Dr. Marteinn Lúther King, yngri, var fæddur 15. janúar 1929. Föstudaginn 13. janúar síðastliðinn var afhjúpað listaverk, minnismerki, í Boston í Massachusettsríki, um dr. King og konu hans, Corettu Scott King.

Minnismerkið um prestinn og aðgerðasinnann, dr. Martein Lúther King, yngri, (1929-1968), og konu hans Corettu Scott King (1927-2006), hefur vakið mikla athygli.

Dr. Marteinn Lúther King, yngri, fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1964 fyrir friðsamlega baráttu fyrir jafnrétti kynþátta í Bandaríkjunum. Fjórum árum síðar, 4. apríl 1968, var hann skotinn til bana í borginni Memphis í Tennessee.

Minnismerkið er kallað Faðmlagið  (The Embrace) og var sett upp í Boston á svæði sem kallast Boston Common. Verkið, skúlptúrinn, er úr bronsi og 19 tonn að þyngd. Það er 6 metra hátt og ummál þess 12 metrar.

Fræg ljósmynd af þeim dr. Marteini og Corettu og faðmlagi þeirra varð listamanninum, Hank Willis Thomas (f. 1976) mikill innblástur er hann hóf gerð verksins árið 2019. Myndin (t.v. frá (Bettmann Archive) var tekin þegar dr. King var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels hefðu fallið honum í skaut.

Oft er það svo að minnismerki falla ekki öllum í geð. Stundum hafa risið harðar deilur um hvar minnismerki eiga að vera og svo hvernig til hefur tekist með þau.

Þetta minnismerki um prestinn dr. King, yngri, er engin undantekning frá þessu. Strax eftir að það var afhjúpað tóku menn að deila á listaverkið. Sitt sýnist hverjum. Sumum finnst það vera beinlínis móðgun við minningu og arfleifð mannréttafrömuðarins. Verkið sé groddalegt og tákn þess óskýrt. Aðrir telja það lýsa vel samstöðu og geti sameinað fólk. En oft er það svo þegar deilur af þessum toga gjósa upp að þær fjara smám saman út. Listaverkið venst og fáir muna eftir einhverju uppnámi í kringum það. En áfram heldur fólk að hafa ólíkar skoðanir á því eins og á mörgum öðrum minnismerkjum.  Það er vel.

En hvað er annars um listaverkið sjálft að segja?

Frá einni hlið er það hjartalaga og því mjög sterk skírskotun til kærleikans. Dr. Marteinn Lúther King, yngri, var svo sannarlega maður hins kristna kærleika í allri mannréttindaframgöngu sinni. Enda þótt aðeins hendur sjáist þá eru þær í raun og veru hluti fyrir heild, pars pro toto, ekki bara dr. Kings og Corettu, heldur allra þeirra er lögðu baráttunni lið með ýmsum hætti. Og meira en það: alls þess fólks sem er með annan hörundslit en hvítan og mannréttindi eru brotin á. Enn víðtækari túlkun væri sú að verkið vísaði til allra þeirra sem njóta ekki fullra mannréttinda hvar sem er í heiminum. Samstaða gefur von um breytingar – og dr. King hafði áhrif. Og hefur enn þann dag í dag. Verkið myndar nær því hring sem vísar til eilífðar. Það er hvort tveggja hinn eilífi kærleikur kristinnar trúar og eilíf barátta fyrir mannréttindum í heiminum.

Þá vísar listaverkið einnig til verka sem kallast grátandi Búdda, sjá hér neðar. 

Stærð verksins er líka ákveðið merki um mikilvægi þess kristna mannréttindaboðskapar sem dr. Marteinn Lúther King, yngri, boðaði.

Frá þessu sjónarhorni minnir listaverkið á hjarta

Sjónarhornið þar sem hendurnar sjást vel

Hér glampar sólin á listaverkið

Listaverk af þessu tagi sýna Búdda, og kallast grátandi Búdda, þar sem hann grætur þjáningar heims og sorgir mannanna. Hann er samanhnipraður og grúfir andlitið í höndum sér. Kann að vera að listamaðurinn hafi einnig fengið innblástur frá slíkum Búdda-líkneskjum 

En hver var dr. Marteinn Lúther King, yngri

Hann var bandarískur baptistaprestur og aðgerðasinni.

Dr. King lauk doktorsprófi í guðfræði frá háskólanum í Boston. Barátta hans fyrir mannréttindum fólks með dökkan hörundslit í Bandaríkjunum vakti heimsathygli. Dr. King lagði áherslu á friðsamleg mótmæli að hætti Mathama Gandhis (1869-1948). Gandhi var skotinn til bana eins og dr. King.

Dr. Marteinn Lúther King, yngri, var afburðasnjall ræðumaður og afar eftirsóttur. Frægustu ræðu sína flutti hann við Lincoln minnismerkið í Washington árið 1963 þar sem hátt í 300þúsund mann hlýddu á. Það var hin fræga ræða með stefinu: „Ég á mér draum…“. Draumurinn var sá að upp myndi renna sá dagur að hörundslitur skæri ekki úr um mannréttindi fólks. Margir voru hins vegar andvígir auknum réttindum fólks með annan hörundslit en hvítan og þá einkum hvítir Suðurríkjamenn. Segja má að sú mannréttindalöggjöf sem tók gildi í Bandaríkjunum árið 1964 (The Civil Rights Act), hafi verið sett vegna áhrifa frá baráttu dr. Kings. Í lögunum fólust aukin réttindi til handa fólki með dökkan hörundslit.

Kona hans var sem áður sagði, Coretta, og áttu þau fjögur börn. Coretta var tónlistarkona og einnig baráttukona fyrir mannréttindum sem var ekki hvítt á hörund.

Heimildir: The Daily Telegraph og BBC

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Marteinn Lúther King, yngri, var fæddur 15. janúar 1929. Föstudaginn 13. janúar síðastliðinn var afhjúpað listaverk, minnismerki, í Boston í Massachusettsríki, um dr. King og konu hans, Corettu Scott King.

Minnismerkið um prestinn og aðgerðasinnann, dr. Martein Lúther King, yngri, (1929-1968), og konu hans Corettu Scott King (1927-2006), hefur vakið mikla athygli.

Dr. Marteinn Lúther King, yngri, fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1964 fyrir friðsamlega baráttu fyrir jafnrétti kynþátta í Bandaríkjunum. Fjórum árum síðar, 4. apríl 1968, var hann skotinn til bana í borginni Memphis í Tennessee.

Minnismerkið er kallað Faðmlagið  (The Embrace) og var sett upp í Boston á svæði sem kallast Boston Common. Verkið, skúlptúrinn, er úr bronsi og 19 tonn að þyngd. Það er 6 metra hátt og ummál þess 12 metrar.

Fræg ljósmynd af þeim dr. Marteini og Corettu og faðmlagi þeirra varð listamanninum, Hank Willis Thomas (f. 1976) mikill innblástur er hann hóf gerð verksins árið 2019. Myndin (t.v. frá (Bettmann Archive) var tekin þegar dr. King var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels hefðu fallið honum í skaut.

Oft er það svo að minnismerki falla ekki öllum í geð. Stundum hafa risið harðar deilur um hvar minnismerki eiga að vera og svo hvernig til hefur tekist með þau.

Þetta minnismerki um prestinn dr. King, yngri, er engin undantekning frá þessu. Strax eftir að það var afhjúpað tóku menn að deila á listaverkið. Sitt sýnist hverjum. Sumum finnst það vera beinlínis móðgun við minningu og arfleifð mannréttafrömuðarins. Verkið sé groddalegt og tákn þess óskýrt. Aðrir telja það lýsa vel samstöðu og geti sameinað fólk. En oft er það svo þegar deilur af þessum toga gjósa upp að þær fjara smám saman út. Listaverkið venst og fáir muna eftir einhverju uppnámi í kringum það. En áfram heldur fólk að hafa ólíkar skoðanir á því eins og á mörgum öðrum minnismerkjum.  Það er vel.

En hvað er annars um listaverkið sjálft að segja?

Frá einni hlið er það hjartalaga og því mjög sterk skírskotun til kærleikans. Dr. Marteinn Lúther King, yngri, var svo sannarlega maður hins kristna kærleika í allri mannréttindaframgöngu sinni. Enda þótt aðeins hendur sjáist þá eru þær í raun og veru hluti fyrir heild, pars pro toto, ekki bara dr. Kings og Corettu, heldur allra þeirra er lögðu baráttunni lið með ýmsum hætti. Og meira en það: alls þess fólks sem er með annan hörundslit en hvítan og mannréttindi eru brotin á. Enn víðtækari túlkun væri sú að verkið vísaði til allra þeirra sem njóta ekki fullra mannréttinda hvar sem er í heiminum. Samstaða gefur von um breytingar – og dr. King hafði áhrif. Og hefur enn þann dag í dag. Verkið myndar nær því hring sem vísar til eilífðar. Það er hvort tveggja hinn eilífi kærleikur kristinnar trúar og eilíf barátta fyrir mannréttindum í heiminum.

Þá vísar listaverkið einnig til verka sem kallast grátandi Búdda, sjá hér neðar. 

Stærð verksins er líka ákveðið merki um mikilvægi þess kristna mannréttindaboðskapar sem dr. Marteinn Lúther King, yngri, boðaði.

Frá þessu sjónarhorni minnir listaverkið á hjarta

Sjónarhornið þar sem hendurnar sjást vel

Hér glampar sólin á listaverkið

Listaverk af þessu tagi sýna Búdda, og kallast grátandi Búdda, þar sem hann grætur þjáningar heims og sorgir mannanna. Hann er samanhnipraður og grúfir andlitið í höndum sér. Kann að vera að listamaðurinn hafi einnig fengið innblástur frá slíkum Búdda-líkneskjum 

En hver var dr. Marteinn Lúther King, yngri

Hann var bandarískur baptistaprestur og aðgerðasinni.

Dr. King lauk doktorsprófi í guðfræði frá háskólanum í Boston. Barátta hans fyrir mannréttindum fólks með dökkan hörundslit í Bandaríkjunum vakti heimsathygli. Dr. King lagði áherslu á friðsamleg mótmæli að hætti Mathama Gandhis (1869-1948). Gandhi var skotinn til bana eins og dr. King.

Dr. Marteinn Lúther King, yngri, var afburðasnjall ræðumaður og afar eftirsóttur. Frægustu ræðu sína flutti hann við Lincoln minnismerkið í Washington árið 1963 þar sem hátt í 300þúsund mann hlýddu á. Það var hin fræga ræða með stefinu: „Ég á mér draum…“. Draumurinn var sá að upp myndi renna sá dagur að hörundslitur skæri ekki úr um mannréttindi fólks. Margir voru hins vegar andvígir auknum réttindum fólks með annan hörundslit en hvítan og þá einkum hvítir Suðurríkjamenn. Segja má að sú mannréttindalöggjöf sem tók gildi í Bandaríkjunum árið 1964 (The Civil Rights Act), hafi verið sett vegna áhrifa frá baráttu dr. Kings. Í lögunum fólust aukin réttindi til handa fólki með dökkan hörundslit.

Kona hans var sem áður sagði, Coretta, og áttu þau fjögur börn. Coretta var tónlistarkona og einnig baráttukona fyrir mannréttindum sem var ekki hvítt á hörund.

Heimildir: The Daily Telegraph og BBC

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir