I.
myndhöggvarinn Thorvaldsen vildi hafa englabörnin feit
því að smjör og hunang drýpur af hverju strái á himnesku vallendieinhverjir afvegaleiddu umræðuna
fóru að þrátta um hollustu smjörs
og landbúnaðarráðuneytið skarst í leikinn
það var nefnilega leikur
og hagsmunagæsla á báðar hendur
hendur framleiðenda
hendur innflytjendaen báðir dáðu þó Thorvaldsen
því þeir voru listhneigðir
og sáu góða auglýsingu í honum fyrir smjöriðvildi ekki Júlíus Sesar hafa feita menn í kringum sig?
þeir voru einlægt glaðir og borðfúsirmaður mótsagnanna
öll birtan á aðventunni
hlaðborðin og jákvæður hugur
gullið smjör og feit síld
lifrarkæfan danska
maður lifandiII.
svo kemur frostið og það þarf að loka sundlaugunum
getur það verið?
og skorað á fólk að gefa útigangsmönnunum brauð
til að bíta íog skjóta yfir þá skjólshúsi
þeir eru hungraðir, naktir og þyrstir,
eins og jötubarnið á krossinum,
sjúkir og sokkalausir
eins og Matteus guðspjallamaður segiren kirkjurnar eru lokaðar
það er verið að bóna gólfin
von er á Jesúbarninu og fjölskyldu þess,
fjárhirðum og vitringum,
og kannski þér
vonandi hrasið þið ekki á hálu gólfinu,
það er svo löng bið á bráðavaktinni,
ekki förum við að halda jól án:vitringanna
fjárhirðanna
þín?varla, ekki förum við að draga úr hagvextinum
frestum þeim frekar
III.
jesúmyndin
jatan, María og Jósef,
hirðar og vitringar,
ráðgjafar og rýnihópar,
þú og ég
það skiptir mestu málimyndin sæla af hamingjusamri fjölskyldu
sem við þráum
þar var ekkert heimilisofbeldi á ferð
og engan aðgerðapakka þurfti
þó þetta væru kjarabætur fyrir heiminnen um það snýst sagan
já, sagan af meistaranum frá Nasaret
vissirðu það ekki?
nei, mér duttu aldrei í hug kjarabætur?
eru þær ekki eldiviður á verðbólgubálið?segirðu lífskjarabætur?
IV.
þetta barn í jötunni í Úkraínu
þar sem kornakrarnir eru flakandi sár
blóðugir
öll fjárhús sprengd í loft upp
þar sem geisar stríðþar er barnið reyndar krossfest
krossfest í vitfirrtu stríðifriðarhöfðinginn
V.
von um að heimurinn yrði betri
svona ætti allt að vera
jatan í eldhúsinu
hæfilega minimalísk
draumur mannsins
en svona var þetta aldrei
en það skiptir ekki máli
þetta er þrá mannkynsviljum sjá stjörnu Jesúbarnsins
ekki stjörnu hins krossfestafriður og fjárhús sem við stígum inn í
þó komst það aldrei í fasteignablaðið
eða í Smartlandið,
var það kannski selt?ósamþykkt húsnæðið?
VI.
sjö tonn af sokkum til Úkraínu
og við horfum stolt á eftir gámunum
prúðbúin við bláa gámana
nú getum við haldið jól
nokkuð sátthröðum okkur heim
frostið bítur
heitur matarástarloginn
læsir tönnum í steikinaen stríðið geisar áfram
svo það hriktir í fjárhúsinu
þar sem friðarhöfðinginn hvílir í jötuVII.
honum var úthýst úr
skólunum
mygluðu skólastofunum?
var það af umhyggju fyrir honum og börnunum?nei, Jesúbarnið er ekki í þessu skólahverfi.
sameiginlegir hagsmunir, heitir það
VIII.
en nú er hann á leiðinni
á aðventunni
eina ferðina enn
hvað eigum við að gera?
sögðum við ekki í fyrra að komið væri nóg?
hvað varð um samþykktina af aðalfundi húsfélagsins?
á ekki að virða hana?IX.
stjarna yfir jötunni
er það ekki stjarna allra barna?eða stjarna hins krossfesta?
er þessi stjarna ekki löngu hröpuð?
hrapaði hún ekki í hjarta þitt
mittog þitt
og mittokkar allra?
skín hún ekki þar?
eða ertu með svælandi dísilrafstöð í hjartanu?
misstirðu af herferðinni gegn reykingum?X.
misstirðu af aðventunni?
en hafðu engar áhyggjur,
hún kemur aftur,
næst,
taktu þá bara á móti henni,
næst er núna,
hún er hér fyrir framan þig.núna.
I.
myndhöggvarinn Thorvaldsen vildi hafa englabörnin feit
því að smjör og hunang drýpur af hverju strái á himnesku vallendieinhverjir afvegaleiddu umræðuna
fóru að þrátta um hollustu smjörs
og landbúnaðarráðuneytið skarst í leikinn
það var nefnilega leikur
og hagsmunagæsla á báðar hendur
hendur framleiðenda
hendur innflytjendaen báðir dáðu þó Thorvaldsen
því þeir voru listhneigðir
og sáu góða auglýsingu í honum fyrir smjöriðvildi ekki Júlíus Sesar hafa feita menn í kringum sig?
þeir voru einlægt glaðir og borðfúsirmaður mótsagnanna
öll birtan á aðventunni
hlaðborðin og jákvæður hugur
gullið smjör og feit síld
lifrarkæfan danska
maður lifandiII.
svo kemur frostið og það þarf að loka sundlaugunum
getur það verið?
og skorað á fólk að gefa útigangsmönnunum brauð
til að bíta íog skjóta yfir þá skjólshúsi
þeir eru hungraðir, naktir og þyrstir,
eins og jötubarnið á krossinum,
sjúkir og sokkalausir
eins og Matteus guðspjallamaður segiren kirkjurnar eru lokaðar
það er verið að bóna gólfin
von er á Jesúbarninu og fjölskyldu þess,
fjárhirðum og vitringum,
og kannski þér
vonandi hrasið þið ekki á hálu gólfinu,
það er svo löng bið á bráðavaktinni,
ekki förum við að halda jól án:vitringanna
fjárhirðanna
þín?varla, ekki förum við að draga úr hagvextinum
frestum þeim frekar
III.
jesúmyndin
jatan, María og Jósef,
hirðar og vitringar,
ráðgjafar og rýnihópar,
þú og ég
það skiptir mestu málimyndin sæla af hamingjusamri fjölskyldu
sem við þráum
þar var ekkert heimilisofbeldi á ferð
og engan aðgerðapakka þurfti
þó þetta væru kjarabætur fyrir heiminnen um það snýst sagan
já, sagan af meistaranum frá Nasaret
vissirðu það ekki?
nei, mér duttu aldrei í hug kjarabætur?
eru þær ekki eldiviður á verðbólgubálið?segirðu lífskjarabætur?
IV.
þetta barn í jötunni í Úkraínu
þar sem kornakrarnir eru flakandi sár
blóðugir
öll fjárhús sprengd í loft upp
þar sem geisar stríðþar er barnið reyndar krossfest
krossfest í vitfirrtu stríðifriðarhöfðinginn
V.
von um að heimurinn yrði betri
svona ætti allt að vera
jatan í eldhúsinu
hæfilega minimalísk
draumur mannsins
en svona var þetta aldrei
en það skiptir ekki máli
þetta er þrá mannkynsviljum sjá stjörnu Jesúbarnsins
ekki stjörnu hins krossfestafriður og fjárhús sem við stígum inn í
þó komst það aldrei í fasteignablaðið
eða í Smartlandið,
var það kannski selt?ósamþykkt húsnæðið?
VI.
sjö tonn af sokkum til Úkraínu
og við horfum stolt á eftir gámunum
prúðbúin við bláa gámana
nú getum við haldið jól
nokkuð sátthröðum okkur heim
frostið bítur
heitur matarástarloginn
læsir tönnum í steikinaen stríðið geisar áfram
svo það hriktir í fjárhúsinu
þar sem friðarhöfðinginn hvílir í jötuVII.
honum var úthýst úr
skólunum
mygluðu skólastofunum?
var það af umhyggju fyrir honum og börnunum?nei, Jesúbarnið er ekki í þessu skólahverfi.
sameiginlegir hagsmunir, heitir það
VIII.
en nú er hann á leiðinni
á aðventunni
eina ferðina enn
hvað eigum við að gera?
sögðum við ekki í fyrra að komið væri nóg?
hvað varð um samþykktina af aðalfundi húsfélagsins?
á ekki að virða hana?IX.
stjarna yfir jötunni
er það ekki stjarna allra barna?eða stjarna hins krossfesta?
er þessi stjarna ekki löngu hröpuð?
hrapaði hún ekki í hjarta þitt
mittog þitt
og mittokkar allra?
skín hún ekki þar?
eða ertu með svælandi dísilrafstöð í hjartanu?
misstirðu af herferðinni gegn reykingum?X.
misstirðu af aðventunni?
en hafðu engar áhyggjur,
hún kemur aftur,
næst,
taktu þá bara á móti henni,
næst er núna,
hún er hér fyrir framan þig.núna.