Margar bækur eiga sér aðra sögu en þær segja sjálfar frá. Því eldri sem þær eru er saga þeirra merkilegri og kannski sérstaklega fyrir þá sök að hafa lifað af aldir og ár við býsna misjafnan húsakost og mishlýjan skilning á efni þeirra. Bæta má við að því minni sem bækurnar voru mætti ætla að þær týndust frekar í misrysjóttu aldarfari. Eða varðveittust þær kannski betur vegna smæðar sinnar? Smátt er fagurt, ekki satt? Og það smáa getur verið lífseigt.

Lítil bók sem gefin var út 1727, prentuð á Hólum, fór á flakk. Ekki er auðvelt að rekja flökkusögu hennar nema hvað hún komst í hendur sómaklerksins, sr. Arngríms Jónssonar (1923-2014), dr. theol. Hann varðveitti hana vel á langri og farsælli ævi sinni. Síðan barst hún í hendur annars sómaklerks, sr. Sigurðar Jónssonar sem afréð að færa hana að gjöf til Hólastaðar, nánar til tekið, Auðunarstofu. Það var sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, sem veitti bókinni viðtöku.

Þrátt fyrir háan aldur bókarinnar er hún í góðu ástandi og augljóst að vel hefur verið farið með hana. Bókin er 296 ára gömul.

Sr. Sigurður afhenti bókina á viðeigandi stað, fræðslusetri þjóðkirkjunnar, á Löngumýri í Skagafirði. Tilefnið var að 260 ár voru liðin frá vígslu Hóladómkirkju 20. nóvember s.l.

Vígslubiskupinn flutti svo þessa litlu bók af mikilli umhyggju og virðingu heim á Hólastað.

Litla bókin var því komin heim ef svo má segja. Ferðalagi hennar var lokið – að minnsta kosti að sinni.

En hvaða bók er þetta?

Þetta eru Fræðin minni eftir siðbótarmanninn Martein Lúther. Fyrst kom þessi bók út árið 1529 og var síðan margoft gefin út. Fræðin minni er trúfræðslurit handa almenningi og var notað sem fermingarfræðsluefni í margar aldir. Fullyrða mætir menn að ekkert rita Lúthers hafi verið jafnþekkt hér á landi og þetta rit.

Forsíða kversins – bókin er í góðu ásigkomulagi

Í Fræðunum minni er farið í stórum dráttum yfir helstu atriði trúarinnar í stuttu máli og kjarnyrtu. Kennsluaðferðin er snörp fræðsla og án hiks þar sem einnig er skipst á spurningum og svörum. Hver sá sem tileinkar sér innihald bókarinnar er nokkuð fróður um kristna trú eins og hún er túlkuð út frá lútherskum sjónarmiðum. Enda þótt bókin sé nánast eins og hvert annað kver sem svo var kallað hér fyrrum þá hefur hún í sér þann kraft sem kallar á enn fleiri vangaveltur, spurningar og jafnvel andmæli.

Í ljósi þeirrar fræðslu þjóðkirkjunnar sem henni ber skylda til að inna af hendi mætti koma því að þegar kunnáttu í kristnum fræðum hrakar ískyggilega meðal almennings hvort ekki væri rétt að andlegir garpar úr röðum kirkjunnar fólks tækju sig til og settu saman stutt og lipurt nútímakver í anda bókarinnar góðu sem hélt heim til Hóla fyrir nokkrum dögum.

Síðast komu Fræðin minni út árið 2018.

Opna úr Fræðunum minni, sem gefin var út á Hólum 1727 – fyrir 296 árum                                              

Hér sést bókin frá 1727 í höndum vígslubiskupsins á Hólum – lítil bók með mikið innihald                                          

Gjöfinni fylgdi þetta greinargóða skjal

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Margar bækur eiga sér aðra sögu en þær segja sjálfar frá. Því eldri sem þær eru er saga þeirra merkilegri og kannski sérstaklega fyrir þá sök að hafa lifað af aldir og ár við býsna misjafnan húsakost og mishlýjan skilning á efni þeirra. Bæta má við að því minni sem bækurnar voru mætti ætla að þær týndust frekar í misrysjóttu aldarfari. Eða varðveittust þær kannski betur vegna smæðar sinnar? Smátt er fagurt, ekki satt? Og það smáa getur verið lífseigt.

Lítil bók sem gefin var út 1727, prentuð á Hólum, fór á flakk. Ekki er auðvelt að rekja flökkusögu hennar nema hvað hún komst í hendur sómaklerksins, sr. Arngríms Jónssonar (1923-2014), dr. theol. Hann varðveitti hana vel á langri og farsælli ævi sinni. Síðan barst hún í hendur annars sómaklerks, sr. Sigurðar Jónssonar sem afréð að færa hana að gjöf til Hólastaðar, nánar til tekið, Auðunarstofu. Það var sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, sem veitti bókinni viðtöku.

Þrátt fyrir háan aldur bókarinnar er hún í góðu ástandi og augljóst að vel hefur verið farið með hana. Bókin er 296 ára gömul.

Sr. Sigurður afhenti bókina á viðeigandi stað, fræðslusetri þjóðkirkjunnar, á Löngumýri í Skagafirði. Tilefnið var að 260 ár voru liðin frá vígslu Hóladómkirkju 20. nóvember s.l.

Vígslubiskupinn flutti svo þessa litlu bók af mikilli umhyggju og virðingu heim á Hólastað.

Litla bókin var því komin heim ef svo má segja. Ferðalagi hennar var lokið – að minnsta kosti að sinni.

En hvaða bók er þetta?

Þetta eru Fræðin minni eftir siðbótarmanninn Martein Lúther. Fyrst kom þessi bók út árið 1529 og var síðan margoft gefin út. Fræðin minni er trúfræðslurit handa almenningi og var notað sem fermingarfræðsluefni í margar aldir. Fullyrða mætir menn að ekkert rita Lúthers hafi verið jafnþekkt hér á landi og þetta rit.

Forsíða kversins – bókin er í góðu ásigkomulagi

Í Fræðunum minni er farið í stórum dráttum yfir helstu atriði trúarinnar í stuttu máli og kjarnyrtu. Kennsluaðferðin er snörp fræðsla og án hiks þar sem einnig er skipst á spurningum og svörum. Hver sá sem tileinkar sér innihald bókarinnar er nokkuð fróður um kristna trú eins og hún er túlkuð út frá lútherskum sjónarmiðum. Enda þótt bókin sé nánast eins og hvert annað kver sem svo var kallað hér fyrrum þá hefur hún í sér þann kraft sem kallar á enn fleiri vangaveltur, spurningar og jafnvel andmæli.

Í ljósi þeirrar fræðslu þjóðkirkjunnar sem henni ber skylda til að inna af hendi mætti koma því að þegar kunnáttu í kristnum fræðum hrakar ískyggilega meðal almennings hvort ekki væri rétt að andlegir garpar úr röðum kirkjunnar fólks tækju sig til og settu saman stutt og lipurt nútímakver í anda bókarinnar góðu sem hélt heim til Hóla fyrir nokkrum dögum.

Síðast komu Fræðin minni út árið 2018.

Opna úr Fræðunum minni, sem gefin var út á Hólum 1727 – fyrir 296 árum                                              

Hér sést bókin frá 1727 í höndum vígslubiskupsins á Hólum – lítil bók með mikið innihald                                          

Gjöfinni fylgdi þetta greinargóða skjal

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir