Kirkjublaðið.is hefur tekið eftir dugnaði presta og safnaða við að streyma frá helgihaldi á tímum samkomubanns og kórónuveirufaraldurs. Snör viðbrögð hafa í raun sýnt hve mannauður þjóðkirkjunnar er ferskur og öflugur. Hún getur verið stolt af því að hafa róið öllum árum á misvindasamri kórónuveirutíð.

Fólk hefur brugðist skjótt við og sýnt hugkvæmni og alúð við streymisgerð og kirkjumyndbönd.

Enda þótt opnu helgihaldi sem svo er nefnt væri lokað þá hefur fáum dottið í hug að kirkjunnar fólk myndi bara leggjast á hina hliðina og þreyja kórónuveiruþorrann. Nei. Þjóðkirkjan greip til sinna ráða. Hélt áfram störfum í nýjum aðstæðum – kirkjusagan sýnir að þannig bregst kirkjan iðulega við. Hún gefst ekki upp.

Úrvalið er mjög gott. Enginn hefur í raun afsökun fyrir því að hafa ekki fylgst með eins og einu streymi eða myndböndum frá kirkjum landsins. Facebók hefur verið auglýsingamiðillinn sem og heimasíður kirknanna. Það er frekar að tekið sé eftir þeim sofandi söfnuðum sem ekki hafa sinnt streymiskallinu og látið aðra um það. En það er nú önnur saga.

Þau boð hafa verið látin út ganga að eldra fólki sé sinnt með símasálgæslu. Það er gott. Spurning er hvort ástæða sé til að fara yfir það með eldra fólki hvernig það getur sótt helgistundir á netinu, margt eldra fólk er með Ipad og borðtölvu.

En þótt streymið sé nú í algeymi þá er margt kirkjunnar fólk farið að sakna hins hefðbundna helgihalds í kirkjunni með beinni þátttöku, þ.e.a.s. því að vera á staðnum í kirkjunni sinni, með sínu fólki, í sinni kirkju og sínu trúarlega umhverfi. Heilsa fólki með handabandi – sem reyndar er um stund liðin tíð, kinka kolli þess í stað augliti til auglitis. Þiggja molasopa (hvað er nú það? spyr einhver) eða hressingu sem nú heitir, í lok stundarinnar,

Hvers vegna?

Það er svo sem ekki nýlunda að kristinn söfnuður kemur saman á ákveðnum stað og í ákveðnum tilgangi, að flytja lofgjörð og þakkargjörð. Þar er fólk af holdi og blóði, hlið við hlið. Semsé á staðnum, í sama rými. Í kirkju eða kapellu. Það skiptir miklu máli að vera með fólki. Þetta á sérstaklega við altarisgönguna sem nú er á vissan hátt lokað fyrir. Kirkjublaðið.is getur ekki séð fyrir sér rafræna altarisgöngu eins og gerð var tilraun með í fyrstu streymislotu. Altarisgangan er nefnilega athöfn fólks á vissum stað og tíma, fólks af holdi og blóði, ekki skjáathöfn. Frelsarinn er þar nærstaddur, yfir og allt um kring með sérstökum hætti. Staðurinn, hið helga og vígða rými, er mjög svo mikilvægt og í raun leysir ekkert hann af hólmi hvað þessa tilteknu athöfn áhrærir.

Svo er það hið hversdagslega.

Sumt fólk saknar þess einfaldlega að geta gengið til kirkju þó býsna margir aki. Það er hátíðleg stund og á vissan hátt kannski gamaldags. Annað er að setjast á náttsloppnum fyrir framan tölvuskjá og kveikja á streymi. Það er ekki beint hátíðlegt út frá vissum sjónarhornum. Vissulega er hægt að þoka hversdagsleikanum ögn til hliðar og gera hátíðlega stund úr heimaáhorfinu – og Kirkjublaðið.is heyrði af fólki sem klæðir sig upp á eins og það sé á leið til kirkju og kveikir á streymisguðsþjónustu. Hefur svo kirkjukaffi að sínum hætti í lokin.

Þegar kórónuveirufaraldurinn verður afstaðinn mun þjóðkirkjan örugglega fara yfir þennan tíma. Vega og meta það sem vel til tókst. Spyrja hvað hægt sé að læra af honum til að efla starf safnaðanna.

Kannski verður ein niðurstaðan sú að söfnuðir ráði sér netstarfsmenn, netpresta eða netdjákna. Enda þótt streymið og kirkjumyndböndin séu tímabundið ástand, kannski boðun kirkjunnar í viðlögum, hefur það kallað fram í dagsljósið mjög umhugsunarverða aðferð sem nær til margra og hentar sumum afar vel. Þess vegna ætti ekki að skrúfa fyrir það um leið og kirkjan opnar gáttina upp þegar kófinu slotar. Halda því áfram til hliðar við almennt safnaðarstarf. Eða að minnsta kosti að ræða hvort ástæða sé til að beita þessari aðferð áfram í einhverjum mæli.

Streymi og kirkjumyndbönd eru kannski ekki tímabundið ástand þegar öllu er á botninn hvolft heldur nýjar árar sem stungið er í sjó til styrktar þeim sem nú þegar eru hafðar úti til að koma fagnaðarerindinu áfram í lífsins ólgusjó.

Hvað sem öllu líður þá eru þetta forvitnilegir tímar fyrir söfnuði landsins – svo ekki sé talað um öðruvísi en áður. Þeir eru líka spennandi og gefandi. Kirkjublaðið.is mun fylgjast með því eins og öðru.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is hefur tekið eftir dugnaði presta og safnaða við að streyma frá helgihaldi á tímum samkomubanns og kórónuveirufaraldurs. Snör viðbrögð hafa í raun sýnt hve mannauður þjóðkirkjunnar er ferskur og öflugur. Hún getur verið stolt af því að hafa róið öllum árum á misvindasamri kórónuveirutíð.

Fólk hefur brugðist skjótt við og sýnt hugkvæmni og alúð við streymisgerð og kirkjumyndbönd.

Enda þótt opnu helgihaldi sem svo er nefnt væri lokað þá hefur fáum dottið í hug að kirkjunnar fólk myndi bara leggjast á hina hliðina og þreyja kórónuveiruþorrann. Nei. Þjóðkirkjan greip til sinna ráða. Hélt áfram störfum í nýjum aðstæðum – kirkjusagan sýnir að þannig bregst kirkjan iðulega við. Hún gefst ekki upp.

Úrvalið er mjög gott. Enginn hefur í raun afsökun fyrir því að hafa ekki fylgst með eins og einu streymi eða myndböndum frá kirkjum landsins. Facebók hefur verið auglýsingamiðillinn sem og heimasíður kirknanna. Það er frekar að tekið sé eftir þeim sofandi söfnuðum sem ekki hafa sinnt streymiskallinu og látið aðra um það. En það er nú önnur saga.

Þau boð hafa verið látin út ganga að eldra fólki sé sinnt með símasálgæslu. Það er gott. Spurning er hvort ástæða sé til að fara yfir það með eldra fólki hvernig það getur sótt helgistundir á netinu, margt eldra fólk er með Ipad og borðtölvu.

En þótt streymið sé nú í algeymi þá er margt kirkjunnar fólk farið að sakna hins hefðbundna helgihalds í kirkjunni með beinni þátttöku, þ.e.a.s. því að vera á staðnum í kirkjunni sinni, með sínu fólki, í sinni kirkju og sínu trúarlega umhverfi. Heilsa fólki með handabandi – sem reyndar er um stund liðin tíð, kinka kolli þess í stað augliti til auglitis. Þiggja molasopa (hvað er nú það? spyr einhver) eða hressingu sem nú heitir, í lok stundarinnar,

Hvers vegna?

Það er svo sem ekki nýlunda að kristinn söfnuður kemur saman á ákveðnum stað og í ákveðnum tilgangi, að flytja lofgjörð og þakkargjörð. Þar er fólk af holdi og blóði, hlið við hlið. Semsé á staðnum, í sama rými. Í kirkju eða kapellu. Það skiptir miklu máli að vera með fólki. Þetta á sérstaklega við altarisgönguna sem nú er á vissan hátt lokað fyrir. Kirkjublaðið.is getur ekki séð fyrir sér rafræna altarisgöngu eins og gerð var tilraun með í fyrstu streymislotu. Altarisgangan er nefnilega athöfn fólks á vissum stað og tíma, fólks af holdi og blóði, ekki skjáathöfn. Frelsarinn er þar nærstaddur, yfir og allt um kring með sérstökum hætti. Staðurinn, hið helga og vígða rými, er mjög svo mikilvægt og í raun leysir ekkert hann af hólmi hvað þessa tilteknu athöfn áhrærir.

Svo er það hið hversdagslega.

Sumt fólk saknar þess einfaldlega að geta gengið til kirkju þó býsna margir aki. Það er hátíðleg stund og á vissan hátt kannski gamaldags. Annað er að setjast á náttsloppnum fyrir framan tölvuskjá og kveikja á streymi. Það er ekki beint hátíðlegt út frá vissum sjónarhornum. Vissulega er hægt að þoka hversdagsleikanum ögn til hliðar og gera hátíðlega stund úr heimaáhorfinu – og Kirkjublaðið.is heyrði af fólki sem klæðir sig upp á eins og það sé á leið til kirkju og kveikir á streymisguðsþjónustu. Hefur svo kirkjukaffi að sínum hætti í lokin.

Þegar kórónuveirufaraldurinn verður afstaðinn mun þjóðkirkjan örugglega fara yfir þennan tíma. Vega og meta það sem vel til tókst. Spyrja hvað hægt sé að læra af honum til að efla starf safnaðanna.

Kannski verður ein niðurstaðan sú að söfnuðir ráði sér netstarfsmenn, netpresta eða netdjákna. Enda þótt streymið og kirkjumyndböndin séu tímabundið ástand, kannski boðun kirkjunnar í viðlögum, hefur það kallað fram í dagsljósið mjög umhugsunarverða aðferð sem nær til margra og hentar sumum afar vel. Þess vegna ætti ekki að skrúfa fyrir það um leið og kirkjan opnar gáttina upp þegar kófinu slotar. Halda því áfram til hliðar við almennt safnaðarstarf. Eða að minnsta kosti að ræða hvort ástæða sé til að beita þessari aðferð áfram í einhverjum mæli.

Streymi og kirkjumyndbönd eru kannski ekki tímabundið ástand þegar öllu er á botninn hvolft heldur nýjar árar sem stungið er í sjó til styrktar þeim sem nú þegar eru hafðar úti til að koma fagnaðarerindinu áfram í lífsins ólgusjó.

Hvað sem öllu líður þá eru þetta forvitnilegir tímar fyrir söfnuði landsins – svo ekki sé talað um öðruvísi en áður. Þeir eru líka spennandi og gefandi. Kirkjublaðið.is mun fylgjast með því eins og öðru.

Viltu deila þessari grein með fleirum?