Umhverfismál eru fyrirferðarmikil í nútímanum. Þau eru í huga margra mikilvægustu málin og margt hefur verið gert í þeim til hins betra. Fjöldi fólks leggur hart að sér í baráttunni gegn hvers kyns náttúruvá af völdum athafna mannsins í heiminum.

Dagur jarðarinnar er í dag, 22. apríl. Hann á að minna á að hver einstaklingur er mikilvægur í baráttunni fyrir betra umhverfi, betri loftgæðum og betri framtíð. Hann minnir einfaldlega á að hver er sjálfum sér næstur. Með því er ekki verið að losa málgefin stjórnvöld undan ábyrgð sem fylgir orðum og gjörðum. Mörgu er lofað og margt sagt en minna verður úr. En baráttan er ekkert auðveld og mörg ljón á veginum.

Danska þjóðkirkjan hefur nýlega látið gera athyglisverða aðgerðaáætlun í umhverfismálum þar sem rakið er lið fyrir lið hvernig stofnanir hennar og félagsfólk getur lagt fram sinn skerf með skipulögðum hætti til að minnka kolefnisspor hennar. Markmiðið er í anda þess umhverfismarkmiðs sem danska þjóðþingið setti 2020.

Með aðgerðaráætluninni vill danska þjóðkirkjan leggja sitt af mörkum til grænna orkuskipta í landinu. Þjóðkirkjan danska er með 4000 byggingar á sínum snærum og 2000 kirkjugarða. Hún er að auki stærstu félagasamtökin í Danmörku. Mikilvægur þáttur í áætluninni er að vekja forystufólk í kirkjunni, sóknarnefndir og safnaðarfólk, til vitundar um hvað hægt sé að gera í umhverfismálum með samstilltu átaki. Láta verkin tala.

Aðgerðaáætlun kirkjunnar dregur upp mynd af því með hvaða hætti danska þjóðkirkjan geti lagt sitt fram til að draga úr kolefnisútblæstri landsins um 70% fram til ársins 2030. Gefið er yfirlit yfir kolefnisbúskap dönsku þjóðkirkjunnar fyrir árin 2019-2022 og skýrt tekið fram að tölur hafi verið áætlaðar fyrir árið 2019 þar sem engar mælingar lágu fyrir.

Notkun jarðefnaeldsneytis er eins og víðar stærsta vandamálið. Það skal tekið fram að danska þjóðkirkjan er þriðji stærsti landeigandinn í Danmörku og notar því mikið jarðefnaeldsneyti sem veldur því að það er mesti mengunarvaldurinn í kolefnisbúskap kirkjunnar. Aðgerðaráætlunin gengur út á það að draga 50% úr notkun á jarðefnaeldsneyti kirkjunnar.

Einn stærsti þátturinn til betra umhverfis er notkun grænnar orku. LED-ljós skipta þar sköpum og leggja fram drjúgan hluta í minnkun á kolefnisútblæstri dönsku þjóðkirkjunnar. Hiti í kirkjum og safnaðarheimilum hefur verið lækkaður og reynt að venja fólk á hið einfalda ráð „að slökkva ljósin á eftir sér.“ Aukin notkun á sólarsellum er líka vænlegur kostur og lagt er til að danska þjóðkirkjan kanni hvort heppilegt sé að hún komi sér upp sólarsellu-rafveitu. Margt smátt geri eitt stórt.

Dagur jarðarinnar er fallegt heiti. Allir dagar ættu eiginlega að bera þetta nafn. Og kannski gera þeir það. En einn dagur er sérstaklega tekinn úr árinu og honum lyft hátt upp svo allir sjái. Þetta er dagurinn sem á að minna á alla hina.

Þjóðkirkjan íslenska á sér umhverfisstefnu og hana má lesa hér. Það má og spyrja hvort eitthvað sé að gerast í umhverfismálum þjóðkirkjunnar og gaman væri að einhver sem finnur blóðið renna til skyldunnar í þeim efnum skrifaði stutta grein um það í Kirkjublaðið.is.

Handbók um umhverfisstarf í kirkjunni er gott lesefni á degi jarðarinnar sem og aðra daga.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Umhverfismál eru fyrirferðarmikil í nútímanum. Þau eru í huga margra mikilvægustu málin og margt hefur verið gert í þeim til hins betra. Fjöldi fólks leggur hart að sér í baráttunni gegn hvers kyns náttúruvá af völdum athafna mannsins í heiminum.

Dagur jarðarinnar er í dag, 22. apríl. Hann á að minna á að hver einstaklingur er mikilvægur í baráttunni fyrir betra umhverfi, betri loftgæðum og betri framtíð. Hann minnir einfaldlega á að hver er sjálfum sér næstur. Með því er ekki verið að losa málgefin stjórnvöld undan ábyrgð sem fylgir orðum og gjörðum. Mörgu er lofað og margt sagt en minna verður úr. En baráttan er ekkert auðveld og mörg ljón á veginum.

Danska þjóðkirkjan hefur nýlega látið gera athyglisverða aðgerðaáætlun í umhverfismálum þar sem rakið er lið fyrir lið hvernig stofnanir hennar og félagsfólk getur lagt fram sinn skerf með skipulögðum hætti til að minnka kolefnisspor hennar. Markmiðið er í anda þess umhverfismarkmiðs sem danska þjóðþingið setti 2020.

Með aðgerðaráætluninni vill danska þjóðkirkjan leggja sitt af mörkum til grænna orkuskipta í landinu. Þjóðkirkjan danska er með 4000 byggingar á sínum snærum og 2000 kirkjugarða. Hún er að auki stærstu félagasamtökin í Danmörku. Mikilvægur þáttur í áætluninni er að vekja forystufólk í kirkjunni, sóknarnefndir og safnaðarfólk, til vitundar um hvað hægt sé að gera í umhverfismálum með samstilltu átaki. Láta verkin tala.

Aðgerðaáætlun kirkjunnar dregur upp mynd af því með hvaða hætti danska þjóðkirkjan geti lagt sitt fram til að draga úr kolefnisútblæstri landsins um 70% fram til ársins 2030. Gefið er yfirlit yfir kolefnisbúskap dönsku þjóðkirkjunnar fyrir árin 2019-2022 og skýrt tekið fram að tölur hafi verið áætlaðar fyrir árið 2019 þar sem engar mælingar lágu fyrir.

Notkun jarðefnaeldsneytis er eins og víðar stærsta vandamálið. Það skal tekið fram að danska þjóðkirkjan er þriðji stærsti landeigandinn í Danmörku og notar því mikið jarðefnaeldsneyti sem veldur því að það er mesti mengunarvaldurinn í kolefnisbúskap kirkjunnar. Aðgerðaráætlunin gengur út á það að draga 50% úr notkun á jarðefnaeldsneyti kirkjunnar.

Einn stærsti þátturinn til betra umhverfis er notkun grænnar orku. LED-ljós skipta þar sköpum og leggja fram drjúgan hluta í minnkun á kolefnisútblæstri dönsku þjóðkirkjunnar. Hiti í kirkjum og safnaðarheimilum hefur verið lækkaður og reynt að venja fólk á hið einfalda ráð „að slökkva ljósin á eftir sér.“ Aukin notkun á sólarsellum er líka vænlegur kostur og lagt er til að danska þjóðkirkjan kanni hvort heppilegt sé að hún komi sér upp sólarsellu-rafveitu. Margt smátt geri eitt stórt.

Dagur jarðarinnar er fallegt heiti. Allir dagar ættu eiginlega að bera þetta nafn. Og kannski gera þeir það. En einn dagur er sérstaklega tekinn úr árinu og honum lyft hátt upp svo allir sjái. Þetta er dagurinn sem á að minna á alla hina.

Þjóðkirkjan íslenska á sér umhverfisstefnu og hana má lesa hér. Það má og spyrja hvort eitthvað sé að gerast í umhverfismálum þjóðkirkjunnar og gaman væri að einhver sem finnur blóðið renna til skyldunnar í þeim efnum skrifaði stutta grein um það í Kirkjublaðið.is.

Handbók um umhverfisstarf í kirkjunni er gott lesefni á degi jarðarinnar sem og aðra daga.

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir