Það er kostur við gamlar trúarjátningar sem eru hluti af helgihaldi kirkjunnar að þær koma fólki ekki í opna skjöldu. Textinn er kunnur og kirkjugestir fara oft með hann allan og stundum að hluta til eða þegja þunnu hljóði. Það er í raun frjálst val að taka undir sumt en annað ekki – þú samsinnir ekki því sem þér finnst vera fráleitt. Vissulega góður kostur þegar verið er að setja fram í stuttu máli túlkanir og hugmyndir um háleit efni eins og trú og tilveru. Fyrir nokkru var tekið upp á því að skjóta upp eins og heimasmíðuðum rakettum trúarjátningum sem söfnuðurinn var beðinn um að taka undir. Það er ekkert í sjálfu sér athugavert við slíkar játningar ef þeim er skotið upp á réttum stöðum en ekki er hægt að fara fram á að fólk taki undir slíkar heimabrallaðar trúarjátningar umhugsunarlaust. Þá eru nú gömlu játningarnar betri með kostum sínum og göllum. Þú hefur að minnsta kosti heyrt þær áður og tekið undir sumt en ygglt þig yfir öðru þar sem þú lætur ekki segja þér fyrir verkum.
Níkeujátningin. Hún er 1700 ára í þessum mánuði, nánar til tekið á morgun, 19. júní en þá var hún staðfest. Og dugar mörgum enn. Samgróin helgihaldinu enda segir svo á einum góðum stað:
„Þjóðkirkjan játar postullegu trúarjátninguna, Níkeujátninguna og Aþanasíusar-játninguna sem sanna skilgreiningu trúar heilagrar almennrar kirkju.“[1]
Hver og einn les auðvitað sitt í það hvað er sönn skilgreining og hvað ekki. Einn aðalkosturinn við trúarjátningu er að hún er nokkurs konar minnislisti um nokkur kjarnaatriði úr trúartextum og ákveðin útlistun í leiðinni – eða túlkun. Þessi listi má hins vegar ekki svipta einstaklinginn ráði og rænu; hann verður að hugsa sjálfstætt. Kirkjan er sannarlega gott samfélag út af fyrir en hún getur líka verið varasamt samfélag vegna þess að stutt er í að valdi sé beitt eins og sagan sannar – einstaklingnum sé skipað fyrir að svo og svo skuli hann trúa. Trúin fljóti nánast á öllum tímum í sama farvegi sem er alls ekki rétt. Nýir farvegir verða til og gamlir mást út.
Afmæli Níkeujátningarinnar er merkilegur atburður og hans er víða minnst og verður meðal annars af því tilefni haldið á morgun málþing í Skálholti.
Kirkjublaðið.is var fyrir nokkru viðstatt samkirkjulega athöfn í dómkirkjunni í Trier í Þýskalandi. Þar var Níkeujátningin mál málanna og þung áhersla lögð á samkirkjulegt vægi hennar burtséð frá því að krukkað hafi verið í hana á 6. öld – í hvað hafa menn svo sem ekki krukkað? Í tilefni þessa hafði verið gerður býsna laglegur íkon sem ganga skyldi á milli safnaða til styrktar og eflingar samstöðu kristinna kirkna.
Og svona hljóðar afmælisbarnið:
Níkeujátningin
Ég trúi á einn Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega.
Og á einn Drottin Jesú Krist, Guðs einkason, sem er af föðurnum fæddur frá eilífð,
Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum, fæddur, eigi gjörður, samur föðurnum.
Fyrir hann er allt skapað.
Vegna vor mannanna og vorrar sáluhjálpar steig hann niður af himni,
klæddist holdi fyrir heilagan anda af Maríu meyju og gjörðist maður.
Hann var og krossfestur fyrir oss á dögum Pontíusar Pílatusar, píndur og grafinn.
Hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og steig upp til himna,
situr við hægri hönd föðurins og mun aftur koma í dýrð að dæma lifendur og dauða.
Á ríki hans mun enginn endir verða.
Og á heilagan anda, Drottin og lífgjafann sem út gengur af föður og syni
og með föður og syni er tilbeðinn og ávallt dýrkaður og mælti af munni spámannanna.
Og á eina, heilaga, almenna og postullega kirkju.
Ég játa að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna
og vænti upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar.
Amen.
Ein stysta trúarjátning sem til er hrökk af vörum Tómasar hins efagjarna. Játningin varð til á stað og stund þegar Tómas sagðist ekki trúa því að meistarinn frá Nasaret væri upprisinn nema hann sæi það sjálfur. Um leið og hann snart síðusárið kom trúarjátningin: „Drottinn minn og Guð minn!“[2]
Tilvísanir
Það er kostur við gamlar trúarjátningar sem eru hluti af helgihaldi kirkjunnar að þær koma fólki ekki í opna skjöldu. Textinn er kunnur og kirkjugestir fara oft með hann allan og stundum að hluta til eða þegja þunnu hljóði. Það er í raun frjálst val að taka undir sumt en annað ekki – þú samsinnir ekki því sem þér finnst vera fráleitt. Vissulega góður kostur þegar verið er að setja fram í stuttu máli túlkanir og hugmyndir um háleit efni eins og trú og tilveru. Fyrir nokkru var tekið upp á því að skjóta upp eins og heimasmíðuðum rakettum trúarjátningum sem söfnuðurinn var beðinn um að taka undir. Það er ekkert í sjálfu sér athugavert við slíkar játningar ef þeim er skotið upp á réttum stöðum en ekki er hægt að fara fram á að fólk taki undir slíkar heimabrallaðar trúarjátningar umhugsunarlaust. Þá eru nú gömlu játningarnar betri með kostum sínum og göllum. Þú hefur að minnsta kosti heyrt þær áður og tekið undir sumt en ygglt þig yfir öðru þar sem þú lætur ekki segja þér fyrir verkum.
Níkeujátningin. Hún er 1700 ára í þessum mánuði, nánar til tekið á morgun, 19. júní en þá var hún staðfest. Og dugar mörgum enn. Samgróin helgihaldinu enda segir svo á einum góðum stað:
„Þjóðkirkjan játar postullegu trúarjátninguna, Níkeujátninguna og Aþanasíusar-játninguna sem sanna skilgreiningu trúar heilagrar almennrar kirkju.“[1]
Hver og einn les auðvitað sitt í það hvað er sönn skilgreining og hvað ekki. Einn aðalkosturinn við trúarjátningu er að hún er nokkurs konar minnislisti um nokkur kjarnaatriði úr trúartextum og ákveðin útlistun í leiðinni – eða túlkun. Þessi listi má hins vegar ekki svipta einstaklinginn ráði og rænu; hann verður að hugsa sjálfstætt. Kirkjan er sannarlega gott samfélag út af fyrir en hún getur líka verið varasamt samfélag vegna þess að stutt er í að valdi sé beitt eins og sagan sannar – einstaklingnum sé skipað fyrir að svo og svo skuli hann trúa. Trúin fljóti nánast á öllum tímum í sama farvegi sem er alls ekki rétt. Nýir farvegir verða til og gamlir mást út.
Afmæli Níkeujátningarinnar er merkilegur atburður og hans er víða minnst og verður meðal annars af því tilefni haldið á morgun málþing í Skálholti.
Kirkjublaðið.is var fyrir nokkru viðstatt samkirkjulega athöfn í dómkirkjunni í Trier í Þýskalandi. Þar var Níkeujátningin mál málanna og þung áhersla lögð á samkirkjulegt vægi hennar burtséð frá því að krukkað hafi verið í hana á 6. öld – í hvað hafa menn svo sem ekki krukkað? Í tilefni þessa hafði verið gerður býsna laglegur íkon sem ganga skyldi á milli safnaða til styrktar og eflingar samstöðu kristinna kirkna.
Og svona hljóðar afmælisbarnið:
Níkeujátningin
Ég trúi á einn Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega.
Og á einn Drottin Jesú Krist, Guðs einkason, sem er af föðurnum fæddur frá eilífð,
Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum, fæddur, eigi gjörður, samur föðurnum.
Fyrir hann er allt skapað.
Vegna vor mannanna og vorrar sáluhjálpar steig hann niður af himni,
klæddist holdi fyrir heilagan anda af Maríu meyju og gjörðist maður.
Hann var og krossfestur fyrir oss á dögum Pontíusar Pílatusar, píndur og grafinn.
Hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og steig upp til himna,
situr við hægri hönd föðurins og mun aftur koma í dýrð að dæma lifendur og dauða.
Á ríki hans mun enginn endir verða.
Og á heilagan anda, Drottin og lífgjafann sem út gengur af föður og syni
og með föður og syni er tilbeðinn og ávallt dýrkaður og mælti af munni spámannanna.
Og á eina, heilaga, almenna og postullega kirkju.
Ég játa að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna
og vænti upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar.
Amen.
Ein stysta trúarjátning sem til er hrökk af vörum Tómasar hins efagjarna. Játningin varð til á stað og stund þegar Tómas sagðist ekki trúa því að meistarinn frá Nasaret væri upprisinn nema hann sæi það sjálfur. Um leið og hann snart síðusárið kom trúarjátningin: „Drottinn minn og Guð minn!“[2]