Kirkjublaðið.is er áskrifandi að Kristeligt-Dagblad og fylgist með kirkjulífi í Danmörku.

Það liggur þungt á frændum vorum, Dönum, að færri og færri stúdentar kjósa að hefja nám í guðfræði. Fjöldi stúdenta sem hefur skráð sig nú til náms á fyrsta ár í guðfræði við Árósarháskóla og Kaupmannahafnarháskóla er alls 173. Í fyrra voru þeir 184. Næstu fjögur ár þar á undan voru þeir yfir 200.

Danska kirkjan telur sig þurfa árlega um eitt hundrað nýja guðfræðinga.

En margt angrar.

Ráðuneyti menntamála hefur um nokkra hríð látið að því liggja að stytta þurfi háskólanám í ákveðnum greinum. Augun hafa einkum beinst að hugvísindasviði. Námsstyttingin næmi frá einu ári til tveggja. Stytting námsins skilaði bæði hagræðingu í rekstri háskólanna og í tilviki guðfræðideildarinnar gæti hún laðað fleiri að til náms. Þetta hefur farið farið illa í danska prestafélagið sem kallar hugmyndirnar „pólitíska tilraunastarfsemi.“ Aðrir hafa kallað eftir því að guðfræðinámið verði „friðað.“

Ljóst er að stytting náms í guðfræðideildum háskólanna skilar kirkjunni guðfræðingum sem ekki eru eins vel í stakk búnir til starfa á kirkjulegum vettvangi með sama hætti og forverar þeirra voru. Spurt er hvað verði um prédikunina sem sé snar þáttur í starfi presta.

Í umræðunni hefur því verið varpað fram að kirkjan bætti því við sem á vantaði í menntun hinna nýju guðfræðinga. Mörgum finnst slíkt vera einhvers konar bútasaumur. Stjórnmálamenn í ýmsum flokkum eru á því að kirkjan eigi sjálf að sjá alfarið um starfsmenntun prestanna. Grunnmenntun sé vitaskuld hægt að veita í háskólum.

Hvernig skyldi staðan vera í þessum málum hjá okkur?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is er áskrifandi að Kristeligt-Dagblad og fylgist með kirkjulífi í Danmörku.

Það liggur þungt á frændum vorum, Dönum, að færri og færri stúdentar kjósa að hefja nám í guðfræði. Fjöldi stúdenta sem hefur skráð sig nú til náms á fyrsta ár í guðfræði við Árósarháskóla og Kaupmannahafnarháskóla er alls 173. Í fyrra voru þeir 184. Næstu fjögur ár þar á undan voru þeir yfir 200.

Danska kirkjan telur sig þurfa árlega um eitt hundrað nýja guðfræðinga.

En margt angrar.

Ráðuneyti menntamála hefur um nokkra hríð látið að því liggja að stytta þurfi háskólanám í ákveðnum greinum. Augun hafa einkum beinst að hugvísindasviði. Námsstyttingin næmi frá einu ári til tveggja. Stytting námsins skilaði bæði hagræðingu í rekstri háskólanna og í tilviki guðfræðideildarinnar gæti hún laðað fleiri að til náms. Þetta hefur farið farið illa í danska prestafélagið sem kallar hugmyndirnar „pólitíska tilraunastarfsemi.“ Aðrir hafa kallað eftir því að guðfræðinámið verði „friðað.“

Ljóst er að stytting náms í guðfræðideildum háskólanna skilar kirkjunni guðfræðingum sem ekki eru eins vel í stakk búnir til starfa á kirkjulegum vettvangi með sama hætti og forverar þeirra voru. Spurt er hvað verði um prédikunina sem sé snar þáttur í starfi presta.

Í umræðunni hefur því verið varpað fram að kirkjan bætti því við sem á vantaði í menntun hinna nýju guðfræðinga. Mörgum finnst slíkt vera einhvers konar bútasaumur. Stjórnmálamenn í ýmsum flokkum eru á því að kirkjan eigi sjálf að sjá alfarið um starfsmenntun prestanna. Grunnmenntun sé vitaskuld hægt að veita í háskólum.

Hvernig skyldi staðan vera í þessum málum hjá okkur?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir