið í röð. Er það mikill munur frá sem áður var og má þakka skipulagsbreytingum sem gerðar voru fyrir fáeinum árum þegar skipuð var stjórn kirkjunnar og framkvæmdastjóri ráðinn.

Tvö ný prestaköll urðu til. Esjuprestakall er heiti á fyrrum Mosfellsprestakalli og Reynivallaprestakalli. Sameinuð Borgarnes-, Reykholts- og Stafholtsprestaköll heita nú Borgarfjarðarprestakall. Þá var nafni Patreksfjarðarprestkalls breytt í Vesturbyggðarprestakall.

Lögð var fram þingsályktunartillaga um fjölgun prestsstarfa í Vestfjarðaprófastsdæmi og var málinu vísað til biskups til úrlausnar. Með málinu fylgdi ítarleg greinargerð.

Kirkjuheimsóknir skólabarna hafa oft verið til umræðu og nú afgreiddi kirkjuþing málið með svofelldum hætti:

Kirkjuþing ályktar að fela biskupi Íslands að leita leiða til að leik- og grunnskólabörn geti heimsótt viðkomandi kirkju á aðventu svo að börnin fái tækifæri til að kynnast boðskap jólanna á skapandi og jákvæðan hátt.

Annað mál tengt barnastarfi var lagt fram á kirkjuþinginu og snýst um átak í sunnudagaskólafræðslu og fékk málið mjög jákvæðar undirtektir á þinginu. Samþykkt að vísa því máli til stjórnar, framkvæmdastjóra og fræðslusviðs til að leysa þetta málið með farsælum hætti.

Kirkjuþing samþykkti ályktun um skipan starfshóps sem fara skyldi yfir yfir hlutverk og tilgang aðgerðateymis þjóðkirkjunnar og úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Starfshópurinn skal leggja mat á hvort tilefni sé til að endurskoða stjórnkerfi kirkjunnar hvað varðar ábyrgðarsvið og starfsreglur sem gilda um framangreindar nefndir. Í starfshópinn voru þau kjörin: Arnfríður Einarsdóttir, lögfr. fyrrv. Landsréttardómari, Benedikt Jóhannsson, sálfr. fyrrv. forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Kristján Valur Ingólfsson, fyrrv. vígslubiskup 

Ekki er kveðið á um það í starfsreglum um söfnuði og sóknarnefndir að sóknarnefndarfólk þyrfti að vera skírt. Um það var flutt tillaga sem kveður á um að sóknarnefndarmenn skuli vera skírðir og skráðir í þjóðkirkjuna. Málið er í meðförum löggjafanefndar og bíður afgreiðslu.

Samþykkt var að skipa þriggja manna starfshóp til að huga að nánari útfærslu á þjónustu vígslubiskupa í ljósi nýrra starfsreglna um þá. Er starfshópurinn meðal annars hvattur til að eiga samtöl við núverandi vígslubiskupa og biskup Íslands og hlýða á þeirra sjónarmið. Í starfshópinn voru kjörin: Bryndís Malla Elídóttir, Konráð Gylfason og Rúnar Vilhjálmsson

Nokkur umræða hefur verið um lýðræði í kirkjunni í Kirkjublaðinu.is og kirkjuþingskosningar borið á góma í tengslum við hana.

Kirkjublaðið.is hefur vakið athygli á skýrslu sem gerð var og rædd fyrr á kirkjuþingi, Skýrsla um kosti þess og galla að rýmka ákvæði starfsreglna um kosningarrétt við kjör til kirkjuþings og kosningu biskups.

Á síðasta kirkjuþingi var lögð fram tillaga um rýmkun á kosningarétti til kirkjuþings (66. kirkjuþing 2024- 2025, 4. mál, 4a: Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022). Sú tillaga fól í sér að hver sá leikmaður sem væri orðinn 16 ára gamall, skírður og skráður í þjóðkirkjuna, gæti skráð sig með rafrænum skilríkjum, hefði kosningarrétt til kirkjuþings. Tillagan gerði líka ráð fyrir því að prestar eða djáknar sem látið hefðu að störfum, tímabundið eða vegna aldurs, fengju og atkvæðisrétt í kirkjuþingskosningum – væru að sjálfsögðu skráðir í þjóðkirkjuna og væntanlega skírðir. Löggjafarnefnd kirkjuþings afgreiddi þessa tillögu í ágústmánuði síðastliðnum og lagði til að hún fengi ekki framgang. Málið fór í fyrri umræðu á þinginu en síðari umræðu var frestað – og málinu vísað aftur til löggjafarnefndar og bíður úrlausnar.

Miklar umræður spunnust um málið og töldu margir að fara þyrfti varlega í breytingu í þessa átt meðan aðrir hvöttu til þess að taka af skarið og opna fyrir rýmkun.

Tvö mál voru dregin til baka. Annars vegar mál nr. 28: Tillaga að starfsreglum um  breytingar á starfsreglum um prófasta nr. 7/2024-2025, og hins vegar mál nr. 29:  Tillaga að starfsreglum um breytingar á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022.  Mál nr. 37: Tillaga að starfsreglum um breytingar um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar nr. 1074/2017, sbr. starfsregl. nr. 45/2022-2023, fékk ekki framgang.

Í gær var stjórn Þjóðkirkjunnar kjörin á kirkjuþingi og gildir sú kosning til næsta kirkjuþings, haustið 2026:

Aðalmenn úr röðum leikmanna á kirkjuþingi:
Árni Helgason
Einar Már Sigurðarson
Rúnar Vilhjálmsson, formaður  

Varamenn úr röðum leikmanna á kirkjuþingi:
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Jónína Rós Guðmundsdóttir 

Aðalmenn úr röðum vígðra þjóna á kirkjuþingi:
Arna Grétarsdóttir
Þuríður Björg W. Árnadóttir 

Varamaður úr röðum vígðra þjóna á kirkjuþingi:
Guðni Már Harðarson 

Nánar má sjá um mál 67. kirkjuþings hér.

Svipmyndir frá kirkjuþingi

Þingfundir fóru fram í Reykjavík Grand Hotel

Biskup flutti starfsskýrslu sína

Kátir þingfulltrúar – frá vinstri: Guðni Már Harðarson, Stefán Már Gunnlaugsson og Einar Már Sigurðarson 

Margreyndur kirkjuþingsmaður í ræðustól, Stefán Magnússon frá Fagraskógi – og ekki síður vígslubiskupinn Hólastifti sem er í forgrunni, Gísli Gunnarsson – og við borðið frá vinstri Drífa Hjartardóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir og Guðrún Karls Helgudóttir

Jónína Rós Guðmundsdóttir í ræðustól og forseti hlýðir á

Auður Thorberg Jónasdóttir kirkjuþingsfulltrúi fllytur ræðu

Alvörumál á dagskrá – frá vinstri: Arna Grétarsdóttir, Hildur Inga Rúnarsdóttir, Stefán Magnússon og Gísli Gunnarsson

Guðrún Finnbjarnardóttir, starfsmaður þingsins

Þessi halda utan um margt sem fram fer á kirkjuþingi – frá vinstri: Guðmundur Þór Guðmundsson, Eiríkur Guðlaugsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Birgir Gunnarsson

Óskar Magnússon í ræðustól

Elínborg Sturludóttir í ræðustól

Arna Grétarsdóttir og Guðrún Karls Helgudóttir

Frá vinstri: Gísli Gunnarsson, Þuríður Þorbergsdóttir, Axel Njarðvík og Gunnlaugur Garðarsson 

Ásmundur Máni Þorsteinsson, Einar Már Sigurðarson og Benjamín Hrafn Böðvarsson

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, og Eiríkur Guðlaugsson fara yfir atkvæðaseðla að loknum kosningum 

Samskiptastjóri þjóðkirkjunnar, Heimir Hannesson, brá sér í ræðustólinn

Arnfríður Guðmundsdóttir í ræðustól

Hildur Inga Rúnarsdóttir í ræðustól

Arna Grétarsdóttir í ræðustól

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og Magnús Erlingssson

Áslaug I. Kristjánsdóttir í ræðustól

Frá vinstri: Jónína Rós Guðmundsdóttir, Bryndís Malla Elídóttir, Kristrún Heimsdóttir, Guðni Már Harðarson, Hildur Inga Rúnarsdóttir og Arnfríður Guðmundsdóttir

Árni Helgason í ræðustól

Ríkharður Ibsen í ræðustól

Þuríður Björg Wiium Árnadóttir í ræðustól

Þingfulltrúar – frá vinstri: Ólafur Gestur Rafnsson, Auður Thorberg Jónasdóttir, Áslaug I. Kristjánsdóttir, Ríkharður Ibsen, Steindór Runiberg Harladsson, Stefán Magnússon og Óskar Magnússon

Steindór Runiberg Haraldsson og Axel Árnason Njarðvík

Þingfulltrúar – frá vinstri: Einar Már Sigurðarson, Magnús Erlingsson, Konráð Gylfason, og bak honum Stefán Már Gunnlaugsson, þá Árni Helgason og Sigurður Grétar Sigurðsson

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar lauk störfum sínum í gær en það var sett á laugardaginn. Fyrir þinginu lágu mörg mál, sum ný og önnur frá fyrra þingi. Þetta var 67. kirkjuþing þjóðkirkjunnar.

Þinghaldið er nokkuð hefðbundið og í traustum skorðum. Biskup Íslands leggur fyrir þingið skýrslu um störf sín og sömuleiðis leggur stjórn Þjóðkirkjunnar skýrslu fyrir þingið. Þingmálaskrá er birt á heimasíðu þjóðkirkjunnar. Þá var venju samkvæmt lögð fram þingsályktunartillaga um fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir árið 2026.

Fjárhagsstaða þjóðkirkjunnar er sterk og skilar hún líklega rekstrarlegum afgangi annað árið í röð. Er það mikill munur frá sem áður var og má þakka skipulagsbreytingum sem gerðar voru fyrir fáeinum árum þegar skipuð var stjórn kirkjunnar og framkvæmdastjóri ráðinn.

Tvö ný prestaköll urðu til. Esjuprestakall er heiti á fyrrum Mosfellsprestakalli og Reynivallaprestakalli. Sameinuð Borgarnes-, Reykholts- og Stafholtsprestaköll heita nú Borgarfjarðarprestakall. Þá var nafni Patreksfjarðarprestkalls breytt í Vesturbyggðarprestakall.

Lögð var fram þingsályktunartillaga um fjölgun prestsstarfa í Vestfjarðaprófastsdæmi og var málinu vísað til biskups til úrlausnar. Með málinu fylgdi ítarleg greinargerð.

Kirkjuheimsóknir skólabarna hafa oft verið til umræðu og nú afgreiddi kirkjuþing málið með svofelldum hætti:

Kirkjuþing ályktar að fela biskupi Íslands að leita leiða til að leik- og grunnskólabörn geti heimsótt viðkomandi kirkju á aðventu svo að börnin fái tækifæri til að kynnast boðskap jólanna á skapandi og jákvæðan hátt.

Annað mál tengt barnastarfi var lagt fram á kirkjuþinginu og snýst um átak í sunnudagaskólafræðslu og fékk málið mjög jákvæðar undirtektir á þinginu. Samþykkt að vísa því máli til stjórnar, framkvæmdastjóra og fræðslusviðs til að leysa þetta málið með farsælum hætti.

Kirkjuþing samþykkti ályktun um skipan starfshóps sem fara skyldi yfir yfir hlutverk og tilgang aðgerðateymis þjóðkirkjunnar og úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Starfshópurinn skal leggja mat á hvort tilefni sé til að endurskoða stjórnkerfi kirkjunnar hvað varðar ábyrgðarsvið og starfsreglur sem gilda um framangreindar nefndir. Í starfshópinn voru þau kjörin: Arnfríður Einarsdóttir, lögfr. fyrrv. Landsréttardómari, Benedikt Jóhannsson, sálfr. fyrrv. forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Kristján Valur Ingólfsson, fyrrv. vígslubiskup 

Ekki er kveðið á um það í starfsreglum um söfnuði og sóknarnefndir að sóknarnefndarfólk þyrfti að vera skírt. Um það var flutt tillaga sem kveður á um að sóknarnefndarmenn skuli vera skírðir og skráðir í þjóðkirkjuna. Málið er í meðförum löggjafanefndar og bíður afgreiðslu.

Samþykkt var að skipa þriggja manna starfshóp til að huga að nánari útfærslu á þjónustu vígslubiskupa í ljósi nýrra starfsreglna um þá. Er starfshópurinn meðal annars hvattur til að eiga samtöl við núverandi vígslubiskupa og biskup Íslands og hlýða á þeirra sjónarmið. Í starfshópinn voru kjörin: Bryndís Malla Elídóttir, Konráð Gylfason og Rúnar Vilhjálmsson

Nokkur umræða hefur verið um lýðræði í kirkjunni í Kirkjublaðinu.is og kirkjuþingskosningar borið á góma í tengslum við hana.

Kirkjublaðið.is hefur vakið athygli á skýrslu sem gerð var og rædd fyrr á kirkjuþingi, Skýrsla um kosti þess og galla að rýmka ákvæði starfsreglna um kosningarrétt við kjör til kirkjuþings og kosningu biskups.

Á síðasta kirkjuþingi var lögð fram tillaga um rýmkun á kosningarétti til kirkjuþings (66. kirkjuþing 2024- 2025, 4. mál, 4a: Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022). Sú tillaga fól í sér að hver sá leikmaður sem væri orðinn 16 ára gamall, skírður og skráður í þjóðkirkjuna, gæti skráð sig með rafrænum skilríkjum, hefði kosningarrétt til kirkjuþings. Tillagan gerði líka ráð fyrir því að prestar eða djáknar sem látið hefðu að störfum, tímabundið eða vegna aldurs, fengju og atkvæðisrétt í kirkjuþingskosningum – væru að sjálfsögðu skráðir í þjóðkirkjuna og væntanlega skírðir. Löggjafarnefnd kirkjuþings afgreiddi þessa tillögu í ágústmánuði síðastliðnum og lagði til að hún fengi ekki framgang. Málið fór í fyrri umræðu á þinginu en síðari umræðu var frestað – og málinu vísað aftur til löggjafarnefndar og bíður úrlausnar.

Miklar umræður spunnust um málið og töldu margir að fara þyrfti varlega í breytingu í þessa átt meðan aðrir hvöttu til þess að taka af skarið og opna fyrir rýmkun.

Tvö mál voru dregin til baka. Annars vegar mál nr. 28: Tillaga að starfsreglum um  breytingar á starfsreglum um prófasta nr. 7/2024-2025, og hins vegar mál nr. 29:  Tillaga að starfsreglum um breytingar á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021-2022.  Mál nr. 37: Tillaga að starfsreglum um breytingar um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar nr. 1074/2017, sbr. starfsregl. nr. 45/2022-2023, fékk ekki framgang.

Í gær var stjórn Þjóðkirkjunnar kjörin á kirkjuþingi og gildir sú kosning til næsta kirkjuþings, haustið 2026:

Aðalmenn úr röðum leikmanna á kirkjuþingi:
Árni Helgason
Einar Már Sigurðarson
Rúnar Vilhjálmsson, formaður  

Varamenn úr röðum leikmanna á kirkjuþingi:
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Jónína Rós Guðmundsdóttir 

Aðalmenn úr röðum vígðra þjóna á kirkjuþingi:
Arna Grétarsdóttir
Þuríður Björg W. Árnadóttir 

Varamaður úr röðum vígðra þjóna á kirkjuþingi:
Guðni Már Harðarson 

Nánar má sjá um mál 67. kirkjuþings hér.

Svipmyndir frá kirkjuþingi

Þingfundir fóru fram í Reykjavík Grand Hotel

Biskup flutti starfsskýrslu sína

Kátir þingfulltrúar – frá vinstri: Guðni Már Harðarson, Stefán Már Gunnlaugsson og Einar Már Sigurðarson 

Margreyndur kirkjuþingsmaður í ræðustól, Stefán Magnússon frá Fagraskógi – og ekki síður vígslubiskupinn Hólastifti sem er í forgrunni, Gísli Gunnarsson – og við borðið frá vinstri Drífa Hjartardóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir og Guðrún Karls Helgudóttir

Jónína Rós Guðmundsdóttir í ræðustól og forseti hlýðir á

Auður Thorberg Jónasdóttir kirkjuþingsfulltrúi fllytur ræðu

Alvörumál á dagskrá – frá vinstri: Arna Grétarsdóttir, Hildur Inga Rúnarsdóttir, Stefán Magnússon og Gísli Gunnarsson

Guðrún Finnbjarnardóttir, starfsmaður þingsins

Þessi halda utan um margt sem fram fer á kirkjuþingi – frá vinstri: Guðmundur Þór Guðmundsson, Eiríkur Guðlaugsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Birgir Gunnarsson

Óskar Magnússon í ræðustól

Elínborg Sturludóttir í ræðustól

Arna Grétarsdóttir og Guðrún Karls Helgudóttir

Frá vinstri: Gísli Gunnarsson, Þuríður Þorbergsdóttir, Axel Njarðvík og Gunnlaugur Garðarsson 

Ásmundur Máni Þorsteinsson, Einar Már Sigurðarson og Benjamín Hrafn Böðvarsson

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, og Eiríkur Guðlaugsson fara yfir atkvæðaseðla að loknum kosningum 

Samskiptastjóri þjóðkirkjunnar, Heimir Hannesson, brá sér í ræðustólinn

Arnfríður Guðmundsdóttir í ræðustól

Hildur Inga Rúnarsdóttir í ræðustól

Arna Grétarsdóttir í ræðustól

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og Magnús Erlingssson

Áslaug I. Kristjánsdóttir í ræðustól

Frá vinstri: Jónína Rós Guðmundsdóttir, Bryndís Malla Elídóttir, Kristrún Heimsdóttir, Guðni Már Harðarson, Hildur Inga Rúnarsdóttir og Arnfríður Guðmundsdóttir

Árni Helgason í ræðustól

Ríkharður Ibsen í ræðustól

Þuríður Björg Wiium Árnadóttir í ræðustól

Þingfulltrúar – frá vinstri: Ólafur Gestur Rafnsson, Auður Thorberg Jónasdóttir, Áslaug I. Kristjánsdóttir, Ríkharður Ibsen, Steindór Runiberg Harladsson, Stefán Magnússon og Óskar Magnússon

Steindór Runiberg Haraldsson og Axel Árnason Njarðvík

Þingfulltrúar – frá vinstri: Einar Már Sigurðarson, Magnús Erlingsson, Konráð Gylfason, og bak honum Stefán Már Gunnlaugsson, þá Árni Helgason og Sigurður Grétar Sigurðsson

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir