Þýska mótmælendakirkjan:
„…að vera læs á samtímann…“

Kirkjublaðið.is fylgist með gangi mála í Þýskalandi en þar er margt á seyði í kirkjumálunum.

Í mörgum löndum Evrópu og víðar þykir kristnum kirkjudeildum mikilvægt að taka þátt í opinberri umræðu og útskýra hvernig bregðast skuli við álitamálum út frá kristinni trúarsannfæringu, lífssýn og heimsmynd. Á páskum beinist athyglin óhjákvæmilega að kristnum kirkjum og því nýta leiðtogar kirkjudeilda oft þau tækifæri sem bjóðast í fjölmiðlum til að láta í sér heyra.

Fækkun í þýsku mótmælendakirkjunni

Á páskadag birtist í þýska ríkisútvarpinu, Deutschlandfunk, viðtal við prestinn og guðfræðinginn dr. Annette Kurschus, sem einnig er formaður kirkjuráðs þýsku mótmælendakirkjunnar (EKD). Í viðtalinu tjáði hún afstöðu sína gagnvart málefnum líðandi stundar: loftslagsbreytingum, stjórnmálum, upplýsingaóreiðu, fátækt og ýmsu öðru. Hún byrjaði á því að svara spurningum um fækkun í þýsku mótmælendakirkjunni. Fyrir skemmstu birti þýska kirkjan nefnilega á öllum helstu samfélagsmiðlum sínum nýjustu tölur um meðlimafjölda en á síðasta ári sögðu 380.000 manns sig úr félagi við hana.

Dr. Annette Kurschus, forseti kirkjuráð þýsku mótmælendakirkjunnar. Hún er fædd 1963 og er heiðursdoktor frá háskólanum í Münster - mynd: dpa/Matthias Rietschell

Annette Kurschus, forseti kirkjuráð þýsku mótmælendakirkjunnar. Hún er fædd 1963 og er heiðursdoktor frá háskólanum í Münster fyrir ötula framgöngu við að koma á samtali milli samfélagsins og trúarinnar en það hefur verið henni mikið kappsmál – mynd: Jan-Herm Janßen

Þessa miklu fækkun sagðist Kurschus taka mjög alvarlega án þess þó að örvænta. Það sé ekki ástæða til að fegra stöðuna: þróuninni verður ekki snúið við og það er ekki markmið kirkjunnar. Markmið kirkjunnar sé að koma fagnaðarerindinu út í samfélagið, sem hefur sjaldnast þarfnast þess meira en einmitt nú. Spurð út í orsakir fækkunarinnar þá svarar Kurschus því til að þær séu margvíslegar:

„Við rannsökum orsakirnar nú um stundir mjög nákvæmlega og höfum sett af stað ýmis verkefni til þess að auka skilning okkar. Fólk gefur hinar fjölbreytilegustu ástæður fyrir úrsögnum. Hjá sumum eru ástæðurnar fjárhagslegar. Hjá öðrum snýst málið um skort á trausti til stofnunarinnar. Enn öðrum er hreinlega sama hvort það tilheyri kirkjunni. Einnig má nefna þau sem segja sig úr kirkjunni vegna þess að þau eru ósammála pólitískri afstöðu okkar í tilteknum málum.“

Ástæður fyrir úrsögnum úr þýsku mótmælendakirkjunni eru því af ýmsum toga eins og sennilega úrsagnir sem íslenska þjóðkirkjan hefur þurft að horfast í augu við. En hvernig á að bregðast við að mati Annette Kurschus?

„Það stoðar ekkert að horfa á einhverja eina ástæðu fyrir úrsögn. Við þurfum kirkju sem getur verið þátttakandi í samfélagi þar sem lífsstíll og venjur hafa gerbreyst. Þar af leiðandi verðum við sem kirkja einnig að breytast og við vinnum að því hörðum höndum. Gamlir strúktúrar og skipulag halda ekki lengur og nýtt kemur í staðinn. Ég er sannfærð um að við munum finna góða leið til þess að kirkjan geti verið áfram sterk í samfélagi okkar – kirkjan þarf að vera læs á samtímann.“

Hefur kirkjan brugðist?

Kurschus er einnig spurð út í andlega heilsu og hvernig hægt sé að þjálfa með sér þrautseigju gagnvart hörmungum á borð við stríðið í Úkraínu en líka fátækt og loftslagsbreytingum.

Fréttamaður útvarpsins spyr hvort kirkjan hafi brugðist þegar horft sé til þess hversu yfirfullar sálfræðistofur séu og andlegt óöryggi útbreitt. Svör Kurschus eru á þá leið að kirkjan hafi sannarlega boðið upp á rými til samtals um slík atriði, í sálgæslu og annars staðar en þó sé það ekki verkefni kirkjunnar að hlífa fólki við efa og ótta.

„Við bjóðum upp á húsrými þar sem fólk getur snúið sér til Guðs með örvæntingu sína, sem og til fólks sem getur stutt við bakið á öðrum í kærleika. Þjónusta sálfræðinga og geðlækna er að mínu áliti ekki gagntilboð eða annar valkostur við sálgæslu kirkjunnar. Hvort vinnur með öðru. Það að sálfræðingar og geðlæknar með sína mikilvægu kunnáttu hafi í nógu að snúast, þýðir ekki að kirkjan hafi brugðist, miklu heldur getum við verið ánægð með það að til sé fólk sem hægt sé að snúa sér til þegar við ráðum ekki við taktinn í lífi okkar.“

Stríðið í Úkraínu

Kurschus hefur á umliðnum misserum síðan hún tók við sem formaður kirkjuráðsins verið áberandi í umræðunni um stríðið í Úkraínu og afhendingu vopna til stuðnings Úkraínumönnum. Sem kristinn friðarsinni hefur hún tekið afstöðu gegn slíkum aðgerðum en leggur á sama tíma áherslu á að veruleikinn sé ekki alltaf einfaldur og ekki sé alltaf hægt að segja af eða á. Aðstæður breytist í sífellu og sumpart verði þær sífellt vonlausari.

„Það er ein hlið málsins en á sama tíma er hitt einnig rétt: Vopnin ein munu ekki leiða til friðar. Það lærum við af Jesú, það kennir okkur einnig reynslan. Raunverulegur friður þýðir jú meira en að vopnaskakið hætti heldur felur hann í sér samtal og samskipti milli fólks. Þau eru nú um stundir afar erfið, á hæstu stigum. Enginn getur fengist við Pútín. Þrátt fyrir það megum við sem kristið fólk undir engum kringumstæðum halda því fram að það sé ekki hægt að eiga samtal, að það sé ekki hægt að eiga orðaskipti.“

Og hún bætir við með áherslu:

„Ég vil ekki gefa upp þá von að á hverri stundu geti komið fram fólk sem getur komið til móts hvert við annað og að það stefnumót geti leitt til vopnahlés og síðar til raunverulegra friðarviðræðna. Ég er ekki sammála því að sérhver hvatning til viðræðna sé úrskurðuð barnaleg eða ómöguleg. Það er ekki okkar framlag. Eins og stendur þurfum við að mínu mati hvort tveggja: Raunverulegan möguleika til að verja sig og að leggja sig fram um að taka þátt í samtali með það að binda enda á vopnaskakið.“

Heimurinn án krossins?

Kurschus var einnig spurð út í páskahátíðina, krossinn og upprisuna. „Hvernig lítur heimur án krossins út?“ spurði fréttamaður talskonu þýsku mótmælendakirkjunnar sem svaraði með guðfræðilegri samtímagreiningu:

„Heimur án krossins er heimur án náðar. Heimur sem skeytir ekkert um fórnarlömbin. Krossinn minnir jú á fórnarlömb ofbeldis, á möguleikann að með lögum sé hægt að fremja banvænt óréttlæti. Krossinn minnir á sigur valdsins sem þekkir engan sannleika og þvær hendur sínar í eigin sakleysi. Heimur án krossins er samfélag sem falast eftir árangri hvað sem hann kostar, sækist aðeins eftir skilvirkni, sjálfsbestun og allt í samræmi við slagorðið: „Hver er sinnar gæfu smiður.“

Heimur án kross er heimur sem þekkir ekki miskunn, ekki fyrirgefningu. Við könnumst við það á mörgum þráðum samfélagsmiðlanna. Ekkert gleymist, ekkert er fyrirgefið. Þar finnst engin fyrirgefning. Í heimi án krossins gildir réttur þess sem er sterkari. Krossinn er jú Guði sé lof kominn í heiminn, í eitt skipti fyrir öll, alveg eins og boðskapur upprisunnar. Án þeirrar játningar væri heimurinn í raun og veru án vonar. Og sú staðreynd að krossinn sé þarna, gerir boðskap páskanna svo öflugan. Hann er ekki bara hamingjuboðskapur sem fleytir öllum á bleiku skýi, heldur tekur líka mið af þjáningu, dauða og eyðileggingu. Þetta er boðskapur krossins.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þýska mótmælendakirkjan:
„…að vera læs á samtímann…“

Kirkjublaðið.is fylgist með gangi mála í Þýskalandi en þar er margt á seyði í kirkjumálunum.

Í mörgum löndum Evrópu og víðar þykir kristnum kirkjudeildum mikilvægt að taka þátt í opinberri umræðu og útskýra hvernig bregðast skuli við álitamálum út frá kristinni trúarsannfæringu, lífssýn og heimsmynd. Á páskum beinist athyglin óhjákvæmilega að kristnum kirkjum og því nýta leiðtogar kirkjudeilda oft þau tækifæri sem bjóðast í fjölmiðlum til að láta í sér heyra.

Fækkun í þýsku mótmælendakirkjunni

Á páskadag birtist í þýska ríkisútvarpinu, Deutschlandfunk, viðtal við prestinn og guðfræðinginn dr. Annette Kurschus, sem einnig er formaður kirkjuráðs þýsku mótmælendakirkjunnar (EKD). Í viðtalinu tjáði hún afstöðu sína gagnvart málefnum líðandi stundar: loftslagsbreytingum, stjórnmálum, upplýsingaóreiðu, fátækt og ýmsu öðru. Hún byrjaði á því að svara spurningum um fækkun í þýsku mótmælendakirkjunni. Fyrir skemmstu birti þýska kirkjan nefnilega á öllum helstu samfélagsmiðlum sínum nýjustu tölur um meðlimafjölda en á síðasta ári sögðu 380.000 manns sig úr félagi við hana.

Dr. Annette Kurschus, forseti kirkjuráð þýsku mótmælendakirkjunnar. Hún er fædd 1963 og er heiðursdoktor frá háskólanum í Münster - mynd: dpa/Matthias Rietschell

Annette Kurschus, forseti kirkjuráð þýsku mótmælendakirkjunnar. Hún er fædd 1963 og er heiðursdoktor frá háskólanum í Münster fyrir ötula framgöngu við að koma á samtali milli samfélagsins og trúarinnar en það hefur verið henni mikið kappsmál – mynd: Jan-Herm Janßen

Þessa miklu fækkun sagðist Kurschus taka mjög alvarlega án þess þó að örvænta. Það sé ekki ástæða til að fegra stöðuna: þróuninni verður ekki snúið við og það er ekki markmið kirkjunnar. Markmið kirkjunnar sé að koma fagnaðarerindinu út í samfélagið, sem hefur sjaldnast þarfnast þess meira en einmitt nú. Spurð út í orsakir fækkunarinnar þá svarar Kurschus því til að þær séu margvíslegar:

„Við rannsökum orsakirnar nú um stundir mjög nákvæmlega og höfum sett af stað ýmis verkefni til þess að auka skilning okkar. Fólk gefur hinar fjölbreytilegustu ástæður fyrir úrsögnum. Hjá sumum eru ástæðurnar fjárhagslegar. Hjá öðrum snýst málið um skort á trausti til stofnunarinnar. Enn öðrum er hreinlega sama hvort það tilheyri kirkjunni. Einnig má nefna þau sem segja sig úr kirkjunni vegna þess að þau eru ósammála pólitískri afstöðu okkar í tilteknum málum.“

Ástæður fyrir úrsögnum úr þýsku mótmælendakirkjunni eru því af ýmsum toga eins og sennilega úrsagnir sem íslenska þjóðkirkjan hefur þurft að horfast í augu við. En hvernig á að bregðast við að mati Annette Kurschus?

„Það stoðar ekkert að horfa á einhverja eina ástæðu fyrir úrsögn. Við þurfum kirkju sem getur verið þátttakandi í samfélagi þar sem lífsstíll og venjur hafa gerbreyst. Þar af leiðandi verðum við sem kirkja einnig að breytast og við vinnum að því hörðum höndum. Gamlir strúktúrar og skipulag halda ekki lengur og nýtt kemur í staðinn. Ég er sannfærð um að við munum finna góða leið til þess að kirkjan geti verið áfram sterk í samfélagi okkar – kirkjan þarf að vera læs á samtímann.“

Hefur kirkjan brugðist?

Kurschus er einnig spurð út í andlega heilsu og hvernig hægt sé að þjálfa með sér þrautseigju gagnvart hörmungum á borð við stríðið í Úkraínu en líka fátækt og loftslagsbreytingum.

Fréttamaður útvarpsins spyr hvort kirkjan hafi brugðist þegar horft sé til þess hversu yfirfullar sálfræðistofur séu og andlegt óöryggi útbreitt. Svör Kurschus eru á þá leið að kirkjan hafi sannarlega boðið upp á rými til samtals um slík atriði, í sálgæslu og annars staðar en þó sé það ekki verkefni kirkjunnar að hlífa fólki við efa og ótta.

„Við bjóðum upp á húsrými þar sem fólk getur snúið sér til Guðs með örvæntingu sína, sem og til fólks sem getur stutt við bakið á öðrum í kærleika. Þjónusta sálfræðinga og geðlækna er að mínu áliti ekki gagntilboð eða annar valkostur við sálgæslu kirkjunnar. Hvort vinnur með öðru. Það að sálfræðingar og geðlæknar með sína mikilvægu kunnáttu hafi í nógu að snúast, þýðir ekki að kirkjan hafi brugðist, miklu heldur getum við verið ánægð með það að til sé fólk sem hægt sé að snúa sér til þegar við ráðum ekki við taktinn í lífi okkar.“

Stríðið í Úkraínu

Kurschus hefur á umliðnum misserum síðan hún tók við sem formaður kirkjuráðsins verið áberandi í umræðunni um stríðið í Úkraínu og afhendingu vopna til stuðnings Úkraínumönnum. Sem kristinn friðarsinni hefur hún tekið afstöðu gegn slíkum aðgerðum en leggur á sama tíma áherslu á að veruleikinn sé ekki alltaf einfaldur og ekki sé alltaf hægt að segja af eða á. Aðstæður breytist í sífellu og sumpart verði þær sífellt vonlausari.

„Það er ein hlið málsins en á sama tíma er hitt einnig rétt: Vopnin ein munu ekki leiða til friðar. Það lærum við af Jesú, það kennir okkur einnig reynslan. Raunverulegur friður þýðir jú meira en að vopnaskakið hætti heldur felur hann í sér samtal og samskipti milli fólks. Þau eru nú um stundir afar erfið, á hæstu stigum. Enginn getur fengist við Pútín. Þrátt fyrir það megum við sem kristið fólk undir engum kringumstæðum halda því fram að það sé ekki hægt að eiga samtal, að það sé ekki hægt að eiga orðaskipti.“

Og hún bætir við með áherslu:

„Ég vil ekki gefa upp þá von að á hverri stundu geti komið fram fólk sem getur komið til móts hvert við annað og að það stefnumót geti leitt til vopnahlés og síðar til raunverulegra friðarviðræðna. Ég er ekki sammála því að sérhver hvatning til viðræðna sé úrskurðuð barnaleg eða ómöguleg. Það er ekki okkar framlag. Eins og stendur þurfum við að mínu mati hvort tveggja: Raunverulegan möguleika til að verja sig og að leggja sig fram um að taka þátt í samtali með það að binda enda á vopnaskakið.“

Heimurinn án krossins?

Kurschus var einnig spurð út í páskahátíðina, krossinn og upprisuna. „Hvernig lítur heimur án krossins út?“ spurði fréttamaður talskonu þýsku mótmælendakirkjunnar sem svaraði með guðfræðilegri samtímagreiningu:

„Heimur án krossins er heimur án náðar. Heimur sem skeytir ekkert um fórnarlömbin. Krossinn minnir jú á fórnarlömb ofbeldis, á möguleikann að með lögum sé hægt að fremja banvænt óréttlæti. Krossinn minnir á sigur valdsins sem þekkir engan sannleika og þvær hendur sínar í eigin sakleysi. Heimur án krossins er samfélag sem falast eftir árangri hvað sem hann kostar, sækist aðeins eftir skilvirkni, sjálfsbestun og allt í samræmi við slagorðið: „Hver er sinnar gæfu smiður.“

Heimur án kross er heimur sem þekkir ekki miskunn, ekki fyrirgefningu. Við könnumst við það á mörgum þráðum samfélagsmiðlanna. Ekkert gleymist, ekkert er fyrirgefið. Þar finnst engin fyrirgefning. Í heimi án krossins gildir réttur þess sem er sterkari. Krossinn er jú Guði sé lof kominn í heiminn, í eitt skipti fyrir öll, alveg eins og boðskapur upprisunnar. Án þeirrar játningar væri heimurinn í raun og veru án vonar. Og sú staðreynd að krossinn sé þarna, gerir boðskap páskanna svo öflugan. Hann er ekki bara hamingjuboðskapur sem fleytir öllum á bleiku skýi, heldur tekur líka mið af þjáningu, dauða og eyðileggingu. Þetta er boðskapur krossins.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir