Í heimildakvikmyndinni Jörðin undir fótum okkar er svo að segja tekin sneið úr mannlífinu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og borin á borð áhorfenda. Myndin heldur áhorfandanum algjörlega við efnið og áður en hann veit er hún runnin á enda – áttatíuogtvær mínútur fylltar af eðallist. Enginn daufur punktur heldur allt sett saman af mikilli listfengi og öryggi.

Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að gera jafn töfrandi og hugljúfa mynd um líf gamals fólks á elliheimili þegar nær líður ævilokum? En það tekst leikstjóranum Yrsu Roca Fannberg sem skrifar handritið í samvinnu við Elínu Öglu Briem en Wojciech Staroń sér um stjórn kvikmyndatöku með miklum glæsibrag. Kannski er ein ástæða þess að leikstjórinn vinnur líka á heimilinu og hefur því góðan skilning á lífinu sem þar fer fram. Öll framvinda myndarinnar ber þess merki að listafólkið nálgist viðfangsefnið með djúpri virðingu og af mikilli og heiðarlegri nærfærni.

Það er ljóðrænn heildarsvipur yfir allri myndinni og áhorfandinn er leiddur til fólks sem sýnir hvert öðru ást og umhyggju þegar hallar nær ævilokum. Gamla fólkið er misjafnlega á sig komið eins og gengur en allt heldur það reisn sinni og fagurri mennsku. Sumir eru glaðir og reifir. Aðrir eru alvörufullir á svip og enn aðrir bera með sér birtu ástar og umhyggju til maka sinna og sambúðarfólks. Svo eru þau sem horfa smám saman á eftir minninu. Lífið gengur hægt fyrir sig á heimilinu og hver dagur er öðrum líkur en þó er alltaf eitthvað um að vera. Það er líka búið svo að fólkinu að því gefst gott tækifæri að taka þátt í ýmsu sem nútíminn býður upp á eins og líkamsrækt sem er við hæfi.

Hversdagurinn færir heimilisfólkinu gleði og sorgir, áhyggjur og kvíða. En umkringis allt svífur kærleikur fólksins hvers til annars og rík umhyggja starfsmanna fyrir gamla fólkinu. Allir eru að bíða og tíminn stikar stórum. Ósjálfrátt tekur áhorfandinn þátt í þeirri bið með sínum hætti því að biðina á hann líka sameiginlega með gamla fólkinu þegar öllu er á botninn hvolft. Einn dag mun hann hugsanlega standa í þessum sporum sjálfur – allir fá ellina ef þeir lifa.

Áhorfendur kynnast sumu heimilisfólkinu á Grund betur en öðrum. Eiginmaður naglalakkar neglur konu sinnar af mikilli vandvirkni en hann er betur á sig kominn en hún. Strýkur hendur hennar af mikilli elskusemi og umhyggju. Annar heimilismaður þurrkar samviskusamlega af húsgögnum í stofu sinni meðan maki hans situr í sófa og les í blaði. Það falla ekki mörg orð og þeirra er kannski ekki þörf. Tvær vinkonur sitja á bekk og reykja og ná vel saman. Hlátur þeirra er smitandi. Einn situr við skrúfstykki og strýkur furðu kröftuglega með sandpappír um viðarbút sem verður skóhorn. Sumir standa alvörufullir við gluggann og horfa út og fylgjast með í fjarlægð þegar líkbíllinn rennur í hlaðið. Það er áhrifamikið myndskeið umlukið þögn gamla fólksins sem fylgist með því sem fram fer. Yfir öllu er kyrrð og kærleikur. Þá gengur maður með göngugrind sína út í kvöldrökkrið og fer með bænir sínar og biður fyrir eiginkonu sinni. Annar fer í gegnum gömul myndaalbúm og tekur sumar myndir úr og rífur í sundur. Það er einhvers konar uppgjör.

Myndatakan er glæsileg þegar auga myndavélarinnar flýgur hratt yfir og oft í lágflugi og sýnir húð gamla fólksins sem geymir á vissan hátt fallegt landslag lífsins sem það hefur farið um. Svipsterk andlit meitluð af lífsins göngu og önnur svo undurslétt, beinaberar hendur, sumar elligular og æðaberar, segja sögu með einstökum hætti.

Myndin er sýnd í BíóParadís og hvetur Kirkjublaðið.is alla til að sjá þetta listaverk sem er hrífandi ljóð á filmi, ljóð um okkur öll.

Hér má sjá myndskeið úr kvikmyndinni.

Þess má geta að „Jörðin undir fótum okkar“ vann Grand Jury Prize á einni virtustu heimildamyndahátíð í Asíu.

Í umsögn dómnefndar sagði:

„Með fallegri og næmri kvikmyndatöku fylgir myndin eftir daglegu lífi aldraðra á síðasta skeiði lífsins á umhyggjusaman, hlýlegan og virðulegan hátt. Hún minnir okkur á að lífið er hverfult og dauðinn óumflýjanlegur. Í heimi, sem verður sífellt sundraðri og ofbeldisfyllri, er myndin mótefni sem sýnir okkur mikilvægi þess að sýna umhyggju og kærleika.“

Kvikmyndin hlaut einnig sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í heimildakvikmyndinni Jörðin undir fótum okkar er svo að segja tekin sneið úr mannlífinu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og borin á borð áhorfenda. Myndin heldur áhorfandanum algjörlega við efnið og áður en hann veit er hún runnin á enda – áttatíuogtvær mínútur fylltar af eðallist. Enginn daufur punktur heldur allt sett saman af mikilli listfengi og öryggi.

Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að gera jafn töfrandi og hugljúfa mynd um líf gamals fólks á elliheimili þegar nær líður ævilokum? En það tekst leikstjóranum Yrsu Roca Fannberg sem skrifar handritið í samvinnu við Elínu Öglu Briem en Wojciech Staroń sér um stjórn kvikmyndatöku með miklum glæsibrag. Kannski er ein ástæða þess að leikstjórinn vinnur líka á heimilinu og hefur því góðan skilning á lífinu sem þar fer fram. Öll framvinda myndarinnar ber þess merki að listafólkið nálgist viðfangsefnið með djúpri virðingu og af mikilli og heiðarlegri nærfærni.

Það er ljóðrænn heildarsvipur yfir allri myndinni og áhorfandinn er leiddur til fólks sem sýnir hvert öðru ást og umhyggju þegar hallar nær ævilokum. Gamla fólkið er misjafnlega á sig komið eins og gengur en allt heldur það reisn sinni og fagurri mennsku. Sumir eru glaðir og reifir. Aðrir eru alvörufullir á svip og enn aðrir bera með sér birtu ástar og umhyggju til maka sinna og sambúðarfólks. Svo eru þau sem horfa smám saman á eftir minninu. Lífið gengur hægt fyrir sig á heimilinu og hver dagur er öðrum líkur en þó er alltaf eitthvað um að vera. Það er líka búið svo að fólkinu að því gefst gott tækifæri að taka þátt í ýmsu sem nútíminn býður upp á eins og líkamsrækt sem er við hæfi.

Hversdagurinn færir heimilisfólkinu gleði og sorgir, áhyggjur og kvíða. En umkringis allt svífur kærleikur fólksins hvers til annars og rík umhyggja starfsmanna fyrir gamla fólkinu. Allir eru að bíða og tíminn stikar stórum. Ósjálfrátt tekur áhorfandinn þátt í þeirri bið með sínum hætti því að biðina á hann líka sameiginlega með gamla fólkinu þegar öllu er á botninn hvolft. Einn dag mun hann hugsanlega standa í þessum sporum sjálfur – allir fá ellina ef þeir lifa.

Áhorfendur kynnast sumu heimilisfólkinu á Grund betur en öðrum. Eiginmaður naglalakkar neglur konu sinnar af mikilli vandvirkni en hann er betur á sig kominn en hún. Strýkur hendur hennar af mikilli elskusemi og umhyggju. Annar heimilismaður þurrkar samviskusamlega af húsgögnum í stofu sinni meðan maki hans situr í sófa og les í blaði. Það falla ekki mörg orð og þeirra er kannski ekki þörf. Tvær vinkonur sitja á bekk og reykja og ná vel saman. Hlátur þeirra er smitandi. Einn situr við skrúfstykki og strýkur furðu kröftuglega með sandpappír um viðarbút sem verður skóhorn. Sumir standa alvörufullir við gluggann og horfa út og fylgjast með í fjarlægð þegar líkbíllinn rennur í hlaðið. Það er áhrifamikið myndskeið umlukið þögn gamla fólksins sem fylgist með því sem fram fer. Yfir öllu er kyrrð og kærleikur. Þá gengur maður með göngugrind sína út í kvöldrökkrið og fer með bænir sínar og biður fyrir eiginkonu sinni. Annar fer í gegnum gömul myndaalbúm og tekur sumar myndir úr og rífur í sundur. Það er einhvers konar uppgjör.

Myndatakan er glæsileg þegar auga myndavélarinnar flýgur hratt yfir og oft í lágflugi og sýnir húð gamla fólksins sem geymir á vissan hátt fallegt landslag lífsins sem það hefur farið um. Svipsterk andlit meitluð af lífsins göngu og önnur svo undurslétt, beinaberar hendur, sumar elligular og æðaberar, segja sögu með einstökum hætti.

Myndin er sýnd í BíóParadís og hvetur Kirkjublaðið.is alla til að sjá þetta listaverk sem er hrífandi ljóð á filmi, ljóð um okkur öll.

Hér má sjá myndskeið úr kvikmyndinni.

Þess má geta að „Jörðin undir fótum okkar“ vann Grand Jury Prize á einni virtustu heimildamyndahátíð í Asíu.

Í umsögn dómnefndar sagði:

„Með fallegri og næmri kvikmyndatöku fylgir myndin eftir daglegu lífi aldraðra á síðasta skeiði lífsins á umhyggjusaman, hlýlegan og virðulegan hátt. Hún minnir okkur á að lífið er hverfult og dauðinn óumflýjanlegur. Í heimi, sem verður sífellt sundraðri og ofbeldisfyllri, er myndin mótefni sem sýnir okkur mikilvægi þess að sýna umhyggju og kærleika.“

Kvikmyndin hlaut einnig sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir