Nú stendur yfir sýning á verkum Barböru Árnason í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýning sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.

Barbara fæddist í Suður-Englandi 19. apríl 1911 og lést í Reykjavík 1975. Hún var menntuð í myndlist frá Listaháskólanum í London (The Royal College of Art). Hún lagði sig einkum eftir grafíklist og var í hópi frumkvöðla í grafíklist hér á landi; lærði og tréstungu (xylografíu). Málaði vatnslitamyndir, teiknaði, gerði veggmyndir, og málaði málverk og risti í tré. Þá er geta þess að hún skreytti eða myndlýsti fjölmargar bækur og var í fremstu röð listamanna sem fengust við slík verk. Sem sé mjög fjölhæf listakona, vandvirk og skapandi. Hún er listakona á þeim tíma þegar abstraktlistin er ríkjandi en lætur hana aldrei taka yfir og leikur á jaðri hennar og fígúratífrar listar. Línur hennar í verkunum hlaupa um af fjöri og miklu öryggi. Barbara var afar vinsæl listakona á sínum tíma og ýmsar stofnanir eiga verk eftir hana auk þess sem þau prýða mörg íslensk heimili. Með kunnustu verkum hennar er afar stór veggmynd í Melaskólanum í Reykjavík. Einnig tvær veggmyndir í Sundlaug Vesturbæjar, ein er í lofti inni í afgreiðslusal en hin (Helgusund) er í geymslu vegna þess að hún lá undir skemmdum.

Íslensk kirkjulist hafði áhrif á Barböru. Hún heillaðist af altarisklæðinu frá Reykjum í Tungusveit og tók sér til fyrirmyndar Auði Laxness og beitti sömu aðferð og hún við að vinna ásaumuð myndklæði. Efniviðurinn í þessari textíllist var ull og snúrur sem hún lék sér með af mikilli fimi. Nokkur slík verk má sjá á sýningunni og þau eru sterk í einfaldleika sínum: konur í baði og að greiða sér, konur með regnhlífar og konur að hella úr vatnskerjum.

Barbara fékkst líka við gerð trúarlegra mynda. Sjálf sagði hún frá því í viðtali að stoltust væri hún af myndum sem hún gerði við Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar sem út komu 1960. Það tók hana sjö ár að vinna fimmtíu myndir, eina fyrir hvern sálm. Á sýningunni má sjá nokkrar þeirra en frummyndirnar teiknaði hún með túsk. Síðar skar hún fjórar tréstungur eftir jafnmörgum frummyndum. Túlkun hennar á persónum guðspjallanna endurspeglaði að þar var 20. aldar listakona á ferð en Jesús og lærisveinarnir klæðast buxum og skyrtum og konur eru með sjöl og skuplur.

„Barbara Árnason hefur með passíumyndum sínum gefið okkur þvílíkan listafjársjóð að við fáum aldrei goldið að fullu. Myndir Barböru eru gerðar af fágætum yfirburðum. Þær eru ekki aðeins óvenjulega fagrar í þeim búningi sem þær birtast okkur heldur býr einnig að baki þeirra sérstakur skilningur á því sem er að gerast og óviðjafnanleg hæfni til að setja hann fram á táknrænan hátt.“
Svo ritaði Njörður P. Njarðvík í grein sinni: Ein fegursta bók á Íslandi, sem birtist í Vísi 15. október 1962

Sýningin í Gerðarsafni á verkum Barböru er einkar falleg og látlaus. Þau sem sett hafa sýninguna upp hafa gert það með mikilli prýði og er salurinn einkar viðkunnanlegur þegar inn er komið. Verkin eru ekki mörg en þau njóta sín ákaflega vel.

Barbara gerði nokkur kirkjulistaverk sem vert er að nefna þó að þau séu ekki á sýningunni. Í Kópavogskirkju er verk á kórgafli með stefinu: Jesús blessar börnin. Þá eru fjórar myndir skornar í messing á prédikunarstólnum og vísa til guðspjallamannanna. Í Staðarhraunskirkju í Borgarbyggð er altaristaflan eftir hana sem sýnir: Jesú blessa börnin.

Textíllistaverk – skilrúm

Myndhluti af textílverki

Grasakonur- verk frá 1956 – konur tína lyfjagrös – veggmynd sem er sex metra löng gerð með olíulitum á viðarspón (115×450 sm) og var lengi í Vesturbæjarapóteki

Bókaskreytingar Barböru voru afar listfengar, tengdu vel saman, texta, lesanda og mynd

Salurinn tekur vel á móti gestum, hlýr og mjúkur

Myndskreyting við Passíusálmana: Um Kristí krossfesting, sálmur nr. 33

Teikning við Passíusálm nr. 29: Um Barrabas frelsi

Teikning við Passíusálm nr. 20: Önnur áklögun Gyðinga fyrir Pílató

Þetta verk Barböru er á kórgafli Kópavogskirkju

Ein af fjórum messingmyndum Barböru á prédikunarstól Kópavogskirkju – þær sýna tákn guðspjallamannanna

Altaristafla í Staðarhraunskirkju í Borgarbyggð – frá 1957

Myndhluti af stærstu veggmynd Baraböru – í Melaskóla

Í lofti í Sundlaug Vesturbæjar – ekki víst að allir sjái þessa mynd þegar þeir ganga inn í afgreiðslusalinn

Listakonan að störfum

Sjá einnig stutta grein í Hugur og hönd, 1976.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Nú stendur yfir sýning á verkum Barböru Árnason í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýning sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.

Barbara fæddist í Suður-Englandi 19. apríl 1911 og lést í Reykjavík 1975. Hún var menntuð í myndlist frá Listaháskólanum í London (The Royal College of Art). Hún lagði sig einkum eftir grafíklist og var í hópi frumkvöðla í grafíklist hér á landi; lærði og tréstungu (xylografíu). Málaði vatnslitamyndir, teiknaði, gerði veggmyndir, og málaði málverk og risti í tré. Þá er geta þess að hún skreytti eða myndlýsti fjölmargar bækur og var í fremstu röð listamanna sem fengust við slík verk. Sem sé mjög fjölhæf listakona, vandvirk og skapandi. Hún er listakona á þeim tíma þegar abstraktlistin er ríkjandi en lætur hana aldrei taka yfir og leikur á jaðri hennar og fígúratífrar listar. Línur hennar í verkunum hlaupa um af fjöri og miklu öryggi. Barbara var afar vinsæl listakona á sínum tíma og ýmsar stofnanir eiga verk eftir hana auk þess sem þau prýða mörg íslensk heimili. Með kunnustu verkum hennar er afar stór veggmynd í Melaskólanum í Reykjavík. Einnig tvær veggmyndir í Sundlaug Vesturbæjar, ein er í lofti inni í afgreiðslusal en hin (Helgusund) er í geymslu vegna þess að hún lá undir skemmdum.

Íslensk kirkjulist hafði áhrif á Barböru. Hún heillaðist af altarisklæðinu frá Reykjum í Tungusveit og tók sér til fyrirmyndar Auði Laxness og beitti sömu aðferð og hún við að vinna ásaumuð myndklæði. Efniviðurinn í þessari textíllist var ull og snúrur sem hún lék sér með af mikilli fimi. Nokkur slík verk má sjá á sýningunni og þau eru sterk í einfaldleika sínum: konur í baði og að greiða sér, konur með regnhlífar og konur að hella úr vatnskerjum.

Barbara fékkst líka við gerð trúarlegra mynda. Sjálf sagði hún frá því í viðtali að stoltust væri hún af myndum sem hún gerði við Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar sem út komu 1960. Það tók hana sjö ár að vinna fimmtíu myndir, eina fyrir hvern sálm. Á sýningunni má sjá nokkrar þeirra en frummyndirnar teiknaði hún með túsk. Síðar skar hún fjórar tréstungur eftir jafnmörgum frummyndum. Túlkun hennar á persónum guðspjallanna endurspeglaði að þar var 20. aldar listakona á ferð en Jesús og lærisveinarnir klæðast buxum og skyrtum og konur eru með sjöl og skuplur.

„Barbara Árnason hefur með passíumyndum sínum gefið okkur þvílíkan listafjársjóð að við fáum aldrei goldið að fullu. Myndir Barböru eru gerðar af fágætum yfirburðum. Þær eru ekki aðeins óvenjulega fagrar í þeim búningi sem þær birtast okkur heldur býr einnig að baki þeirra sérstakur skilningur á því sem er að gerast og óviðjafnanleg hæfni til að setja hann fram á táknrænan hátt.“
Svo ritaði Njörður P. Njarðvík í grein sinni: Ein fegursta bók á Íslandi, sem birtist í Vísi 15. október 1962

Sýningin í Gerðarsafni á verkum Barböru er einkar falleg og látlaus. Þau sem sett hafa sýninguna upp hafa gert það með mikilli prýði og er salurinn einkar viðkunnanlegur þegar inn er komið. Verkin eru ekki mörg en þau njóta sín ákaflega vel.

Barbara gerði nokkur kirkjulistaverk sem vert er að nefna þó að þau séu ekki á sýningunni. Í Kópavogskirkju er verk á kórgafli með stefinu: Jesús blessar börnin. Þá eru fjórar myndir skornar í messing á prédikunarstólnum og vísa til guðspjallamannanna. Í Staðarhraunskirkju í Borgarbyggð er altaristaflan eftir hana sem sýnir: Jesú blessa börnin.

Textíllistaverk – skilrúm

Myndhluti af textílverki

Grasakonur- verk frá 1956 – konur tína lyfjagrös – veggmynd sem er sex metra löng gerð með olíulitum á viðarspón (115×450 sm) og var lengi í Vesturbæjarapóteki

Bókaskreytingar Barböru voru afar listfengar, tengdu vel saman, texta, lesanda og mynd

Salurinn tekur vel á móti gestum, hlýr og mjúkur

Myndskreyting við Passíusálmana: Um Kristí krossfesting, sálmur nr. 33

Teikning við Passíusálm nr. 29: Um Barrabas frelsi

Teikning við Passíusálm nr. 20: Önnur áklögun Gyðinga fyrir Pílató

Þetta verk Barböru er á kórgafli Kópavogskirkju

Ein af fjórum messingmyndum Barböru á prédikunarstól Kópavogskirkju – þær sýna tákn guðspjallamannanna

Altaristafla í Staðarhraunskirkju í Borgarbyggð – frá 1957

Myndhluti af stærstu veggmynd Baraböru – í Melaskóla

Í lofti í Sundlaug Vesturbæjar – ekki víst að allir sjái þessa mynd þegar þeir ganga inn í afgreiðslusalinn

Listakonan að störfum

Sjá einnig stutta grein í Hugur og hönd, 1976.

Viltu deila þessari grein með fleirum?