Grindvíkingar hafa mátt þola margt eftir að eldstöðvar á Reykjanesi tóku að rumska. Þyngsta áfallið var þegar þeir urðu að yfirgefa bæinn í ljósi hugsanlegs eldgoss. Óvissa er mikil um framtíð Grindavíkur og hvernig búsetu verður þar háttað þegar jarðhræringarnar eru yfirstaðnar.

Undanfarna daga hafa þeir fengið leyfi til að fara inn í hús sín til að sækja nauðsynlega gripi og þá sem þeim eru kærir.

Áhrifamiklar myndir hafa birst af Grindvíkingum sem hraða sér inn í hús sín og sækja ýmsa gripi í snarhasti, setja ofan í ferðatösku eða taka þá í fangið. Það er hart að þurfa að yfirgefa heimili sín og atvinnu en undan því verður ekki komist. En þjóðin stendur með þeim og réttir þeim hjálparhönd eins og Eyjamönnum á sínum tíma þegar gaus í Vestmannaeyjum 1973.

Grindavíkurkirkja er íbúunum kær. Hún er eins og önnur hús í Grindavík sem bíður hljóð þess sem koma skal. Bæn allra og von er sú að allt fari vel þrátt fyrir yfirstandandi þrengingar.

Björgunarmenn flytja altaristöflu Ásgríms Jónssonar úr safnaðarheimilinu – mynd: Sosfoto af Instagram

Hún var líka mjög áhrifamikil myndin af tveimur björgunarsveitarmönnum sem héldu traustum höndum um gömlu altaristöfluna og báru hana út úr kirkjunni. Dýrgripur sem ekki má glatast.

Ásgrímur Jónsson (1876-1958), listmálari, málaði nokkrar altaristöflur. Ein þeirra er sú sem bjargað var úr Grindavík á dögunum.

Ásgrímur var einn af frumherjum í íslenskri myndlist og málaði mikinn fjölda mynda sem prýða söfn og heimili fólks. Eitt stef í myndum Ásgríms kom snemma fram en það voru eldgos. Hann var staddur á Ítalíu 1908 þegar miklir jarðskjálftar riðu yfir. Þá tók hann að gera sínar fyrstu eldgosamyndir og tók svo upp þráðinn á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Nokkrar eldgosamyndanna eru nú til sýnis í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.

Altaristafla Ásgríms kom í Grindavíkurkirkju ári eftir að kirkjan var vígð, 1910. Það var Einar Jónsson (1867-1950) útvegsbóndi í Garðhúsum sem gaf töfluna en hún kostaði 300 kr.

Myndinni var lýst svo í Nýju kirkjublaði 1911:

„Á þeirri mynd kyrrir Kristur vind og sjó, en björg í bakýn og verður brimfaldurinn að geislakrónu.“ (13. tbl., 1. júlí, bls. 159.)

Ásgrímur sagði frá því í endurminningum sínum að hann hefði orðið fyrir trúarlegri reynslu þegar hann sá eitt sinn róðukross hangandi í keðju eftir að vera nýlagstur upp í rúm sitt og um krossinn lék sérstök birta. (Ásgrímur Jónsson, Myndir og minninar, eftir Tómas Guðmundsson færði í letur, R. 1956, bls. 201).

„Fyrir Ásgrími var leitin að fegurðinni næstum trúarlegs eðlis. Hann skynjaði Guð í tilverunni og um leið í einstökum náttúrufyrirbærum, svo sem í trjágrein, steini eða vatnsfalli.“ (Ásgrímur Jónsson, eftir Hrafnhildi Schram og Hjörleif Sigurðsson, R. 1986, bls. 5.)

Altaritaflan í Grindavíkurkirkju sýnir Jesú þróttmikinn svo að segja rísa upp úr hægra myndfleti. Hún er sterkleg hönd frelsarans sem hann réttir mót þungu bylgjurótinu og svipur hans er einbeittur og mildur. Hvítfyssandi öldurnar ganga yfir borðstokkinn. Tveir lærisveinar horfa til hans fullir lotningar og þakklætis en þeir höfðu hrópað til hans óttaslegnir: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“ (Matteusarguðspjall 8.25). En kraftaverkasagan af því þegar Jesús hastaði á vindinn svo öldur vatnsins lægði og það varð stillilogn, er færð inn á íslenska klettaströnd þar sem sér í Krýsuvíkurberg en sá staður var einkar hættulegur sjómönnum og margir höfðu farist þar við bergið. Segja má dýrðarsveigurinn yfir höfði frelsarans renni svo að segja saman við brimhvítan ólgusjóinn og dragi fram að hér er herra himins og jarðar á ferð. Altaristaflan flytur sterkan boðskap um von í þrengingum.

Þegar málverk koma sem altaristöflur inn í kirkjur eiga sér stað ákveðin umskipti. Kirkjan sem er vígt hús hefur óbein áhrif á verkið og sérstaklega ef það er gert fyrir kirkjuna eins og altaristafla Ásgríms fyrir Grindavíkurkirkju hina eldri í Járngerðarstaðahverfinu. Fólk horfir öðrum augum til verksins heldur en væri það á safni eða inni í stofu. Það fær helgi og eykur andleg hughrif kirkjurýmisins. Oft er sagt að góð altaristafla hafi trúarleg áhrif á þann er virðir hana fyrir sér. Hún tali máli trúarinnar í myndfrásögn sinni og list. Góð altaristafla er góð prédikun.

Skírnarfontur Grindavíkurkirkju er úr marmara

En Grindavíkurkirkja á fleiri dýrgripi. Skírnarfonturinn er eftir Ásmund Sveinsson (1893-1982) og hann gaf Guðsteinn Eyjólfsson (1890-1972), kaupmaður, en hann var fæddur í Krosshúsum í Grindavík. Þá er í eigu kirkjunnar útskorinn stóll eftir Ríkarð Jónsson (1888-1977) sem var í hópi snjöllustu listamanna þjóðarinnar á sinni tíð.

Ný kirkja var vígð í Grindavík árið 1982. Hún var kirkja mánaðarins í Kirkjublaðinu.is í apríl 2022.

Altaristafla Ásgríms var flutt í nýju kirkjuna. Síðar var gerð ný altaristafla úr mósaík eftir mynd Ásgríms. Það var Oidtmann-fyrirtækið þýska sem sá um það mósaíkverk. Stefið er: Jesús bjargar úr háska.

Eirverkið á kirkjuhurðinni er eftir Viðar Hjaltason, (1933-1989), málmsmið.

Þetta eru aðeins dæmi um örfáa dýrgripi sem kirkjan á.

Efst í huga allra er sú von að ekki gjósi í eða við Grindavík.
Það er bæn fólksins í landinu.

Núverandi altaristafla er gerð eftir altaristöflu gömlu kirkjunnar sem Ásgrímur Jónsson, listmálari, málaði. Það var Oidtmann-fyrirtækið þýska sem sá um það mósaíkverk.                                                                                                                                  

Grindavíkurkirkja var vígð 26. september 1982

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Grindvíkingar hafa mátt þola margt eftir að eldstöðvar á Reykjanesi tóku að rumska. Þyngsta áfallið var þegar þeir urðu að yfirgefa bæinn í ljósi hugsanlegs eldgoss. Óvissa er mikil um framtíð Grindavíkur og hvernig búsetu verður þar háttað þegar jarðhræringarnar eru yfirstaðnar.

Undanfarna daga hafa þeir fengið leyfi til að fara inn í hús sín til að sækja nauðsynlega gripi og þá sem þeim eru kærir.

Áhrifamiklar myndir hafa birst af Grindvíkingum sem hraða sér inn í hús sín og sækja ýmsa gripi í snarhasti, setja ofan í ferðatösku eða taka þá í fangið. Það er hart að þurfa að yfirgefa heimili sín og atvinnu en undan því verður ekki komist. En þjóðin stendur með þeim og réttir þeim hjálparhönd eins og Eyjamönnum á sínum tíma þegar gaus í Vestmannaeyjum 1973.

Grindavíkurkirkja er íbúunum kær. Hún er eins og önnur hús í Grindavík sem bíður hljóð þess sem koma skal. Bæn allra og von er sú að allt fari vel þrátt fyrir yfirstandandi þrengingar.

Björgunarmenn flytja altaristöflu Ásgríms Jónssonar úr safnaðarheimilinu – mynd: Sosfoto af Instagram

Hún var líka mjög áhrifamikil myndin af tveimur björgunarsveitarmönnum sem héldu traustum höndum um gömlu altaristöfluna og báru hana út úr kirkjunni. Dýrgripur sem ekki má glatast.

Ásgrímur Jónsson (1876-1958), listmálari, málaði nokkrar altaristöflur. Ein þeirra er sú sem bjargað var úr Grindavík á dögunum.

Ásgrímur var einn af frumherjum í íslenskri myndlist og málaði mikinn fjölda mynda sem prýða söfn og heimili fólks. Eitt stef í myndum Ásgríms kom snemma fram en það voru eldgos. Hann var staddur á Ítalíu 1908 þegar miklir jarðskjálftar riðu yfir. Þá tók hann að gera sínar fyrstu eldgosamyndir og tók svo upp þráðinn á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Nokkrar eldgosamyndanna eru nú til sýnis í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.

Altaristafla Ásgríms kom í Grindavíkurkirkju ári eftir að kirkjan var vígð, 1910. Það var Einar Jónsson (1867-1950) útvegsbóndi í Garðhúsum sem gaf töfluna en hún kostaði 300 kr.

Myndinni var lýst svo í Nýju kirkjublaði 1911:

„Á þeirri mynd kyrrir Kristur vind og sjó, en björg í bakýn og verður brimfaldurinn að geislakrónu.“ (13. tbl., 1. júlí, bls. 159.)

Ásgrímur sagði frá því í endurminningum sínum að hann hefði orðið fyrir trúarlegri reynslu þegar hann sá eitt sinn róðukross hangandi í keðju eftir að vera nýlagstur upp í rúm sitt og um krossinn lék sérstök birta. (Ásgrímur Jónsson, Myndir og minninar, eftir Tómas Guðmundsson færði í letur, R. 1956, bls. 201).

„Fyrir Ásgrími var leitin að fegurðinni næstum trúarlegs eðlis. Hann skynjaði Guð í tilverunni og um leið í einstökum náttúrufyrirbærum, svo sem í trjágrein, steini eða vatnsfalli.“ (Ásgrímur Jónsson, eftir Hrafnhildi Schram og Hjörleif Sigurðsson, R. 1986, bls. 5.)

Altaritaflan í Grindavíkurkirkju sýnir Jesú þróttmikinn svo að segja rísa upp úr hægra myndfleti. Hún er sterkleg hönd frelsarans sem hann réttir mót þungu bylgjurótinu og svipur hans er einbeittur og mildur. Hvítfyssandi öldurnar ganga yfir borðstokkinn. Tveir lærisveinar horfa til hans fullir lotningar og þakklætis en þeir höfðu hrópað til hans óttaslegnir: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“ (Matteusarguðspjall 8.25). En kraftaverkasagan af því þegar Jesús hastaði á vindinn svo öldur vatnsins lægði og það varð stillilogn, er færð inn á íslenska klettaströnd þar sem sér í Krýsuvíkurberg en sá staður var einkar hættulegur sjómönnum og margir höfðu farist þar við bergið. Segja má dýrðarsveigurinn yfir höfði frelsarans renni svo að segja saman við brimhvítan ólgusjóinn og dragi fram að hér er herra himins og jarðar á ferð. Altaristaflan flytur sterkan boðskap um von í þrengingum.

Þegar málverk koma sem altaristöflur inn í kirkjur eiga sér stað ákveðin umskipti. Kirkjan sem er vígt hús hefur óbein áhrif á verkið og sérstaklega ef það er gert fyrir kirkjuna eins og altaristafla Ásgríms fyrir Grindavíkurkirkju hina eldri í Járngerðarstaðahverfinu. Fólk horfir öðrum augum til verksins heldur en væri það á safni eða inni í stofu. Það fær helgi og eykur andleg hughrif kirkjurýmisins. Oft er sagt að góð altaristafla hafi trúarleg áhrif á þann er virðir hana fyrir sér. Hún tali máli trúarinnar í myndfrásögn sinni og list. Góð altaristafla er góð prédikun.

Skírnarfontur Grindavíkurkirkju er úr marmara

En Grindavíkurkirkja á fleiri dýrgripi. Skírnarfonturinn er eftir Ásmund Sveinsson (1893-1982) og hann gaf Guðsteinn Eyjólfsson (1890-1972), kaupmaður, en hann var fæddur í Krosshúsum í Grindavík. Þá er í eigu kirkjunnar útskorinn stóll eftir Ríkarð Jónsson (1888-1977) sem var í hópi snjöllustu listamanna þjóðarinnar á sinni tíð.

Ný kirkja var vígð í Grindavík árið 1982. Hún var kirkja mánaðarins í Kirkjublaðinu.is í apríl 2022.

Altaristafla Ásgríms var flutt í nýju kirkjuna. Síðar var gerð ný altaristafla úr mósaík eftir mynd Ásgríms. Það var Oidtmann-fyrirtækið þýska sem sá um það mósaíkverk. Stefið er: Jesús bjargar úr háska.

Eirverkið á kirkjuhurðinni er eftir Viðar Hjaltason, (1933-1989), málmsmið.

Þetta eru aðeins dæmi um örfáa dýrgripi sem kirkjan á.

Efst í huga allra er sú von að ekki gjósi í eða við Grindavík.
Það er bæn fólksins í landinu.

Núverandi altaristafla er gerð eftir altaristöflu gömlu kirkjunnar sem Ásgrímur Jónsson, listmálari, málaði. Það var Oidtmann-fyrirtækið þýska sem sá um það mósaíkverk.                                                                                                                                  

Grindavíkurkirkja var vígð 26. september 1982

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir